Innlent

„Útflutningsskylda ekki uppi á borðum“

Hersir Aron Ólafsson skrifar
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að vandamálum sauðfjárræktarinnar verði ekki kippt í lag með skammtímalausnum. Þannig komi hvorki til greina að setja á útflutningsskyldu né að kaupa upp frosnar birgðar í stórum stíl. Þvert á móti sé rétt að leysa vanda sauðfjárbænda með langtímahagsmuni í forgrunni og þannig þurfi m.a. að taka upp tiltekin ákvæði búvörusamningsins.

Landssamband sauðfjárbænda áætlar að tekjur bænda í greininni hafi dregist saman um allt að 45% á síðustu tveimur árum, líkt og fram hefur komið í umfjöllun Vísis. Þessu ræður stórlækkað afurðaverð sláturleyfishafa auk þess sem útflutningur hefur hrunið í kjölfar gengisstyrkingar krónunnar. Framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segir stöðuna grafalvarlega og algjört hrun blasi við í greininni ef ekki verður brugðist við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×