Auka hraðann til að ná Reykjavík fyrir lokun Kristján Már Unnarsson skrifar 26. ágúst 2017 21:53 Douglas DC 3-vélin hóf hnattflugið frá Genf í Sviss í marsmánuði. Mynd/Breitling. Flugmenn Douglas DC-3 flugvélarinnar, sem er á leiðinni milli Grænlands og Íslands, hafa gefið hreyflunum aukið afl í von um að ná inn til Reykjavíkur fyrir lokunartíma vallarins klukkan 23 í kvöld. Að öðrum kosti neyðast þeir til að lenda í Keflavík. Vélin átti upphaflega að lenda í Reykjavík klukkan 16 í dag. Brottför frá Narsarsuaq tafðist hins vegar vegna ísingarhættu og bilunar. Þegar vélin loksins fór á loft síðdegis sýndi endurreiknuð flugáætlun að hún myndi ekki ná til Reykjavíkur fyrr en klukkan 23:18, en samkvæmt reglum flugvallarins eru lendingar bannaðar þar eftir klukkan 23:00. „Ég var að fá upplýsingar um að DC 3 hefur aukið hraðann vegna lokunar Reykjavíkurflugvallar. Þeir áætla núna klukkan 22:40 og lenda því í Reykjavík,“ sagði Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, á tíunda tímanum í kvöld. Hér má fylgjast með flugi vélarinnar. Þessi 77 ára gamli forngripur er í sex mánaða hnattflugi á vegum svissneska Breitling-úraframleiðandans í því skyni að setja heimsmet. Henni er ætlað að verða elsta flugvélin til að fljúga umhverfis jörðina. Á morgun, sunnudag, er fyrirhugað að íslenski þristurinn Páll Sveinsson og Breitling-þristurinn fljúgi saman yfir Reykjavík og nágrenni. Tímasetning flugsins hefur ekki verið ákveðin. Tengdar fréttir Hnattflugsþristur á leið til Keflavíkur Douglas DC-3 flugvélin, sem er á leið umhverfis jörðina, fór á loft frá Narsarsuaq-flugvelli nú síðdegis og áætlar lendingu á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan 23 í kvöld 26. ágúst 2017 17:48 Ísingarhætta seinkar þristaflugi til Íslands Áhöfn Douglas DC 3-fornvélarinnar, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, hefur seinkað brottför frá Grænlandi vegna ísingarhættu. 26. ágúst 2017 12:38 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Flugmenn Douglas DC-3 flugvélarinnar, sem er á leiðinni milli Grænlands og Íslands, hafa gefið hreyflunum aukið afl í von um að ná inn til Reykjavíkur fyrir lokunartíma vallarins klukkan 23 í kvöld. Að öðrum kosti neyðast þeir til að lenda í Keflavík. Vélin átti upphaflega að lenda í Reykjavík klukkan 16 í dag. Brottför frá Narsarsuaq tafðist hins vegar vegna ísingarhættu og bilunar. Þegar vélin loksins fór á loft síðdegis sýndi endurreiknuð flugáætlun að hún myndi ekki ná til Reykjavíkur fyrr en klukkan 23:18, en samkvæmt reglum flugvallarins eru lendingar bannaðar þar eftir klukkan 23:00. „Ég var að fá upplýsingar um að DC 3 hefur aukið hraðann vegna lokunar Reykjavíkurflugvallar. Þeir áætla núna klukkan 22:40 og lenda því í Reykjavík,“ sagði Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, á tíunda tímanum í kvöld. Hér má fylgjast með flugi vélarinnar. Þessi 77 ára gamli forngripur er í sex mánaða hnattflugi á vegum svissneska Breitling-úraframleiðandans í því skyni að setja heimsmet. Henni er ætlað að verða elsta flugvélin til að fljúga umhverfis jörðina. Á morgun, sunnudag, er fyrirhugað að íslenski þristurinn Páll Sveinsson og Breitling-þristurinn fljúgi saman yfir Reykjavík og nágrenni. Tímasetning flugsins hefur ekki verið ákveðin.
Tengdar fréttir Hnattflugsþristur á leið til Keflavíkur Douglas DC-3 flugvélin, sem er á leið umhverfis jörðina, fór á loft frá Narsarsuaq-flugvelli nú síðdegis og áætlar lendingu á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan 23 í kvöld 26. ágúst 2017 17:48 Ísingarhætta seinkar þristaflugi til Íslands Áhöfn Douglas DC 3-fornvélarinnar, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, hefur seinkað brottför frá Grænlandi vegna ísingarhættu. 26. ágúst 2017 12:38 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Hnattflugsþristur á leið til Keflavíkur Douglas DC-3 flugvélin, sem er á leið umhverfis jörðina, fór á loft frá Narsarsuaq-flugvelli nú síðdegis og áætlar lendingu á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan 23 í kvöld 26. ágúst 2017 17:48
Ísingarhætta seinkar þristaflugi til Íslands Áhöfn Douglas DC 3-fornvélarinnar, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, hefur seinkað brottför frá Grænlandi vegna ísingarhættu. 26. ágúst 2017 12:38