Segir stjórnmálamenn gjarnan misskilja hlutverk Alþingis Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. ágúst 2017 13:50 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir algengt að fólk misskilji hlutverk Alþingis. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar Framtíðar hefur gagnrýnt óskilvirkni þingsins. Mynd/samsett Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur of marga misskilja hlutverk þingmanna á Alþingi. Það sé ekki þeirra að framkvæma beint eða móta stefnur, heldur sé hlutverk þeirra að takast á um stefnur fyrir hönd umbjóðenda sinna sem séu grasrót stjórnmálaflokka sem í raun myndi stefnuna. Fréttastofa leitaði til hans í tilefni ummæla Theódóru S. Þorsteinsdóttur um óskilvirkni og hlutverk Alþingis. Hún ætlar að segja af sér þingmennsku um áramótin og einbeita sér að sveitastjórnarstiginu. Theodóra tilkynnti um ákvörðun sína í viðtali við Kópavogsblaðið um helgina. Hún ætlar að einbeita sér að sveitastjórnarmálum í Kópavogi þar sem hún er forseti Bæjarstjórnar. Í viðtalinu segir hún að ólíkt störfum í Kópavogi segir hún þingmennskuna vera meira eins og málstofu en snúist ekki um stefnumótun og framkvæmd verkefna eins og hún þekki af sveitarstjórnarstiginu. Hún njóti sín betur á sviði sveitastjórnanna og því kjósi hún þann vettvang meðal annars umfram þingið. „Þingstörfin hafa komið mér á óvart og snúast ekki, ólíkt störfum í sveitarfélaginu, um stefnumótun og framkvæmd verkefna. Þau eru meira eins og málstofa. Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn. Við þingmenn höfum svo það hlutverk að fjalla um þau en komum hvergi að neinni stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur,“ sagði Theódóra í samtali við Kópavogsblaðið um helgina. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst segir algengt að fólk misskilji hvert hlutverk þingmanna og Alþingis sé. „Þingmannsstarfið er í eðli sínu valdastaða í íslenskum stjórnmálum. Það eru engir aðrir sem eru betur færir til þess að hafa áhrif á þróun þjóðfélagsins heldur en þingmenn og það gera þeir með aðhaldi sínu gagnvart framkvæmdavaldinu. En til þess að það sé bit í því aðhaldi þá þurfa þeir að hafa stjórnmálaflokk, sem er alvöru fjöldahreyfing, á bakvið sig til þess að aðstoða þá við taumhaldið gagnvart stjórnvöldum og misskilningurinn felst í því að halda að stefnumótunin eigi að fara fram innan Alþingis. Stefnumótunin fer fram innan stjórnmálaflokka sem eru fjöldahreyfingar og fulltrúarnir bera þá stefnumótun inn á Alþingi sem er í eðli sínu átaka-og baráttuvettvangur þar sem er tekist er á um þær stefnur sem eru mótaðar innan stjórnmálaflokkanna,“ segir Eiríkur. Alþingi Tengdar fréttir Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07 Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur of marga misskilja hlutverk þingmanna á Alþingi. Það sé ekki þeirra að framkvæma beint eða móta stefnur, heldur sé hlutverk þeirra að takast á um stefnur fyrir hönd umbjóðenda sinna sem séu grasrót stjórnmálaflokka sem í raun myndi stefnuna. Fréttastofa leitaði til hans í tilefni ummæla Theódóru S. Þorsteinsdóttur um óskilvirkni og hlutverk Alþingis. Hún ætlar að segja af sér þingmennsku um áramótin og einbeita sér að sveitastjórnarstiginu. Theodóra tilkynnti um ákvörðun sína í viðtali við Kópavogsblaðið um helgina. Hún ætlar að einbeita sér að sveitastjórnarmálum í Kópavogi þar sem hún er forseti Bæjarstjórnar. Í viðtalinu segir hún að ólíkt störfum í Kópavogi segir hún þingmennskuna vera meira eins og málstofu en snúist ekki um stefnumótun og framkvæmd verkefna eins og hún þekki af sveitarstjórnarstiginu. Hún njóti sín betur á sviði sveitastjórnanna og því kjósi hún þann vettvang meðal annars umfram þingið. „Þingstörfin hafa komið mér á óvart og snúast ekki, ólíkt störfum í sveitarfélaginu, um stefnumótun og framkvæmd verkefna. Þau eru meira eins og málstofa. Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn. Við þingmenn höfum svo það hlutverk að fjalla um þau en komum hvergi að neinni stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur,“ sagði Theódóra í samtali við Kópavogsblaðið um helgina. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst segir algengt að fólk misskilji hvert hlutverk þingmanna og Alþingis sé. „Þingmannsstarfið er í eðli sínu valdastaða í íslenskum stjórnmálum. Það eru engir aðrir sem eru betur færir til þess að hafa áhrif á þróun þjóðfélagsins heldur en þingmenn og það gera þeir með aðhaldi sínu gagnvart framkvæmdavaldinu. En til þess að það sé bit í því aðhaldi þá þurfa þeir að hafa stjórnmálaflokk, sem er alvöru fjöldahreyfing, á bakvið sig til þess að aðstoða þá við taumhaldið gagnvart stjórnvöldum og misskilningurinn felst í því að halda að stefnumótunin eigi að fara fram innan Alþingis. Stefnumótunin fer fram innan stjórnmálaflokka sem eru fjöldahreyfingar og fulltrúarnir bera þá stefnumótun inn á Alþingi sem er í eðli sínu átaka-og baráttuvettvangur þar sem er tekist er á um þær stefnur sem eru mótaðar innan stjórnmálaflokkanna,“ segir Eiríkur.
Alþingi Tengdar fréttir Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07 Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07
Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42