Staðfest er að einn maður hafi farist af völdum fellibylsins Harvey í bænum Rockport, skammt frá borginni Corpus Christi. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC.
Í Texas munu verða „gríðarleg og lífshættuleg flóð,“ eins og segir í viðvörun Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna, nú þegar fellibylurinn Harvey heldur áfram ferð sinni inn til landsins. Harvey skall á ströndinni sem fjórða stigs fellibylur, hinn stærsti til að ná meginlandi Bandaríkjanna í þrettán ár. Hann hefur nú verið lækkaður niður í hitabeltisstorm.
Spáð er gríðarlegri rigningu dögum saman og að allt að einn metri (1000mm) muni falla á sumum svæðum í mið- og norður Texas. Á sumum svæðum hafa þegar fallið 250mm. Einnig mun flæða á strandsvæðum þegar flæðir að vegna stormbylgjunnar.
Vindhraðinn náði mest 215 km/klst. þegar Harvey kom að landi skammt austan borgarinnar Corpus Christi hjá bæjunum Rockport og Port Aransas.
Í frétt frá ABC News kemur fram að Yfirvöld í Rockport höfðu hvatt þá sem yfirgáfu ekki heimili sín að skrifa nöfn sín og kennitölu á handlegginn á sér til hugsanlegrar auðkenningar ef illa færi. Þetta þótti til marks um hve alvarlegum augum yfirvöld litu ástandið.
Einn látinn af völdum fellibylsins Harvey
Tengdar fréttir
Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár
Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans.
Aðstæður víða of hættulegar til björgunar
Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár.
Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey
Varað er við sjávar- og skyndiflóðum í Texas þar sem stærsti fellibylurinn í Bandaríkjunum í tólf ár á að ganga á land í kvöld.