Ungir Píratar vilja koma í veg fyrir lokun Hugarafls Ingvar Þór Björnsson skrifar 12. ágúst 2017 11:18 Frá fundi Karsl Péturs Jónssonar og Sigrúnar Gunnarsdóttur með Hugarafli. vísir/anton brink Ungir Píratar krefjast þess að Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, og Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, komi í veg fyrir lokun Hugarafls. Þetta kemur fram í ályktun frá ungliðahreyfingunni. Hugarafl eru samtök notenda geðheilbrigðisþjónustu og stærstu samtök utan stofnana sem vinna að þessum málaflokki. Opinber framlög til samtakanna hafa verið skorin niður um sex og hálfa milljón frá því á síðasta ári. Í samtökunum vinnur félagsfólk og starfsfólk á jafningjagrundvelli við að hafa áhrif á geðheilbrigðisþjónustu og bjóða upp á aðstoð sem byggir á mannlegum gildum, valdeflingu og bataferli. Samtökin hafa verið starfandi frá árinu 2003. „Við hörmum vanrækslu yfirvalda á þessum mikilvæga málaflokki og nú virðist botninum vera náð. Við gerum þá kröfu að þeim hundruðum sem þurfa á starfi Hugarafls að halda sé sýnd sómasamleg virðing og að þessi hópur fái nauðsynlegan stuðning,“ segir í tilkynningunni.Fjárveitingin vanvirðing við HugaraflÁætlað er að 1,5 milljónir króna renni til Hugarafls á þessu ári samanborið við átta milljónir króna í fyrra. Telja forsvarsmenn Hugarafls upphæðina vera allt of lága þar sem samtökin þjónusti fjölda manns með geðraskanir á hverju ári. Í apríl á þessu ári var niðurskurður til Hugarafls í brennidepli en samtökin mótmæltu lágum fjárveitingum við velferðarráðuneytið. Gunnar Hrafn Jónsson og Einar Brynjólfsson, þingmenn Pírata tóku þátt í mótmælunum með samtökunum. Í tilkynningu frá Hugarafli sem send var út fyrir mótmælin sögðu samtökin að „fjárveitingin væri vanvirðing við Hugarafl sem hefur lagt gríðarlega af mörkum til geðheilbrigðiskerfisins undanfarin 14 ár.“ Í kjölfarið á mótmælunum funduðu Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, og Sigrún Gunnarsdóttur, aðstoðarmaður Óttars Proppé, með hugarafli. Sagði Karl Pétur að vonandi væri hægt að finna einhverja lausn á málum Hugarafls þrátt fyrir að ekki væri hægt að lofa meiri fjárveitingum til samtakanna eins og staðan væri núna. Enginn frá heilbrigðsráðuneytinu eða félagsmálaráðuneytinu komið og kynnt sér starfseminaAuður Axelsdóttir, ein af stofnendum Hugarafls, ræddi málefni félagsins í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni þann 2. ágúst síðastliðinn. Ræddi hún þar um stöðu félagsins og starfsemi þess. Sagði Auður að ráðamenn og embættismenn gerðu sér ekki grein fyrir hvað samtökin hafa stækkað mikið undanfarin ár. „Það eru hjá okkur upp í 160 manns á mánuði og yfir 350 manns á ári sækja mjög virka þjónustu. Ef við segjum að hver einstaklingur kosti um 200.000 krónur í endurhæfingu á mánuði þá erum við komin upp í miklar upphæðir,“ sagði Auður. Þá nefndi hún einnig að enginn úr heilbrigðismálaráðuneytinu eða félagsmálaráðuneytinu hafi komið og kynnt sér starfsemina áður en úthlutað var.Hugarafl hefur fengið fund með félagsmálaráðherra þann 17. ágúst. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
Ungir Píratar krefjast þess að Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, og Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, komi í veg fyrir lokun Hugarafls. Þetta kemur fram í ályktun frá ungliðahreyfingunni. Hugarafl eru samtök notenda geðheilbrigðisþjónustu og stærstu samtök utan stofnana sem vinna að þessum málaflokki. Opinber framlög til samtakanna hafa verið skorin niður um sex og hálfa milljón frá því á síðasta ári. Í samtökunum vinnur félagsfólk og starfsfólk á jafningjagrundvelli við að hafa áhrif á geðheilbrigðisþjónustu og bjóða upp á aðstoð sem byggir á mannlegum gildum, valdeflingu og bataferli. Samtökin hafa verið starfandi frá árinu 2003. „Við hörmum vanrækslu yfirvalda á þessum mikilvæga málaflokki og nú virðist botninum vera náð. Við gerum þá kröfu að þeim hundruðum sem þurfa á starfi Hugarafls að halda sé sýnd sómasamleg virðing og að þessi hópur fái nauðsynlegan stuðning,“ segir í tilkynningunni.Fjárveitingin vanvirðing við HugaraflÁætlað er að 1,5 milljónir króna renni til Hugarafls á þessu ári samanborið við átta milljónir króna í fyrra. Telja forsvarsmenn Hugarafls upphæðina vera allt of lága þar sem samtökin þjónusti fjölda manns með geðraskanir á hverju ári. Í apríl á þessu ári var niðurskurður til Hugarafls í brennidepli en samtökin mótmæltu lágum fjárveitingum við velferðarráðuneytið. Gunnar Hrafn Jónsson og Einar Brynjólfsson, þingmenn Pírata tóku þátt í mótmælunum með samtökunum. Í tilkynningu frá Hugarafli sem send var út fyrir mótmælin sögðu samtökin að „fjárveitingin væri vanvirðing við Hugarafl sem hefur lagt gríðarlega af mörkum til geðheilbrigðiskerfisins undanfarin 14 ár.“ Í kjölfarið á mótmælunum funduðu Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, og Sigrún Gunnarsdóttur, aðstoðarmaður Óttars Proppé, með hugarafli. Sagði Karl Pétur að vonandi væri hægt að finna einhverja lausn á málum Hugarafls þrátt fyrir að ekki væri hægt að lofa meiri fjárveitingum til samtakanna eins og staðan væri núna. Enginn frá heilbrigðsráðuneytinu eða félagsmálaráðuneytinu komið og kynnt sér starfseminaAuður Axelsdóttir, ein af stofnendum Hugarafls, ræddi málefni félagsins í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni þann 2. ágúst síðastliðinn. Ræddi hún þar um stöðu félagsins og starfsemi þess. Sagði Auður að ráðamenn og embættismenn gerðu sér ekki grein fyrir hvað samtökin hafa stækkað mikið undanfarin ár. „Það eru hjá okkur upp í 160 manns á mánuði og yfir 350 manns á ári sækja mjög virka þjónustu. Ef við segjum að hver einstaklingur kosti um 200.000 krónur í endurhæfingu á mánuði þá erum við komin upp í miklar upphæðir,“ sagði Auður. Þá nefndi hún einnig að enginn úr heilbrigðismálaráðuneytinu eða félagsmálaráðuneytinu hafi komið og kynnt sér starfsemina áður en úthlutað var.Hugarafl hefur fengið fund með félagsmálaráðherra þann 17. ágúst.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira