Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Þórhildur Þorkelsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2017 20:39 Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir þrjú hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. Fellibylurinn gekk á land við suðurströnd Bandaríkjanna um þrjúleytið í nótt en Texas og nágrannaríki urðu verst úti. Harvey var í nótt flokkaður sem fjórða stigs fellibylur en honum fylgdi gríðarleg úrkoma og vindhraði sem var um sextíu metrar á sekúndu. Fellibylurinn var mjög öflugur og olli strax mikilli eyðileggingu.Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, fór fram á aukna aðstoð vegna óveðursins.Visir/gettyFjöldi björgunarfólks voru á svæðinu en víða voru aðstæður of hættulegar til björgunaraðgerða. Ofankoman var gríðarleg; hávaðarok og fjögurra metra flóðöldur við ströndina. Langar bílaraðir mynduðust þegar hundruð þúsunda Texasbúa reyndu að flýja hamfarasvæðin. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, fór í gær fram á aukna aðstoð frá Alríkisstjórninni en hann reiknar með að tjón af völdum Harvey komi til með að hlaupa á milljörðum Bandaríkjadala. Donald Trump forseti varð við þessari beiðni og fellibylurinn er flokkaður formlega sem náttúruhamfarir.Fellibylurinn var mjög öflugur og olli strax mikilli eyðileggingu.Vísir/getty„Eins og lýst var á símafundinum áðan mun flóðhæðin slá fyrri met á fjölmörgum stöðum, allt frá Corpus Christi svæðinu til Houston og nágrennis,“ segir Abbott, ríkisstjóri Texas. Styrkur fellibylsins hefur minnkað eftir því sem liðið hefur á daginn og er hann nú flokkaður sem fyrsta stigs fellibylur en aftur á móti má búast við miklum flóðum í kjölfarið sem yfirvöld hafa ekki síður áhyggjur af. Því er spáð að úrkoman verði allt að einum metra í það heila og að óveðrið gangi ekki niður fyrr en á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku. „Við munum þurfa að fást við gífurleg flóð sem slá fyrri met á fjölmörgum svæðum vítt og breitt um Texas. Eins og þið vitið mun þessi fellibylur fara langt inn í land og spáð er að hann muni sveima um í talsverðan tíma, jafnvel dögum saman,“ segir ríkisstjórinn. Tengdar fréttir Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19 Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Varað er við sjávar- og skyndiflóðum í Texas þar sem stærsti fellibylurinn í Bandaríkjunum í tólf ár á að ganga á land í kvöld. 25. ágúst 2017 10:31 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir þrjú hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. Fellibylurinn gekk á land við suðurströnd Bandaríkjanna um þrjúleytið í nótt en Texas og nágrannaríki urðu verst úti. Harvey var í nótt flokkaður sem fjórða stigs fellibylur en honum fylgdi gríðarleg úrkoma og vindhraði sem var um sextíu metrar á sekúndu. Fellibylurinn var mjög öflugur og olli strax mikilli eyðileggingu.Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, fór fram á aukna aðstoð vegna óveðursins.Visir/gettyFjöldi björgunarfólks voru á svæðinu en víða voru aðstæður of hættulegar til björgunaraðgerða. Ofankoman var gríðarleg; hávaðarok og fjögurra metra flóðöldur við ströndina. Langar bílaraðir mynduðust þegar hundruð þúsunda Texasbúa reyndu að flýja hamfarasvæðin. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, fór í gær fram á aukna aðstoð frá Alríkisstjórninni en hann reiknar með að tjón af völdum Harvey komi til með að hlaupa á milljörðum Bandaríkjadala. Donald Trump forseti varð við þessari beiðni og fellibylurinn er flokkaður formlega sem náttúruhamfarir.Fellibylurinn var mjög öflugur og olli strax mikilli eyðileggingu.Vísir/getty„Eins og lýst var á símafundinum áðan mun flóðhæðin slá fyrri met á fjölmörgum stöðum, allt frá Corpus Christi svæðinu til Houston og nágrennis,“ segir Abbott, ríkisstjóri Texas. Styrkur fellibylsins hefur minnkað eftir því sem liðið hefur á daginn og er hann nú flokkaður sem fyrsta stigs fellibylur en aftur á móti má búast við miklum flóðum í kjölfarið sem yfirvöld hafa ekki síður áhyggjur af. Því er spáð að úrkoman verði allt að einum metra í það heila og að óveðrið gangi ekki niður fyrr en á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku. „Við munum þurfa að fást við gífurleg flóð sem slá fyrri met á fjölmörgum svæðum vítt og breitt um Texas. Eins og þið vitið mun þessi fellibylur fara langt inn í land og spáð er að hann muni sveima um í talsverðan tíma, jafnvel dögum saman,“ segir ríkisstjórinn.
Tengdar fréttir Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19 Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Varað er við sjávar- og skyndiflóðum í Texas þar sem stærsti fellibylurinn í Bandaríkjunum í tólf ár á að ganga á land í kvöld. 25. ágúst 2017 10:31 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19
Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Varað er við sjávar- og skyndiflóðum í Texas þar sem stærsti fellibylurinn í Bandaríkjunum í tólf ár á að ganga á land í kvöld. 25. ágúst 2017 10:31
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent