Innlent

Kópavogur losar sig við bæjarskrifstofurnar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fasteignirnar þrjár eru Fannborg 2, 4 og 6.
Fasteignirnar þrjár eru Fannborg 2, 4 og 6. Kópavogsbær
Kópavogsbær hefur auglýst eftir áhuga „þróunarfélaga, fjárfesta, byggingarfélaga og annarra“ á kaupum á fasteignum í Fannborg í Kópavogi. Fannborg 2, 4 og 6 hefur hýst Bæjarskrifstofur Kópavogs. Nýtt húsnæði stjórnsýslu bæjarins er að Digranesvegi 1 og hefur það verið tekið í notkun að hluta.

Flutningar stjórnsýslu Kópavogsbæjar úr Fannborg standa yfir og hefur bæjarstjórn samþykkt að setja fasteignirnar Fannborg 2, 4 og 6 í söluferli- „þar sem tekið verði tillit til niðurstaðna húsnæðisskýrslu starfshóps bæjarráðs um stöðu húsnæðismála frá árinu 2015,“ segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

„Tilboðum í fasteignirnar, ásamt framtíðarsýn um notkun þeirra, skal skilað til fasteignasölu eigi síðar en fimmtudaginn 12. október næstkomandi. Fasteignasölurnar sem sjá um söluna fyrir Kópavogsbæ eru Domusnova, Eignaborg, Eignamiðlun, Lind og Stakfell,“ segir í tilkynningunni.

Fannborg 2.
Fannborg 4.
Fannborg 6.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×