Lögregla lét til skarar skríða í umfangsmiklu fíkniefnamáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2017 20:30 Aðgerðir lögreglu fóru meðal annars fram í Skipholti þar sem að minnsta kosti tveir voru handteknir. Sérsveitarmenn og óeinkennisklæddir lögreglumann komu að aðgerðunum. Mynd/Stefán Pálsson Fulltrúar miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu handtóku í dag fjóra karlmenn í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu fíkniefnamáli. Húsleit var framkvæmd á tveimur stöðum en mennirnir tengjast innflutningi á amfetamínbasa. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, staðfestir í samtali við Vísi að mennirnir fjórir séu grunaðir um fíkniefnamisferli. Magngreining á efninu sem lagt var hald á í dag á eftir að fara fram en Grímur telur að magnið sé líkast til á bilinu einn til tveir lítrar. Mennirnir eru allir af erlendu bergi brotnir og eiga sér ekki brotasögu hjá lögreglu hér á landi. Af þeim fjórum sem handteknir voru í dag eru bæði menn sem búa hér á landi og utan landsteinanna. Farið verður fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum í héraðsdómi í kvöld. Mennirnir verða yfirheyrðir um helgina. Amfetamínbasi er notaður til þess að útbúa amfetamínsúlfat. Það amfetamín sem er í dreifingu er amfetamínsúlfat blandað íblöndunarefni. Árið 2010 stöðvaði tollgæslan för tveggja kvenna sem komu hingað til lands með um 20 lítra af amfetamínbasa. Áætlaði lögregla að úr því magni væri hægt að útbúa allt að 264 kíló af amfetamíni. Sé miðað við þessar tölur má áætla að hægt væri að útbúa allt að 13 til 26 kíló af amfetamíni, miðað við það magn amfetamínbasa sem lögregla telur að hafi verið lagt hald á í aðgerðum dagsins. Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira
Fulltrúar miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu handtóku í dag fjóra karlmenn í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu fíkniefnamáli. Húsleit var framkvæmd á tveimur stöðum en mennirnir tengjast innflutningi á amfetamínbasa. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, staðfestir í samtali við Vísi að mennirnir fjórir séu grunaðir um fíkniefnamisferli. Magngreining á efninu sem lagt var hald á í dag á eftir að fara fram en Grímur telur að magnið sé líkast til á bilinu einn til tveir lítrar. Mennirnir eru allir af erlendu bergi brotnir og eiga sér ekki brotasögu hjá lögreglu hér á landi. Af þeim fjórum sem handteknir voru í dag eru bæði menn sem búa hér á landi og utan landsteinanna. Farið verður fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum í héraðsdómi í kvöld. Mennirnir verða yfirheyrðir um helgina. Amfetamínbasi er notaður til þess að útbúa amfetamínsúlfat. Það amfetamín sem er í dreifingu er amfetamínsúlfat blandað íblöndunarefni. Árið 2010 stöðvaði tollgæslan för tveggja kvenna sem komu hingað til lands með um 20 lítra af amfetamínbasa. Áætlaði lögregla að úr því magni væri hægt að útbúa allt að 264 kíló af amfetamíni. Sé miðað við þessar tölur má áætla að hægt væri að útbúa allt að 13 til 26 kíló af amfetamíni, miðað við það magn amfetamínbasa sem lögregla telur að hafi verið lagt hald á í aðgerðum dagsins.
Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira