Sport

Sharapova með magnaða endurkomu á opna bandaríska

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sharapova fagnar í nótt.
Sharapova fagnar í nótt. Vísir/Getty
Maria Sharapova markaði endurkomu sína á stórmót í tennis með því að slá næststigahæstu tenniskonu heims úr leik á opna bandaríska meistaramótinu í nótt.

Sharapova, sem byrjaði að keppa aftur á þessu ári eftir að hafa fallið á lyfjaprófi, hafði betur gegn Simona Halep í þremur settum, 6-4, 4-6 og 6-3.

Hún tók út fimmtán mánaða keppnisbann eftir að hún féll á lyfjaprófi í upphafi síðasta árs. Efnið meldonium fannst í sýni hennar en það var þá nýkomið á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins.

Sjá einnig: Tennisdrottning hrynur af stalli

Það var mikil eftirvænting fyrir viðureigninni í nótt og uppselt á hana, þrátt fyrir að hún hafi verið í fyrstu umferð mótsins.

„Maður veit aldrei hvernig manni líður fyrr en maður skorar sigurstigið. Þá er allt erfiðið þess virði,“ sagði hún eftir sigurinn í nótt. „Maður veltir því stundum fyrir sér af hverju maður leggur alla þessa vinnu á sig og nákvæmlega þetta er ástæðan.“

Sharapova hefur verið afar umdeild og margir meðspilarar hennar í tennisheiminum ekki sáttir við að hún hafi fengið jafn milt bann og raun bar vitni. En henni var vel tekið í New York í nótt og vel fagnað eftir sigurinn.


Tengdar fréttir

Bann Sharapovu stytt

Íþróttadómstóllinn í Sviss hefur tekið fyrir mál tenniskonunnar Mariu Sharapovu og úrskurðaði í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×