Innlent

Ný stólalyfta væntanleg í Hlíðarfjall

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Úr Hlíðarfjalli á Akureyri.
Úr Hlíðarfjalli á Akureyri.
Samherjasjóðurinn gaf Vinum Hlíðarfjalls nýja skíðalyftu í dag. Helga Steinunn formaður sjóðsins tilkynnti þetta í dag samkvæmt frétt á vef N4. Geir Gíslason formaður Vina hlíðarfjalls segir að keypt verði notuð stólalyftu frá Austurríki og hún flutt til Íslands. Gerður hefur verið samstarfs- og leigusamningur við Akureyrarbæ um leigu og rekstur á lyftunni til næstu fimmtán ára.

„Lyftan mun gjörbreyta allri aðstöðu fyrir skíðafólk í Hlíðarfjalli og tryggja forystu þess sem fremsta skíðasvæði landsins.  Lengd lyftunnar verður um 1.100 m, fallhæðin 340 og hún mun flytja um 1300 skíðamenn á klukkustund uppundir brún á Hlíðafjalli,“ sagði Geir meðal annars í viðtali við N4.

Stefnt er á að hefjast handa strax og geta Akureyringar og gestir rennt sér í nýjum brekkum veturinn 2018-2019. Forstöðumaður Hlíðarfjalls er í skýjunum með þessar fréttir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×