Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Þórhildur Þorkelsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2017 20:39 Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir þrjú hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. Fellibylurinn gekk á land við suðurströnd Bandaríkjanna um þrjúleytið í nótt en Texas og nágrannaríki urðu verst úti. Harvey var í nótt flokkaður sem fjórða stigs fellibylur en honum fylgdi gríðarleg úrkoma og vindhraði sem var um sextíu metrar á sekúndu. Fellibylurinn var mjög öflugur og olli strax mikilli eyðileggingu.Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, fór fram á aukna aðstoð vegna óveðursins.Visir/gettyFjöldi björgunarfólks voru á svæðinu en víða voru aðstæður of hættulegar til björgunaraðgerða. Ofankoman var gríðarleg; hávaðarok og fjögurra metra flóðöldur við ströndina. Langar bílaraðir mynduðust þegar hundruð þúsunda Texasbúa reyndu að flýja hamfarasvæðin. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, fór í gær fram á aukna aðstoð frá Alríkisstjórninni en hann reiknar með að tjón af völdum Harvey komi til með að hlaupa á milljörðum Bandaríkjadala. Donald Trump forseti varð við þessari beiðni og fellibylurinn er flokkaður formlega sem náttúruhamfarir.Fellibylurinn var mjög öflugur og olli strax mikilli eyðileggingu.Vísir/getty„Eins og lýst var á símafundinum áðan mun flóðhæðin slá fyrri met á fjölmörgum stöðum, allt frá Corpus Christi svæðinu til Houston og nágrennis,“ segir Abbott, ríkisstjóri Texas. Styrkur fellibylsins hefur minnkað eftir því sem liðið hefur á daginn og er hann nú flokkaður sem fyrsta stigs fellibylur en aftur á móti má búast við miklum flóðum í kjölfarið sem yfirvöld hafa ekki síður áhyggjur af. Því er spáð að úrkoman verði allt að einum metra í það heila og að óveðrið gangi ekki niður fyrr en á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku. „Við munum þurfa að fást við gífurleg flóð sem slá fyrri met á fjölmörgum svæðum vítt og breitt um Texas. Eins og þið vitið mun þessi fellibylur fara langt inn í land og spáð er að hann muni sveima um í talsverðan tíma, jafnvel dögum saman,“ segir ríkisstjórinn. Tengdar fréttir Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19 Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Varað er við sjávar- og skyndiflóðum í Texas þar sem stærsti fellibylurinn í Bandaríkjunum í tólf ár á að ganga á land í kvöld. 25. ágúst 2017 10:31 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir þrjú hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. Fellibylurinn gekk á land við suðurströnd Bandaríkjanna um þrjúleytið í nótt en Texas og nágrannaríki urðu verst úti. Harvey var í nótt flokkaður sem fjórða stigs fellibylur en honum fylgdi gríðarleg úrkoma og vindhraði sem var um sextíu metrar á sekúndu. Fellibylurinn var mjög öflugur og olli strax mikilli eyðileggingu.Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, fór fram á aukna aðstoð vegna óveðursins.Visir/gettyFjöldi björgunarfólks voru á svæðinu en víða voru aðstæður of hættulegar til björgunaraðgerða. Ofankoman var gríðarleg; hávaðarok og fjögurra metra flóðöldur við ströndina. Langar bílaraðir mynduðust þegar hundruð þúsunda Texasbúa reyndu að flýja hamfarasvæðin. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, fór í gær fram á aukna aðstoð frá Alríkisstjórninni en hann reiknar með að tjón af völdum Harvey komi til með að hlaupa á milljörðum Bandaríkjadala. Donald Trump forseti varð við þessari beiðni og fellibylurinn er flokkaður formlega sem náttúruhamfarir.Fellibylurinn var mjög öflugur og olli strax mikilli eyðileggingu.Vísir/getty„Eins og lýst var á símafundinum áðan mun flóðhæðin slá fyrri met á fjölmörgum stöðum, allt frá Corpus Christi svæðinu til Houston og nágrennis,“ segir Abbott, ríkisstjóri Texas. Styrkur fellibylsins hefur minnkað eftir því sem liðið hefur á daginn og er hann nú flokkaður sem fyrsta stigs fellibylur en aftur á móti má búast við miklum flóðum í kjölfarið sem yfirvöld hafa ekki síður áhyggjur af. Því er spáð að úrkoman verði allt að einum metra í það heila og að óveðrið gangi ekki niður fyrr en á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku. „Við munum þurfa að fást við gífurleg flóð sem slá fyrri met á fjölmörgum svæðum vítt og breitt um Texas. Eins og þið vitið mun þessi fellibylur fara langt inn í land og spáð er að hann muni sveima um í talsverðan tíma, jafnvel dögum saman,“ segir ríkisstjórinn.
Tengdar fréttir Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19 Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Varað er við sjávar- og skyndiflóðum í Texas þar sem stærsti fellibylurinn í Bandaríkjunum í tólf ár á að ganga á land í kvöld. 25. ágúst 2017 10:31 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19
Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Varað er við sjávar- og skyndiflóðum í Texas þar sem stærsti fellibylurinn í Bandaríkjunum í tólf ár á að ganga á land í kvöld. 25. ágúst 2017 10:31