Vanrækslan kostar mannslíf Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2017 20:30 Þingmaður Pírata segir ljóst af eigin reynslu að heilbrigðiskerfið sé ekki fært um að þjónusta þá sem eiga við geðræn vandamál að stríða með fullnægjandi hætti. Þetta sé vegna vanrækslu stjórnvalda á málaflokknum og vonast hann til þess að mál tveggja ungra manna sem frömdu sjálfsvíg á geðdeild Landspítalans í liðnum mánuði opni augu ráðamanna. Gunnar Hrafn Jónsson hefur greint opinberlega frá baráttu sinni við alvarlegt þunglyndi og þekkir geðheilbrigðiskerfið vel af eigin raun. Hann segir það vera bæði undirmannað og fjársvelt. „Ég veit hvernig það er að koma þangað inn og ég veit hvernig kerfið virkar og hversu illa það er í stakk búið til að takast á við meginþorra þeirra verkefna sem koma til þeirra," segir Gunnar Hrafn. Á liðnum mánuði hafa tveir ungir menn svipt sig lífi á geðdeild Landspítalans. Gunnar segir vanrækslu á málaflokknum kosta mannslíf og vonast til þess að atburðirnir verði stjórnvöldum vakning. „Ég veit að starfsfólkið gerir allt sem það getur til þess að bregðast við öllum málum sem koma upp þrátt fyrir að þarna sé undirmönnum og báglegar aðstæður til þess. En ég held að þetta verði bara að vera vakning fyrir stjórnvöld um að það kostar mannslíf að vanrækja svona málaflokk," segir Gunnar. Hann gagnrýnir aðstöðumun og segir nauðsynlegt að fjárfesta í geðheilbrigðiskerfinu. „Það má ekki vera skorið við nögl þegar við erum að hugsa um að jafna aðstöðumun á milli geðdeildar og annarra deilda," segir Gunnar. „Ef við værum með slíkt aðstöðuleysi fyrir hjartaskurðlækningar myndi byrja að heyrast í fólki um leið og fólk byrjaði að deyja. Þarna erum við að horfa upp á fólk beinlínis deyja út af því að aðstöðuleysi ríkir," segir hann. Gunnar segir ekki í boði að senda andlega veikt fólk á bráðamóttökuna utan opnunartíma geðdeildar. Þar þurfi að vera sólarhringsvakt. „Ég veit um marga sem hafa beðið þar og farið heim af því að þeim fannst þeir ekki vera á réttum stað. Ég persónulega myndi vilja sjá sólarhringsþjónustu til að byrja með og stærri vakt, fleira fólk á vakt og auðvitað þurfum við nýjan spítala og stærra pláss," segir hann. Gunnar telur jafnframt nauðsynlegt að grípa fyrr inn í aðstæðurnar og setja aukið fé til geðheilbrigðismaála hjá heilsugæslum. „Annars sjáum við fólk hrannast inn á örorku. Jafnvel fyrir lífstíð. Við sjáum að það er að vaxa mjög hratt; hlutfall ungra karlmanna sem eru á örorku og það er meira og minna vegna geðrænna vandamála," segir Gunnar Hrafn. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Þingmaður Pírata segir ljóst af eigin reynslu að heilbrigðiskerfið sé ekki fært um að þjónusta þá sem eiga við geðræn vandamál að stríða með fullnægjandi hætti. Þetta sé vegna vanrækslu stjórnvalda á málaflokknum og vonast hann til þess að mál tveggja ungra manna sem frömdu sjálfsvíg á geðdeild Landspítalans í liðnum mánuði opni augu ráðamanna. Gunnar Hrafn Jónsson hefur greint opinberlega frá baráttu sinni við alvarlegt þunglyndi og þekkir geðheilbrigðiskerfið vel af eigin raun. Hann segir það vera bæði undirmannað og fjársvelt. „Ég veit hvernig það er að koma þangað inn og ég veit hvernig kerfið virkar og hversu illa það er í stakk búið til að takast á við meginþorra þeirra verkefna sem koma til þeirra," segir Gunnar Hrafn. Á liðnum mánuði hafa tveir ungir menn svipt sig lífi á geðdeild Landspítalans. Gunnar segir vanrækslu á málaflokknum kosta mannslíf og vonast til þess að atburðirnir verði stjórnvöldum vakning. „Ég veit að starfsfólkið gerir allt sem það getur til þess að bregðast við öllum málum sem koma upp þrátt fyrir að þarna sé undirmönnum og báglegar aðstæður til þess. En ég held að þetta verði bara að vera vakning fyrir stjórnvöld um að það kostar mannslíf að vanrækja svona málaflokk," segir Gunnar. Hann gagnrýnir aðstöðumun og segir nauðsynlegt að fjárfesta í geðheilbrigðiskerfinu. „Það má ekki vera skorið við nögl þegar við erum að hugsa um að jafna aðstöðumun á milli geðdeildar og annarra deilda," segir Gunnar. „Ef við værum með slíkt aðstöðuleysi fyrir hjartaskurðlækningar myndi byrja að heyrast í fólki um leið og fólk byrjaði að deyja. Þarna erum við að horfa upp á fólk beinlínis deyja út af því að aðstöðuleysi ríkir," segir hann. Gunnar segir ekki í boði að senda andlega veikt fólk á bráðamóttökuna utan opnunartíma geðdeildar. Þar þurfi að vera sólarhringsvakt. „Ég veit um marga sem hafa beðið þar og farið heim af því að þeim fannst þeir ekki vera á réttum stað. Ég persónulega myndi vilja sjá sólarhringsþjónustu til að byrja með og stærri vakt, fleira fólk á vakt og auðvitað þurfum við nýjan spítala og stærra pláss," segir hann. Gunnar telur jafnframt nauðsynlegt að grípa fyrr inn í aðstæðurnar og setja aukið fé til geðheilbrigðismaála hjá heilsugæslum. „Annars sjáum við fólk hrannast inn á örorku. Jafnvel fyrir lífstíð. Við sjáum að það er að vaxa mjög hratt; hlutfall ungra karlmanna sem eru á örorku og það er meira og minna vegna geðrænna vandamála," segir Gunnar Hrafn.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira