Íslenski boltinn

Kristján: Þjóðhátíð númer tvö og þrjú

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kristján Guðmundsson, þjálfari bikarmeistara ÍBV.
Kristján Guðmundsson, þjálfari bikarmeistara ÍBV. Vísir
„Þetta er rosalegt, ég er svo glaður að það er með ólíkindum. Það hafði enginn trú á okkur í undanúrslitum, það hafði enginn trú á okkur í úrslitum og við vinnum örugglega í bæði skiptin. Gleðin sko, gleðin,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari bikarmeistara ÍBV í sigurvímu eftir að lið hans tryggði sér Borgunarbikarinn eftir sigur á FH í úrslitaleik.

ÍBV var töluvert sterkara liðið í fyrri hálfleik og fékk færi til að skora áður en Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom þeim yfir á 37.mínútu.

„Það skipti alveg töluvert miklu máli að skora fyrir hlé. Við vorum alveg öruggir að við þyrftum jafnvel tvö til að vinna en það er geggjað að halda hreinu gegn FH. Það var mjög sterkt að skora í fyrri hálfleik,“ bætti Kristján við.

Stuðningurinn sem Eyjamenn fengu í stúkunni í dag var frábær og má með sanni segja að þar hafi þjóðhátíð verið framhaldið frá síðustu helgi.

„Við vorum búnir að tala um að það yrði þjóðhátíð númer tvö og bráðum númer þrjú og þetta er geggjað. Við vildum að fólkið kæmi hingað að syngja og skemmta sér og við myndum vita af þeim í bakgrunninum og þá myndum við vinna þetta,“ sagði Kristján að lokum áður en hann var rokinn í fögnuðinn með sínum mönnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×