Furðu brött þrátt fyrir allt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. ágúst 2017 06:00 Alvarleg veikindi komu upp í sumarbúðum Skáta á Úlfljóftsvatni. Skátarnir sem sýktust af nóróveiru í útilífsmiðstöð skáta við Úlfljótsvatn í gær og fyrradag eru flestir á batavegi. Alls var 181 ungmenni frá Bretlandi flutt frá Úlfljótsvatni í fjöldahjálparmiðstöð í Grunnskólanum í Hveragerði í fyrrakvöld, vegna alvarlegra veikinda sem komu upp í hópnum. Vegna þess hve margir veiktust kviknaði grunur um nóróveiru og var sá grunur staðfestur af sóttvarnarlækni í gær. Í gærkvöldi höfðu allir sem ekki hafa fundið til einkenna verið útskrifaðir. Alls veiktust 67 skátar og af þeim eru sex enn veikir. Þessir 67 voru í sóttkví í austurálmu Grunnskólans í Hveragerði í nótt. Flestir þeirra eru á unglingsaldri, 12 til 16 ára. „Vel fer um krakkana og þau eru furðu brött eftir þetta ævintýri,“ segir Fjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi. Nóróveirusýking er bráðsmitandi og smitast með uppköstum og saurmengun sem borist getur með menguðu vatni og matvælum. Einkenna getur orðið vart 1-2 dögum eftir smit og gera má ráð fyrir að viðkomandi geti smitað í tvo daga eftir að einkenni ganga yfir. Ekki er þó talið að almenningi stafi hætta af þessari sýkingu, segir í tilkynningu frá Landlækni. Fyllsta hreinlætis þarf þó að gæta þegar svona hópsýking kemur upp og sótthreinsa þarf skátabúðirnar, rútur skátanna og fleira. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður var við Úlfljótsvatn og í Hveragerði vegna hópsýkingarinnar. Strax og grunur kviknaði um nóróveirusýkingu voru allir viðbragðsaðilar kallaðir út; almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, björgunarsveitir, sóttvarnalæknir og fulltrúar frá Rauða krossinum. Læknar og hjúkrunarfræðingar voru einnig kallaðir út í fyrrakvöld til að veita hinum veiku aðhlynningu og meðferð. Flutningur ungmennanna frá Úlfljótsvatni í fjöldahjálparmiðstöðina eru umfangsmestu aðgerðir sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frá upphafi. „Það er lán í óláni að skátarnir voru nýbúnir að taka á móti 6.000 skátum á heimsmóti skáta og allar viðbragðsáætlanir þeirra því nýgerðar og vel niðurnegldar,“ segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, sem heimsótti skáta á heimsmótið, sem haldið var hér á landi, í síðasta mánuði. „Undirbúningsvinna skátanna fyrir alla þessa gesti var eftirtektarverð og þegar þetta kemur upp núna bregðast skátarnir strax við með hárréttum hætti, gerðu réttum aðilum viðvart og ferlið hefur allt verið mjög faglegt af hálfu allra sem að þessu erfiða verkefni hafa komið,“ segir ráðherra og bætir við: „Skátarnir eru ávallt viðbúnir, það virðist aldrei bregðast.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Skipt var um mynd þar sem sú fyrri var ekki við hæfi. Beðist er velvirðingar á birtingunni. Birtist í Fréttablaðinu Veikindi hjá skátum Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Heilbrigðisstofnun Suðurlands Sjúkraflutningar Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Veikindi hjá skátum: 181 verið fluttur í fjöldahjálparstöðina 181 einstaklingur hefur verið fluttur frá Úlfjljótsvatni í fjöldarhjálpastöðina í Hveragerði. 11. ágúst 2017 12:45 Allir skátar á batavegi Langflestir munu væntanlega útskrifast af fjöldahjálparstöðinni í kvöld eða á morgun. 11. ágúst 2017 17:59 Staðfest að um nóróveirusýkingu sé að ræða Alvarleg veikindi komu upp í sumarbúðum Skáta á Úlfljóftsvatni í gærkvöldi og er nú staðfest að um Nóróveirusýkingu sé að ræða. 11. ágúst 2017 16:47 Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir ekki ástæðu til að hafa almenna áhyggur af ástandinu á Suðurlandi þrátt fyrir bráðsmitandi nóróveiru. 11. ágúst 2017 10:36 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira
Skátarnir sem sýktust af nóróveiru í útilífsmiðstöð skáta við Úlfljótsvatn í gær og fyrradag eru flestir á batavegi. Alls var 181 ungmenni frá Bretlandi flutt frá Úlfljótsvatni í fjöldahjálparmiðstöð í Grunnskólanum í Hveragerði í fyrrakvöld, vegna alvarlegra veikinda sem komu upp í hópnum. Vegna þess hve margir veiktust kviknaði grunur um nóróveiru og var sá grunur staðfestur af sóttvarnarlækni í gær. Í gærkvöldi höfðu allir sem ekki hafa fundið til einkenna verið útskrifaðir. Alls veiktust 67 skátar og af þeim eru sex enn veikir. Þessir 67 voru í sóttkví í austurálmu Grunnskólans í Hveragerði í nótt. Flestir þeirra eru á unglingsaldri, 12 til 16 ára. „Vel fer um krakkana og þau eru furðu brött eftir þetta ævintýri,“ segir Fjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi. Nóróveirusýking er bráðsmitandi og smitast með uppköstum og saurmengun sem borist getur með menguðu vatni og matvælum. Einkenna getur orðið vart 1-2 dögum eftir smit og gera má ráð fyrir að viðkomandi geti smitað í tvo daga eftir að einkenni ganga yfir. Ekki er þó talið að almenningi stafi hætta af þessari sýkingu, segir í tilkynningu frá Landlækni. Fyllsta hreinlætis þarf þó að gæta þegar svona hópsýking kemur upp og sótthreinsa þarf skátabúðirnar, rútur skátanna og fleira. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður var við Úlfljótsvatn og í Hveragerði vegna hópsýkingarinnar. Strax og grunur kviknaði um nóróveirusýkingu voru allir viðbragðsaðilar kallaðir út; almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, björgunarsveitir, sóttvarnalæknir og fulltrúar frá Rauða krossinum. Læknar og hjúkrunarfræðingar voru einnig kallaðir út í fyrrakvöld til að veita hinum veiku aðhlynningu og meðferð. Flutningur ungmennanna frá Úlfljótsvatni í fjöldahjálparmiðstöðina eru umfangsmestu aðgerðir sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frá upphafi. „Það er lán í óláni að skátarnir voru nýbúnir að taka á móti 6.000 skátum á heimsmóti skáta og allar viðbragðsáætlanir þeirra því nýgerðar og vel niðurnegldar,“ segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, sem heimsótti skáta á heimsmótið, sem haldið var hér á landi, í síðasta mánuði. „Undirbúningsvinna skátanna fyrir alla þessa gesti var eftirtektarverð og þegar þetta kemur upp núna bregðast skátarnir strax við með hárréttum hætti, gerðu réttum aðilum viðvart og ferlið hefur allt verið mjög faglegt af hálfu allra sem að þessu erfiða verkefni hafa komið,“ segir ráðherra og bætir við: „Skátarnir eru ávallt viðbúnir, það virðist aldrei bregðast.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Skipt var um mynd þar sem sú fyrri var ekki við hæfi. Beðist er velvirðingar á birtingunni.
Birtist í Fréttablaðinu Veikindi hjá skátum Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Heilbrigðisstofnun Suðurlands Sjúkraflutningar Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Veikindi hjá skátum: 181 verið fluttur í fjöldahjálparstöðina 181 einstaklingur hefur verið fluttur frá Úlfjljótsvatni í fjöldarhjálpastöðina í Hveragerði. 11. ágúst 2017 12:45 Allir skátar á batavegi Langflestir munu væntanlega útskrifast af fjöldahjálparstöðinni í kvöld eða á morgun. 11. ágúst 2017 17:59 Staðfest að um nóróveirusýkingu sé að ræða Alvarleg veikindi komu upp í sumarbúðum Skáta á Úlfljóftsvatni í gærkvöldi og er nú staðfest að um Nóróveirusýkingu sé að ræða. 11. ágúst 2017 16:47 Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir ekki ástæðu til að hafa almenna áhyggur af ástandinu á Suðurlandi þrátt fyrir bráðsmitandi nóróveiru. 11. ágúst 2017 10:36 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira
175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04
Veikindi hjá skátum: 181 verið fluttur í fjöldahjálparstöðina 181 einstaklingur hefur verið fluttur frá Úlfjljótsvatni í fjöldarhjálpastöðina í Hveragerði. 11. ágúst 2017 12:45
Allir skátar á batavegi Langflestir munu væntanlega útskrifast af fjöldahjálparstöðinni í kvöld eða á morgun. 11. ágúst 2017 17:59
Staðfest að um nóróveirusýkingu sé að ræða Alvarleg veikindi komu upp í sumarbúðum Skáta á Úlfljóftsvatni í gærkvöldi og er nú staðfest að um Nóróveirusýkingu sé að ræða. 11. ágúst 2017 16:47
Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29
Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir ekki ástæðu til að hafa almenna áhyggur af ástandinu á Suðurlandi þrátt fyrir bráðsmitandi nóróveiru. 11. ágúst 2017 10:36