Lífið

Fyrsta stiklan fyrir Íslandsskotnu þáttaröð Black Mirror

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það er spenna í vændum
Það er spenna í vændum Skjáskot
Fyrsta stiklan fyrir fjórðu þáttaröð Black Mirror hefur nú ratað á vefinn. Þáttaröðin verður sex þættir í það heila og eins og Vísir greindi frá í febrúar er sögusvið eins þeirra á Íslandi.

Tökulið Black Mirror var hér á landi í febrúar síðastliðnum og tók það meðal annars upp atriði í miðbæ Reykjavíkur - með aðstoð Alþingis og Pírata.

Black Mirror er breskur vísindaskáldskapur úr smiðju Charlie Brooker þar sem finna má mikla háðsádeilu á nútímasamfélag og áhrif nútímatækni á það. Hefur hver þáttur sjálfstæðan söguþráð sem gerist annað hvort í hliðstæðri veröld eða í nálægðri framtíð.

Þátturinn sem tekinn var upp á Íslandi fékk heitið Crocodile og er leikstýrt af John Hillcoat sem meðal annars leikstýrði kvikmyndinni The Road með Viggo Mortensen í aðalhlutverki.

Á vef IMDB er ýjað að því að einungis tveir leikarar verði í Íslandsþættinum, þau Kiran Sonia Sawar og Andrew Gower. Þar segir einnig að Crocodile sé þriðji þátturinn í þáttaröðinni. Hvort það verði raunin verður að koma í ljós.

Ekki hefur verið gefið upp hvenær þættirnir rata á Netflix en gert er ráð fyrir því að það verði fyrir lok árs. Stikluna fyrir fjórðu þáttaröð Black Mirror má sjá hér að neðan eða með því að smella hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.