Ungir karlmenn sem vilja deyja Ingólfur Sigurðsson skrifar 28. ágúst 2017 00:56 Kæri ungi karlmaður sem vilt deyja, Fyrir það fyrsta þá vil ég segja við þig: Þú ert ekki einn. Og því fer fjarri. Ég veit þér líður eflaust þannig, einum að rogast með allar heimsins tilfinningar, í myrkrinu sem gleypir allt eins og Pacman sem á vegi þess verður, ógnvægilega tómarúminu sem fær þig til að öskra, sársaukafulla dofanum sem streymir um líkamann. Ég veit það er freistandi að láta sig hverfa, að kveðja fyrir fullt og allt, loka dyrunum hljóðlega á eftir sér, með hag allra í kringum sig í forgrunni. Það er eins og allir séu komnir með nóg af manni, vanlíðaninni, af veseninu sem fylgir, þetta er svo fjandi erfitt. Það er búið að tala við þig klukkustundunum saman á rólegum nótum, þér leið kannski betur á meðan því stóð, en vanlíðanin jókst enn frekar þegar stundargleðin leið hjá, og ég veit að fólkið í kringum þig hefur eflaust grátið, blótað, öskrað og ekki vitað í hvorn fótinn skuli stíga gagnvart þér. En þú ert ekki einn. Ég veit að enginn skilur þig. Hvernig ætti svosem nokkur manneskja að geta sett sig í spor okkar? Það skilur enginn þennan sársauka nema að upplifa hann sjálfur. Og skömmin, maður. Það er ekkert sérlega karlmannslegt að gráta eins og barn, að líða illa í sálinni. Svo þegar maður segir frá því hvernig manni líður er stundum eins og hjálpin sem á að fást við það snúist upp í andhverfu sína. Manni líður bara verr fyrir vikið, eins og strá salti á sárið, enn önnur áminningin um skilningsleysið sem maður býr við. Þú verður stundum fyrir fordómum, án þess að manneskjan sem beitir þeim átti sig endilega á því, og það er fjandi fúlt. Ég veit að meðferðarúrræðin sem eru í boði eru djók. Klukkutími hjá sálfræðingi upp á tólf þúsund kall? Ég skal koma ef ég má borga sálfræðitímana mína á raðgreiðslum næstu tólf árin. Geðsvið Landspítalans er djók. Ekki fólkið sem vinnur þar, alls ekki, en kerfið. Hvernig getur verið opnunartími á geðdeild? Að vera synjað um hjálp, bent á að fara niður á Landspítalann í Fossvogi. Þvílíka niðurlægingin. „Það opnar aftur í fyrramálið.“ Já, ókei. En ef ég er með hjartverk? Ætliði þá að senda mig líka heim yfir nóttina? Síðan er bara eitthvað skrifstofufólk í jakkafötum í einhverjum fundarherbergjum sem þykist vera í einhverjum rótargreiningum. „Það er eitthvert vesen á geðdeildinni. Hmm. Segjumst bara setja það í ferli, þá róast allir.“ Ég veit að þú hefur einhvern tímann drullað upp á bak. Að þér líði eins og þú hafir málað þig sjálfur út í horn, allir hafi snúist gegn þér, og innst inni finnst þér það ósanngjarnt. En við skulum sleppa því að segja það upphátt, það myndi falla í grýttan jarðveg, og þetta helvítis líf virðist ekki snúast um neitt annað nema halda öðrum á góðu hliðinni hjá sér. Það er líka vont að særa, það stingur inn að beini, og maður kann einhvern veginn ekki að leysa úr því. Hversu oft þarf maður að segja fyrirgefðu til að allt verði eins og áður? Sama hvað þú heldur, þá ert þú ekki einn. Ekki í eina sekúndu. Ég er með þér í liði. Ég dæmi þig ekki í eina sekúndu. Ég bakka þig upp, alla leið. Ef þú bakkar mig upp. Við eigum líka miklu fleiri liðsfélaga en okkur óraði nokkurn tímann fyrir. Það eru þúsundir ungra karlmanna á Íslandi. Mörghundruð þeirra þekkja þær hörmungar sem við höfum gengið í gegnum og það eru enn fleiri hundruðir sem munu þurfa að upplifa það sem við höfum gengið í gegnum. Við verðum að berjast hvor fyrir annan. Ef þú berst fyrir mig, þá berst ég fyrir þig. Ég tóri fyrir þig, ef þú tórir fyrir mig. Við erum merktir sama liðinu, við erum allir liðsfélagar, og hvað sem bjátar á, þá skulum við standa uppi sem sigurvegarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Kæri ungi karlmaður sem vilt deyja, Fyrir það fyrsta þá vil ég segja við þig: Þú ert ekki einn. Og því fer fjarri. Ég veit þér líður eflaust þannig, einum að rogast með allar heimsins tilfinningar, í myrkrinu sem gleypir allt eins og Pacman sem á vegi þess verður, ógnvægilega tómarúminu sem fær þig til að öskra, sársaukafulla dofanum sem streymir um líkamann. Ég veit það er freistandi að láta sig hverfa, að kveðja fyrir fullt og allt, loka dyrunum hljóðlega á eftir sér, með hag allra í kringum sig í forgrunni. Það er eins og allir séu komnir með nóg af manni, vanlíðaninni, af veseninu sem fylgir, þetta er svo fjandi erfitt. Það er búið að tala við þig klukkustundunum saman á rólegum nótum, þér leið kannski betur á meðan því stóð, en vanlíðanin jókst enn frekar þegar stundargleðin leið hjá, og ég veit að fólkið í kringum þig hefur eflaust grátið, blótað, öskrað og ekki vitað í hvorn fótinn skuli stíga gagnvart þér. En þú ert ekki einn. Ég veit að enginn skilur þig. Hvernig ætti svosem nokkur manneskja að geta sett sig í spor okkar? Það skilur enginn þennan sársauka nema að upplifa hann sjálfur. Og skömmin, maður. Það er ekkert sérlega karlmannslegt að gráta eins og barn, að líða illa í sálinni. Svo þegar maður segir frá því hvernig manni líður er stundum eins og hjálpin sem á að fást við það snúist upp í andhverfu sína. Manni líður bara verr fyrir vikið, eins og strá salti á sárið, enn önnur áminningin um skilningsleysið sem maður býr við. Þú verður stundum fyrir fordómum, án þess að manneskjan sem beitir þeim átti sig endilega á því, og það er fjandi fúlt. Ég veit að meðferðarúrræðin sem eru í boði eru djók. Klukkutími hjá sálfræðingi upp á tólf þúsund kall? Ég skal koma ef ég má borga sálfræðitímana mína á raðgreiðslum næstu tólf árin. Geðsvið Landspítalans er djók. Ekki fólkið sem vinnur þar, alls ekki, en kerfið. Hvernig getur verið opnunartími á geðdeild? Að vera synjað um hjálp, bent á að fara niður á Landspítalann í Fossvogi. Þvílíka niðurlægingin. „Það opnar aftur í fyrramálið.“ Já, ókei. En ef ég er með hjartverk? Ætliði þá að senda mig líka heim yfir nóttina? Síðan er bara eitthvað skrifstofufólk í jakkafötum í einhverjum fundarherbergjum sem þykist vera í einhverjum rótargreiningum. „Það er eitthvert vesen á geðdeildinni. Hmm. Segjumst bara setja það í ferli, þá róast allir.“ Ég veit að þú hefur einhvern tímann drullað upp á bak. Að þér líði eins og þú hafir málað þig sjálfur út í horn, allir hafi snúist gegn þér, og innst inni finnst þér það ósanngjarnt. En við skulum sleppa því að segja það upphátt, það myndi falla í grýttan jarðveg, og þetta helvítis líf virðist ekki snúast um neitt annað nema halda öðrum á góðu hliðinni hjá sér. Það er líka vont að særa, það stingur inn að beini, og maður kann einhvern veginn ekki að leysa úr því. Hversu oft þarf maður að segja fyrirgefðu til að allt verði eins og áður? Sama hvað þú heldur, þá ert þú ekki einn. Ekki í eina sekúndu. Ég er með þér í liði. Ég dæmi þig ekki í eina sekúndu. Ég bakka þig upp, alla leið. Ef þú bakkar mig upp. Við eigum líka miklu fleiri liðsfélaga en okkur óraði nokkurn tímann fyrir. Það eru þúsundir ungra karlmanna á Íslandi. Mörghundruð þeirra þekkja þær hörmungar sem við höfum gengið í gegnum og það eru enn fleiri hundruðir sem munu þurfa að upplifa það sem við höfum gengið í gegnum. Við verðum að berjast hvor fyrir annan. Ef þú berst fyrir mig, þá berst ég fyrir þig. Ég tóri fyrir þig, ef þú tórir fyrir mig. Við erum merktir sama liðinu, við erum allir liðsfélagar, og hvað sem bjátar á, þá skulum við standa uppi sem sigurvegarar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun