Vonast til að opna á næstu dögum en taka forskot á sæluna Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 12:45 Meðgangan hefur verið erfið, að sögn framkvæmdastjóra Hlemms Mathallar, en nú sér fyrir endann á framkvæmdunum. Hlemmur Mathöll Framkvæmdastjóri Hlemms Mathallar, matar- og veitingamarkaðs á Hlemmi, vonast til þess að mathöllin opni á næstu dögum. Tekið verður forskot á sæluna um Pride-helgina, sem hefst formlega í dag, en ís úr fljótandi köfnunarefni verður til sölu við Hlemm. Þá er búið að semja við tíu kaupmenn um sölu á vörum og veitingum í mathöllinni.Strembin meðganga en opna á næstu dögumRagnar Egilsson, framkvæmdastjóri Hlemms Mathallar, segir í samtali við Vísi að nú sjái fyrir endann á framkvæmdunum sem höfðu tafist nokkuð vegna ófyrirsjánlegra viðhaldsmála í húsnæðinu. „Framkvæmdum er í raun lokið og við erum bara að vinna með leyfisstofnunum að bæta það sem þarf að bæta og vonumst til að opna á næstu dögum,” segir Ragnar. „Við erum öll gríðarlega spennt fyrir þessu og stolt af því hvernig þetta er að smella saman þrátt fyrir að meðgangan hafi verið dálítið strembin.“Grænmetissalinn og veitingastaðurinn Rabbar Barinn verður með bás á Hlemmi Mathöll. Þá verður hann með veitingasölu við Hlemm um helgina.Hlemmur MathöllJómfrúin opnar sinn fyrsta nýja stað og Brauð og co bæta við pizzumBúið er að semja við tíu kaupmenn um sölu á vörum og veitingum í mathöllinni. Þeirra á meðal eru hinn gamalgróni smurbrauðsstaður Jómfrúin, súrdegisfrömuðirnir í Brauð og co og „alvöru tacostaður beint frá Mexíkó,“ La Poblana. „Jómfrúin verður hjá okkur með sinn fyrsta nýja stað frá upphafi. Þau munu bjóða upp á sín landsþekktu smurbrauð. Svo verðum við með La Poblana, alvöru tacostað beint frá Mexíkó með úrval af tacos, alvöru tortillaflögur og „tamales,““ segir Ragnar. „Brauð og co opna sinn þriðja stað hjá okkur þar sem þau munu henda út þessum goðsagnakenndu súrdeigsbrauðum, ávanabindandi snúðum sínum og einhvers staðar heyrði ég að þeir ætluðu að bæta pizzum á matseðlinn.“ Þá verður boðið upp á vörur og veitingar frá Banh Mi, víetnömskum samlokustað, Borðinu úr vesturbæ Reykjavíkur, bjór- og kokteilastaðnum Skál, Te og Kaffi Micro Roast og Kröst.Allt er að verða tilbúið við bás Ísleifs heppna í Mathöllinni. Ísleifur verður með ís úr fljótandi köfnunarefni á boðstólnum um helgina.Hlemmur MathöllTaka forskot á sæluna um Pride-helginaÍsstaðurinn Ísleifur heppni og grænmetissalinn Rabbar Barinn verða einnig með bása í mathöllinni þegar hún opnar. Svangir vegfarendur geta þó fengið forsmekkinn af því sem koma skal og gætt sér á ís og hollum súpum frá téðum stöðum um Pride-helgina, sem hefst formlega í dag, bæði í Reykjavík og á Selfossi. „Rabbar Barinn verður með opið frá fimm síðdegis og fram á nótt á Selfossi í dag, og frá tólf á hádegi og fram á nótt á laugardeginum,“ segir Ragnar en í vagni Rabbar Barsins verða hollar súpur og samlokur til sölu. Ísleifur heppni verður hins vegar með ís úr fljótandi köfnunarefni á boðstólnum á Hlemmi. „Það verður opið hjá Ísleifi frá tólf á hádegi og til sex á laugardaginn og sunnudaginn,“ segir Ragnar enn fremur en boðið verður upp á ýmsar ístegundir. „Íslendingar eru ísóðir allt árið um kring og ég á eftir að verða fastagestur þarna.“ Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Framkvæmdastjóri Hlemms Mathallar, matar- og veitingamarkaðs á Hlemmi, vonast til þess að mathöllin opni á næstu dögum. Tekið verður forskot á sæluna um Pride-helgina, sem hefst formlega í dag, en ís úr fljótandi köfnunarefni verður til sölu við Hlemm. Þá er búið að semja við tíu kaupmenn um sölu á vörum og veitingum í mathöllinni.Strembin meðganga en opna á næstu dögumRagnar Egilsson, framkvæmdastjóri Hlemms Mathallar, segir í samtali við Vísi að nú sjái fyrir endann á framkvæmdunum sem höfðu tafist nokkuð vegna ófyrirsjánlegra viðhaldsmála í húsnæðinu. „Framkvæmdum er í raun lokið og við erum bara að vinna með leyfisstofnunum að bæta það sem þarf að bæta og vonumst til að opna á næstu dögum,” segir Ragnar. „Við erum öll gríðarlega spennt fyrir þessu og stolt af því hvernig þetta er að smella saman þrátt fyrir að meðgangan hafi verið dálítið strembin.“Grænmetissalinn og veitingastaðurinn Rabbar Barinn verður með bás á Hlemmi Mathöll. Þá verður hann með veitingasölu við Hlemm um helgina.Hlemmur MathöllJómfrúin opnar sinn fyrsta nýja stað og Brauð og co bæta við pizzumBúið er að semja við tíu kaupmenn um sölu á vörum og veitingum í mathöllinni. Þeirra á meðal eru hinn gamalgróni smurbrauðsstaður Jómfrúin, súrdegisfrömuðirnir í Brauð og co og „alvöru tacostaður beint frá Mexíkó,“ La Poblana. „Jómfrúin verður hjá okkur með sinn fyrsta nýja stað frá upphafi. Þau munu bjóða upp á sín landsþekktu smurbrauð. Svo verðum við með La Poblana, alvöru tacostað beint frá Mexíkó með úrval af tacos, alvöru tortillaflögur og „tamales,““ segir Ragnar. „Brauð og co opna sinn þriðja stað hjá okkur þar sem þau munu henda út þessum goðsagnakenndu súrdeigsbrauðum, ávanabindandi snúðum sínum og einhvers staðar heyrði ég að þeir ætluðu að bæta pizzum á matseðlinn.“ Þá verður boðið upp á vörur og veitingar frá Banh Mi, víetnömskum samlokustað, Borðinu úr vesturbæ Reykjavíkur, bjór- og kokteilastaðnum Skál, Te og Kaffi Micro Roast og Kröst.Allt er að verða tilbúið við bás Ísleifs heppna í Mathöllinni. Ísleifur verður með ís úr fljótandi köfnunarefni á boðstólnum um helgina.Hlemmur MathöllTaka forskot á sæluna um Pride-helginaÍsstaðurinn Ísleifur heppni og grænmetissalinn Rabbar Barinn verða einnig með bása í mathöllinni þegar hún opnar. Svangir vegfarendur geta þó fengið forsmekkinn af því sem koma skal og gætt sér á ís og hollum súpum frá téðum stöðum um Pride-helgina, sem hefst formlega í dag, bæði í Reykjavík og á Selfossi. „Rabbar Barinn verður með opið frá fimm síðdegis og fram á nótt á Selfossi í dag, og frá tólf á hádegi og fram á nótt á laugardeginum,“ segir Ragnar en í vagni Rabbar Barsins verða hollar súpur og samlokur til sölu. Ísleifur heppni verður hins vegar með ís úr fljótandi köfnunarefni á boðstólnum á Hlemmi. „Það verður opið hjá Ísleifi frá tólf á hádegi og til sex á laugardaginn og sunnudaginn,“ segir Ragnar enn fremur en boðið verður upp á ýmsar ístegundir. „Íslendingar eru ísóðir allt árið um kring og ég á eftir að verða fastagestur þarna.“
Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira