Gleðilega Gleðigöngu – baráttan heldur áfram María Helga Guðmundsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 15:13 Í dag verður Gleðigangan, stoltsganga hinsegin fólks á Íslandi, gengin í nítjánda sinn. Undanfarna daga hefur hinsegin samfélagið fagnað menningu sinni og margbreytileika, eflt samstöðu sína og glaðst yfir þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni fyrir réttlátari heimi. Og árangurinn er svo sannarlega eftirtektarverður. Þrotlaus barátta og fræðslustarf margra kynslóða hinsegin fólks hefur dregið úr fordómum og fáfræði og knúið fram mikilvægar réttarbætur og viðhorfsbreytingar. Þegar hinsegin fólk tók í fyrsta sinn þátt í kröfugöngu, 1. maí 1982, voru aðeins tveir hommar, brautryðjendurnir Guðni Baldursson og Helgi Viðar Magnússon, sem treystu sér til að taka þátt – og var ekki vel tekið af skipuleggjendum. Í dag samgleðst nærri þriðjungur þjóðarinnar hinsegin samfélaginu með þátttöku í hátíðahöldunum og ráðherrar, borgarstjóri, forseti Íslands, fyrirtæki og fjölmiðlar taka virkan þátt í gleðinni. En baráttunni er ekki lokið og Gleðigangan er hvort tveggja í senn: hátíð og kröfuganga. Samtökin '78 taka þátt í Gleðigöngunni í ár til að minna á að löggjöf um réttindi hinsegin fólks á Íslandi er úr öllum takti við tímann. Á Regnbogakortinu 2017, árlegri úttekt Evrópusamtaka hinsegin fólks, ILGA-Europe, á lagalegu umhverfi hinsegin fólks í Evrópu fær Ísland aðeins 47% – falleinkunn. Þetta er skammarlega lágt fyrir þjóð sem getur og vill vera til fyrirmyndar. Samtökin ’78 fagna stuðningi forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og jafnréttisráðherra, heilbrigðisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við Hinsegin daga. Við erum viss um að þeim þætti jafn gaman og okkur að fagna ágætiseinkunn á Regnbogakortinu á fertugsafmæli Samtakanna '78 næsta sumar. Nú er tækifærið. Með samhentu átaki getum við komið á löggjöf sem bannar hvers kyns mismunun gagnvart hinsegin fólki, tryggir sjálfræði allra yfir líkama sínum, kyneinkennum og kyni, tekst markvisst á við hatursglæpi og hatursorðræðu og tryggir að hinsegin hælisleitendur fái hér tækifæri til að hefja nýtt og öruggara líf. Við skorum því á Alþingi og ríkisstjórn að koma Íslandi aftur í fremstu röð veturinn 2017-18 og erum boðin og búin að vinna með þeim að því markmiði. Samtökin ‘78 óska stjórn og sjálfboðaliðum Hinsegin daga til hamingju með frábæra hátíð og öllum þátttakendum nær og fjær til hamingju með Hinsegin daga. Sjáumst í miðbænum á eftir og göngum ótrauð saman til móts við betri heim!Höfundur er formaður Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag verður Gleðigangan, stoltsganga hinsegin fólks á Íslandi, gengin í nítjánda sinn. Undanfarna daga hefur hinsegin samfélagið fagnað menningu sinni og margbreytileika, eflt samstöðu sína og glaðst yfir þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni fyrir réttlátari heimi. Og árangurinn er svo sannarlega eftirtektarverður. Þrotlaus barátta og fræðslustarf margra kynslóða hinsegin fólks hefur dregið úr fordómum og fáfræði og knúið fram mikilvægar réttarbætur og viðhorfsbreytingar. Þegar hinsegin fólk tók í fyrsta sinn þátt í kröfugöngu, 1. maí 1982, voru aðeins tveir hommar, brautryðjendurnir Guðni Baldursson og Helgi Viðar Magnússon, sem treystu sér til að taka þátt – og var ekki vel tekið af skipuleggjendum. Í dag samgleðst nærri þriðjungur þjóðarinnar hinsegin samfélaginu með þátttöku í hátíðahöldunum og ráðherrar, borgarstjóri, forseti Íslands, fyrirtæki og fjölmiðlar taka virkan þátt í gleðinni. En baráttunni er ekki lokið og Gleðigangan er hvort tveggja í senn: hátíð og kröfuganga. Samtökin '78 taka þátt í Gleðigöngunni í ár til að minna á að löggjöf um réttindi hinsegin fólks á Íslandi er úr öllum takti við tímann. Á Regnbogakortinu 2017, árlegri úttekt Evrópusamtaka hinsegin fólks, ILGA-Europe, á lagalegu umhverfi hinsegin fólks í Evrópu fær Ísland aðeins 47% – falleinkunn. Þetta er skammarlega lágt fyrir þjóð sem getur og vill vera til fyrirmyndar. Samtökin ’78 fagna stuðningi forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og jafnréttisráðherra, heilbrigðisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við Hinsegin daga. Við erum viss um að þeim þætti jafn gaman og okkur að fagna ágætiseinkunn á Regnbogakortinu á fertugsafmæli Samtakanna '78 næsta sumar. Nú er tækifærið. Með samhentu átaki getum við komið á löggjöf sem bannar hvers kyns mismunun gagnvart hinsegin fólki, tryggir sjálfræði allra yfir líkama sínum, kyneinkennum og kyni, tekst markvisst á við hatursglæpi og hatursorðræðu og tryggir að hinsegin hælisleitendur fái hér tækifæri til að hefja nýtt og öruggara líf. Við skorum því á Alþingi og ríkisstjórn að koma Íslandi aftur í fremstu röð veturinn 2017-18 og erum boðin og búin að vinna með þeim að því markmiði. Samtökin ‘78 óska stjórn og sjálfboðaliðum Hinsegin daga til hamingju með frábæra hátíð og öllum þátttakendum nær og fjær til hamingju með Hinsegin daga. Sjáumst í miðbænum á eftir og göngum ótrauð saman til móts við betri heim!Höfundur er formaður Samtakanna '78.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun