Íslensk jarðarber seljast ekki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. ágúst 2017 20:20 Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber því það selst lítið sem ekkert af berjunum. Jarðaberjabóndi á Flúðum er hættur að týna ber í nokkrum gróðurhúsum enda hefur það engan tilgang þegar þau seljast ekki. Á hverju ári eru um tuttugu tonn af íslenskum jarðarberjum ræktuð á Silfurtúni á Flúðum. Ástandið hefur aldrei verið jafn dapurt og í sumar. „Það hefur gengið erfiðlega að koma þessu út. Við höfum orðið að lækka verð töluvert og við erum að velta á undan okkur allt of miklu magni af berjum. Þar af leiðandi verður þetta gamalt og ekki nógu seljanleg vara í búðunum. Þetta helgast af því að það er flutt alveg gríðarlegt magn inn af jarðarberjum. Það má segja að með tilkomu þessarar nýju verslunarkeðju sem kom núna um miðjan júní, að þá breyttist öll staðan hjá okkur íslenskum framleiðendum,“ segir Eiríkur Ágústsson. Hann segir afar erfitt að sjá garðyrkjustöðina sína koðna smátt og smátt niður þegar jarðarberin seljast svona illa. „Það er hundfúlt að vera að vinna hérna allan daginn og langt fram á kvöld og vita ekkert hvað verður um vöruna. Við þurfum jafnvel að henda og það er bara svona.“ Eiríkur segist fagna því að fá Costco inn á markaðinn og segir samkeppnina af hinu góða. „En mér finnst allt of lítil áhersla lögð á íslensku vöruna, íslensku berin, í þessum gömlu góðu búðum okkar. Sem voru að sinna okkur mjög vel og eru enn að sinna okkur. Ég vil bara sjá góða framstillingu á íslenskri vöru,“ segir Eiríkur. Til að bregðast við ástandinu hefur fjölskyldan í Silfurtúni ákveðið að bjóða fólki að koma í gróðurhúsin sín á morgun frá 11:00 til 15:00 og týna jarðarber fyrir sig og sína, í stað þess að þeim verði hent. „Við ætlum að gera það. Ég ætla bara að vona að það verði ekki allt of margt, en þetta er skemmtileg tilbreyting, að fá fólk hingað og leyfa því að týna.“ Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Sjá meira
Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber því það selst lítið sem ekkert af berjunum. Jarðaberjabóndi á Flúðum er hættur að týna ber í nokkrum gróðurhúsum enda hefur það engan tilgang þegar þau seljast ekki. Á hverju ári eru um tuttugu tonn af íslenskum jarðarberjum ræktuð á Silfurtúni á Flúðum. Ástandið hefur aldrei verið jafn dapurt og í sumar. „Það hefur gengið erfiðlega að koma þessu út. Við höfum orðið að lækka verð töluvert og við erum að velta á undan okkur allt of miklu magni af berjum. Þar af leiðandi verður þetta gamalt og ekki nógu seljanleg vara í búðunum. Þetta helgast af því að það er flutt alveg gríðarlegt magn inn af jarðarberjum. Það má segja að með tilkomu þessarar nýju verslunarkeðju sem kom núna um miðjan júní, að þá breyttist öll staðan hjá okkur íslenskum framleiðendum,“ segir Eiríkur Ágústsson. Hann segir afar erfitt að sjá garðyrkjustöðina sína koðna smátt og smátt niður þegar jarðarberin seljast svona illa. „Það er hundfúlt að vera að vinna hérna allan daginn og langt fram á kvöld og vita ekkert hvað verður um vöruna. Við þurfum jafnvel að henda og það er bara svona.“ Eiríkur segist fagna því að fá Costco inn á markaðinn og segir samkeppnina af hinu góða. „En mér finnst allt of lítil áhersla lögð á íslensku vöruna, íslensku berin, í þessum gömlu góðu búðum okkar. Sem voru að sinna okkur mjög vel og eru enn að sinna okkur. Ég vil bara sjá góða framstillingu á íslenskri vöru,“ segir Eiríkur. Til að bregðast við ástandinu hefur fjölskyldan í Silfurtúni ákveðið að bjóða fólki að koma í gróðurhúsin sín á morgun frá 11:00 til 15:00 og týna jarðarber fyrir sig og sína, í stað þess að þeim verði hent. „Við ætlum að gera það. Ég ætla bara að vona að það verði ekki allt of margt, en þetta er skemmtileg tilbreyting, að fá fólk hingað og leyfa því að týna.“
Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Sjá meira