Ísingarhætta seinkar þristaflugi til Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 26. ágúst 2017 12:38 Douglas DC 3-vélin hóf hnattflugið frá Genf í Sviss í marsmánuði. Mynd/Breitling. Áhöfn Douglas DC 3-fornvélarinnar, sem væntanleg var til Reykjavíkur klukkan 16 í dag, hefur seinkað brottför frá Grænlandi vegna ísingarhættu á leiðinni til Íslands. Til stóð að lagt yrði upp frá Narsarsuaq klukkan 10 í morgun en nú er áformað að flugtak verði klukkan 14. Ef sú tímasetning stenst er lending áætluð á Reykjavíkurflugvelli klukkan 20 í kvöld. Þetta þýðir að Breitling-þristurinn nær ekki að fljúga lágflug yfir flugvöll Mosfellsbæjar á Tungubökkum í dag en þar fer fram fornvélasýning milli klukkan 12 og 17. Vonast var til að íslenski þristurinn Páll Sveinsson renndi sér yfir Mosfellsbæinn upp úr klukkan 16, að sögn Baldurs Sveinssonar flugvélaljósmyndara, en hætt hefur verið við það vegna rigningar og hvassviðris. Koma fljúgandi forngripa til landsins vekur jafnan mikla eftirtekt íslenskra flugáhugamanna og þykir sannkölluð himnasending. Breitling-þristurinn er orðinn 77 ára gamall, smíðaður árið 1940, en það verður sífellt fátíðara að vélum frá stríðsárunum sé flogið til Íslands yfir úthafið. Þess er skemmst að minnast að Lancaster-sprengjuflugvél lenti í Reykjavík árið 2014 og Catalina-flugbátur kom árið 2012. Breitling-vélinni er þó ætla að gera gott betur en að komast bara yfir Atlantshafið því hún er í hnattflugi. Henni er ætlað að setja heimsmet með því að verða elsta flugvél til að fljúga umhverfis jörðina. Ráðgert að hún fari í samflug með Páli Sveinssyni yfir Reykjavík og nágrenni á morgun, sunnudag, ef veður leyfir. Tengdar fréttir Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30 Catalina lenti á Reykjavíkurflugvelli Catalina flugbáturinn, sem verður helsti sýningargripur flugdagsins í Reykjavík, lenti á Reykjavíkurflugvelli fyrir stuttu. 24. maí 2012 19:30 Borgarbúar virða fyrir sér sprengjuflugvél úr seinna stríði Margir hafa lagt leið sína til á Reykjavíkurflugvöll til að skoða vélina en einungis tvær slíkar vélar í heiminum eru í flughæfu ástandi 7. ágúst 2014 11:35 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Áhöfn Douglas DC 3-fornvélarinnar, sem væntanleg var til Reykjavíkur klukkan 16 í dag, hefur seinkað brottför frá Grænlandi vegna ísingarhættu á leiðinni til Íslands. Til stóð að lagt yrði upp frá Narsarsuaq klukkan 10 í morgun en nú er áformað að flugtak verði klukkan 14. Ef sú tímasetning stenst er lending áætluð á Reykjavíkurflugvelli klukkan 20 í kvöld. Þetta þýðir að Breitling-þristurinn nær ekki að fljúga lágflug yfir flugvöll Mosfellsbæjar á Tungubökkum í dag en þar fer fram fornvélasýning milli klukkan 12 og 17. Vonast var til að íslenski þristurinn Páll Sveinsson renndi sér yfir Mosfellsbæinn upp úr klukkan 16, að sögn Baldurs Sveinssonar flugvélaljósmyndara, en hætt hefur verið við það vegna rigningar og hvassviðris. Koma fljúgandi forngripa til landsins vekur jafnan mikla eftirtekt íslenskra flugáhugamanna og þykir sannkölluð himnasending. Breitling-þristurinn er orðinn 77 ára gamall, smíðaður árið 1940, en það verður sífellt fátíðara að vélum frá stríðsárunum sé flogið til Íslands yfir úthafið. Þess er skemmst að minnast að Lancaster-sprengjuflugvél lenti í Reykjavík árið 2014 og Catalina-flugbátur kom árið 2012. Breitling-vélinni er þó ætla að gera gott betur en að komast bara yfir Atlantshafið því hún er í hnattflugi. Henni er ætlað að setja heimsmet með því að verða elsta flugvél til að fljúga umhverfis jörðina. Ráðgert að hún fari í samflug með Páli Sveinssyni yfir Reykjavík og nágrenni á morgun, sunnudag, ef veður leyfir.
Tengdar fréttir Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30 Catalina lenti á Reykjavíkurflugvelli Catalina flugbáturinn, sem verður helsti sýningargripur flugdagsins í Reykjavík, lenti á Reykjavíkurflugvelli fyrir stuttu. 24. maí 2012 19:30 Borgarbúar virða fyrir sér sprengjuflugvél úr seinna stríði Margir hafa lagt leið sína til á Reykjavíkurflugvöll til að skoða vélina en einungis tvær slíkar vélar í heiminum eru í flughæfu ástandi 7. ágúst 2014 11:35 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30
Catalina lenti á Reykjavíkurflugvelli Catalina flugbáturinn, sem verður helsti sýningargripur flugdagsins í Reykjavík, lenti á Reykjavíkurflugvelli fyrir stuttu. 24. maí 2012 19:30
Borgarbúar virða fyrir sér sprengjuflugvél úr seinna stríði Margir hafa lagt leið sína til á Reykjavíkurflugvöll til að skoða vélina en einungis tvær slíkar vélar í heiminum eru í flughæfu ástandi 7. ágúst 2014 11:35