Ísingarhætta seinkar þristaflugi til Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 26. ágúst 2017 12:38 Douglas DC 3-vélin hóf hnattflugið frá Genf í Sviss í marsmánuði. Mynd/Breitling. Áhöfn Douglas DC 3-fornvélarinnar, sem væntanleg var til Reykjavíkur klukkan 16 í dag, hefur seinkað brottför frá Grænlandi vegna ísingarhættu á leiðinni til Íslands. Til stóð að lagt yrði upp frá Narsarsuaq klukkan 10 í morgun en nú er áformað að flugtak verði klukkan 14. Ef sú tímasetning stenst er lending áætluð á Reykjavíkurflugvelli klukkan 20 í kvöld. Þetta þýðir að Breitling-þristurinn nær ekki að fljúga lágflug yfir flugvöll Mosfellsbæjar á Tungubökkum í dag en þar fer fram fornvélasýning milli klukkan 12 og 17. Vonast var til að íslenski þristurinn Páll Sveinsson renndi sér yfir Mosfellsbæinn upp úr klukkan 16, að sögn Baldurs Sveinssonar flugvélaljósmyndara, en hætt hefur verið við það vegna rigningar og hvassviðris. Koma fljúgandi forngripa til landsins vekur jafnan mikla eftirtekt íslenskra flugáhugamanna og þykir sannkölluð himnasending. Breitling-þristurinn er orðinn 77 ára gamall, smíðaður árið 1940, en það verður sífellt fátíðara að vélum frá stríðsárunum sé flogið til Íslands yfir úthafið. Þess er skemmst að minnast að Lancaster-sprengjuflugvél lenti í Reykjavík árið 2014 og Catalina-flugbátur kom árið 2012. Breitling-vélinni er þó ætla að gera gott betur en að komast bara yfir Atlantshafið því hún er í hnattflugi. Henni er ætlað að setja heimsmet með því að verða elsta flugvél til að fljúga umhverfis jörðina. Ráðgert að hún fari í samflug með Páli Sveinssyni yfir Reykjavík og nágrenni á morgun, sunnudag, ef veður leyfir. Tengdar fréttir Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30 Catalina lenti á Reykjavíkurflugvelli Catalina flugbáturinn, sem verður helsti sýningargripur flugdagsins í Reykjavík, lenti á Reykjavíkurflugvelli fyrir stuttu. 24. maí 2012 19:30 Borgarbúar virða fyrir sér sprengjuflugvél úr seinna stríði Margir hafa lagt leið sína til á Reykjavíkurflugvöll til að skoða vélina en einungis tvær slíkar vélar í heiminum eru í flughæfu ástandi 7. ágúst 2014 11:35 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Áhöfn Douglas DC 3-fornvélarinnar, sem væntanleg var til Reykjavíkur klukkan 16 í dag, hefur seinkað brottför frá Grænlandi vegna ísingarhættu á leiðinni til Íslands. Til stóð að lagt yrði upp frá Narsarsuaq klukkan 10 í morgun en nú er áformað að flugtak verði klukkan 14. Ef sú tímasetning stenst er lending áætluð á Reykjavíkurflugvelli klukkan 20 í kvöld. Þetta þýðir að Breitling-þristurinn nær ekki að fljúga lágflug yfir flugvöll Mosfellsbæjar á Tungubökkum í dag en þar fer fram fornvélasýning milli klukkan 12 og 17. Vonast var til að íslenski þristurinn Páll Sveinsson renndi sér yfir Mosfellsbæinn upp úr klukkan 16, að sögn Baldurs Sveinssonar flugvélaljósmyndara, en hætt hefur verið við það vegna rigningar og hvassviðris. Koma fljúgandi forngripa til landsins vekur jafnan mikla eftirtekt íslenskra flugáhugamanna og þykir sannkölluð himnasending. Breitling-þristurinn er orðinn 77 ára gamall, smíðaður árið 1940, en það verður sífellt fátíðara að vélum frá stríðsárunum sé flogið til Íslands yfir úthafið. Þess er skemmst að minnast að Lancaster-sprengjuflugvél lenti í Reykjavík árið 2014 og Catalina-flugbátur kom árið 2012. Breitling-vélinni er þó ætla að gera gott betur en að komast bara yfir Atlantshafið því hún er í hnattflugi. Henni er ætlað að setja heimsmet með því að verða elsta flugvél til að fljúga umhverfis jörðina. Ráðgert að hún fari í samflug með Páli Sveinssyni yfir Reykjavík og nágrenni á morgun, sunnudag, ef veður leyfir.
Tengdar fréttir Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30 Catalina lenti á Reykjavíkurflugvelli Catalina flugbáturinn, sem verður helsti sýningargripur flugdagsins í Reykjavík, lenti á Reykjavíkurflugvelli fyrir stuttu. 24. maí 2012 19:30 Borgarbúar virða fyrir sér sprengjuflugvél úr seinna stríði Margir hafa lagt leið sína til á Reykjavíkurflugvöll til að skoða vélina en einungis tvær slíkar vélar í heiminum eru í flughæfu ástandi 7. ágúst 2014 11:35 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30
Catalina lenti á Reykjavíkurflugvelli Catalina flugbáturinn, sem verður helsti sýningargripur flugdagsins í Reykjavík, lenti á Reykjavíkurflugvelli fyrir stuttu. 24. maí 2012 19:30
Borgarbúar virða fyrir sér sprengjuflugvél úr seinna stríði Margir hafa lagt leið sína til á Reykjavíkurflugvöll til að skoða vélina en einungis tvær slíkar vélar í heiminum eru í flughæfu ástandi 7. ágúst 2014 11:35