Innlent

Alvarleg staða í grunnskólum: Kennarar hverfa til annarra starfa

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Samkvæmt minnisblaði skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur á eftir að ráða í tæplega áttatíu stöðugildi í grunnskólum borgarinnar.

Um það bil 23 kennarar vantar, 35 stuðningsfulltrúa, fjórtán skólaliða, tvo þroskaþjálfa og þrjá starfsmenn í mötuneyti.

Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir stjórnendur vissulega hafa áhyggjur. Staðan sé þó mis alvarleg eftir skólum.

„Við í Seljaskóla erum fullmönnuð en vitum um skóla þar sem vantar 2-3 kennara og það er vond staða að vera í þegar það er vika í að starf hefjist og tæpar tvær vikur að börnin komi," segir Magnús.

Hann segir ráðningar stuðningsfulltrúa oft dragast á langinn enda séu margir háskólanemar í störfunum. Aftur á móti sé staðan á kennurum óvenjuleg, fáir og jafnvel enginn sæki um lausar stöður og flótti sé úr stéttinni.

„Kennarar eru jafnvel að yfirgefa störf sín núna í júlí. Ástæðan sem við fáum frá kennurum er að verið sé að snúa sér til betur launaðra starfa. Það er stærsta ástæðan sem við greinum.“

Einnig hefur gengið illa að fá fólk í störf skólaliða sem sjá um ræstingar og gæslu.

„Þegar það er góðæri í landinu, þá eru störf á þeim launum sem við getum boðið fólki, ekki vinsæl,“ segir Magnús Þór, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík. 


Tengdar fréttir

Mannekla veldur óvissu hjá foreldrum og dagforeldrum

Biðlistar lengjast hjá dagforeldrum sem eru enn með börn á leikskólaaldri í vistun og foreldrar barna sem bíða eftir plássi í leikskóla eiga í vandræðum með að púsla saman daglega lífinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×