Hvíti strákur ársins Stefán Þór Hjartarson skrifar 11. ágúst 2017 10:00 Kilo ásamt þeim BALATRON (t.v.) og BLKPRTY (t.h.) sem aðstoðuðu hann með nýju plötuna. Vísir/Ernir „Platan heitir White Boy of the Year og er pródúseruð af BALATRON, Bjarka Hallbergsson og BLKPRTY, Þorbirni Einari Guðmundssyni. Þessa plötu tók ég upp á þessu ári. Þetta er bara „aggressive?…“ sko, það segjast allir búa til „bangers“ en þú veist, nei – ég bý til „bangers!“. Án gríns, ef fólk veit ekki hvað „bangers“ eru þá þarf ekki annað en að hlusta bara á plötuna mína. Þetta er ekkert væl, bara pjúra „spit“. Ef þig langar einhvern tímann að ríða hátalara þá seturðu tónlistina mína á,“ segir rapparinn Kilo, Garðar Eyfjörð Sigurðsson, kokhraustur en hann sendi frá sér sína fyrstu plötu í gær og má alveg vera ánægður. Kilo hefur verið lengi í bransanum en raunar ekki vakið neina teljandi athygli nema hjá allra hörðustu hiphop aðdáendum, það er að segja þangað til að hann sendi frá sér lagið Magnifico í fyrra. Þegar blaðamaður nær á Kilo, en hann eyddi deginum í að flakka á milli útvarpsviðtala, er augljóst að hann er kominn á annan stað og hann segist elska að hafa mikið að gera. „Ég skil ekki hvernig ég fór að því að eyða tíu árum af lífi mínu í að gera ekki rassgat. Núna er ég svo „busy“ og ég elska það!Ég er búinn að vera að rappa í 15 ár en ég var aldrei að gera neitt af viti fyrr en í fyrra. Ég safnaði að mér rétta fólkinu og kynntist Bjarka [BALATRON] – en hann er allt annað en meðvirkur og segir alltaf satt. Bjössi frændi [Þorbjörn, BLKPRTY] er búinn að gera bítin mín síðan hann var 14 eða 15 ára. Ég hef samt verið að spila stanslaust þessi 15 ár, en það var ekki fyrr en í fyrra með Magnifico og Snapchat dæmið hjálpaði mér mikið,“ svarar Kilo en hann er ákaflega vinsæll á þeim miðli þar sem hann er með nokkur þúsund fylgjendur sem fylgjast með sprellinu í honum. Hann er samt enginn sprellari þegar kemur að rappinu og ætlar sér stóra hluti í nánustu framtíð – en hún er nánast öll komin á blað hjá honum. „Það er myndband að koma við Fuck Bois, það er myndband að koma við Chain Swang, það er myndband að koma við Poteito Chipzz?…“ í fjarska heyrist einhver kalla: „Ætlarðu að gera myndband við alla plötuna eða?“ Kilo segist vera byrjaður að vinna að annarri plötu sem kemur út á næsta ári. Sú er þegar komin með titil og nefnist Gran Jefe. Á laugardaginn spilar Kilo á bæði Tívolí og svo í Reykjanesbæ, heimabænum, á Center. „Veip bjargar mannslífum! Og „shout out“ á Djáknann fyrir að „always have my back“,“ segir Kilo að lokum, hæstánægður. Tónlist Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Gagnrýni Fleiri fréttir Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Platan heitir White Boy of the Year og er pródúseruð af BALATRON, Bjarka Hallbergsson og BLKPRTY, Þorbirni Einari Guðmundssyni. Þessa plötu tók ég upp á þessu ári. Þetta er bara „aggressive?…“ sko, það segjast allir búa til „bangers“ en þú veist, nei – ég bý til „bangers!“. Án gríns, ef fólk veit ekki hvað „bangers“ eru þá þarf ekki annað en að hlusta bara á plötuna mína. Þetta er ekkert væl, bara pjúra „spit“. Ef þig langar einhvern tímann að ríða hátalara þá seturðu tónlistina mína á,“ segir rapparinn Kilo, Garðar Eyfjörð Sigurðsson, kokhraustur en hann sendi frá sér sína fyrstu plötu í gær og má alveg vera ánægður. Kilo hefur verið lengi í bransanum en raunar ekki vakið neina teljandi athygli nema hjá allra hörðustu hiphop aðdáendum, það er að segja þangað til að hann sendi frá sér lagið Magnifico í fyrra. Þegar blaðamaður nær á Kilo, en hann eyddi deginum í að flakka á milli útvarpsviðtala, er augljóst að hann er kominn á annan stað og hann segist elska að hafa mikið að gera. „Ég skil ekki hvernig ég fór að því að eyða tíu árum af lífi mínu í að gera ekki rassgat. Núna er ég svo „busy“ og ég elska það!Ég er búinn að vera að rappa í 15 ár en ég var aldrei að gera neitt af viti fyrr en í fyrra. Ég safnaði að mér rétta fólkinu og kynntist Bjarka [BALATRON] – en hann er allt annað en meðvirkur og segir alltaf satt. Bjössi frændi [Þorbjörn, BLKPRTY] er búinn að gera bítin mín síðan hann var 14 eða 15 ára. Ég hef samt verið að spila stanslaust þessi 15 ár, en það var ekki fyrr en í fyrra með Magnifico og Snapchat dæmið hjálpaði mér mikið,“ svarar Kilo en hann er ákaflega vinsæll á þeim miðli þar sem hann er með nokkur þúsund fylgjendur sem fylgjast með sprellinu í honum. Hann er samt enginn sprellari þegar kemur að rappinu og ætlar sér stóra hluti í nánustu framtíð – en hún er nánast öll komin á blað hjá honum. „Það er myndband að koma við Fuck Bois, það er myndband að koma við Chain Swang, það er myndband að koma við Poteito Chipzz?…“ í fjarska heyrist einhver kalla: „Ætlarðu að gera myndband við alla plötuna eða?“ Kilo segist vera byrjaður að vinna að annarri plötu sem kemur út á næsta ári. Sú er þegar komin með titil og nefnist Gran Jefe. Á laugardaginn spilar Kilo á bæði Tívolí og svo í Reykjanesbæ, heimabænum, á Center. „Veip bjargar mannslífum! Og „shout out“ á Djáknann fyrir að „always have my back“,“ segir Kilo að lokum, hæstánægður.
Tónlist Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Gagnrýni Fleiri fréttir Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira