Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 25. ágúst 2017 21:30 DC-3 heimsreisuvélin í Japan. Fjallið Fuji í baksýn. Mynd/Breitling. 77 ára gömul flugvél af gerðinni Douglas DC-3 er væntanleg til Reykjavíkur á morgun, laugardag, frá Grænlandi. Flugvélin er í hnattflugi og er henni ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Vélin kom til Narsarsuaq í dag og er áætlað að hún lendi á Reykjavíkurflugvelli klukkan 16 á morgun. Flugvélin er merkt svissneska úrafyrirtækinu Breitling. Hún flaug jómfrúarflug sitt 9. mars 1940 og var lengi í eigu bandarískra flugfélaga. Breitling styrkti endurnýjun vélarinnar fyrir tæpum áratug og hefur hún síðan tekið þátt í flugsýningum víða um heim.Hnattflug Breitling hófst í Genf í mars og er ráðgert að ljúka heimsreisunni eftir þrjár vikur. Vélin flaug fyrst til landa á Balkanskaganum, síðan um Miðausturlönd og Asíu. Síðustu vikur hefur leiðin legið yfir Ameríku. Íslendingar eiga eina slíka flughæfa vél, sem er Páll Sveinsson, áður Gljáfaxi. Áformað er að íslenski þristurinn heiðri heimsreisu þessarar systurvélar sinnar og er ráðgert að þær fljúgi saman yfir Reykjavík og nágrenni á sunnudag, ef veður leyfir. Íslenski þristurinn Páll Sveinsson.Frá Íslandi er áætlað að Breitling-þristurinn fljúgi á mánudag til Kataness í Skotlandi. Síðan er ráðgert að fljúga suður yfir Bretland með viðkomu í Edinburgh og Manchester og lenda á Farnborough-flugvelli við London þann 2. september. Vélinni verður síðan flogið milli helstu borga Evrópu, og komið við í París, Frankfurt, Mílanó og Genf áður en heimsreisunni lýkur í Sviss á Breitling Sion-flugsýningunni þann 13. september. Þristurinn þykir ein markverðasta flugvél flugsögunnar og olli þáttaskilum í farþegaflugi, þar á meðal á Íslandi. Alls voru framleidd um 16 þúsund eintök af DC-3 og hernaðarútgáfunni C-47. Margar vélanna eru enn í notkun í atvinnuskyni, 82 árum eftir að fyrstu eintökin voru smíðuð. Tengdar fréttir Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
77 ára gömul flugvél af gerðinni Douglas DC-3 er væntanleg til Reykjavíkur á morgun, laugardag, frá Grænlandi. Flugvélin er í hnattflugi og er henni ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Vélin kom til Narsarsuaq í dag og er áætlað að hún lendi á Reykjavíkurflugvelli klukkan 16 á morgun. Flugvélin er merkt svissneska úrafyrirtækinu Breitling. Hún flaug jómfrúarflug sitt 9. mars 1940 og var lengi í eigu bandarískra flugfélaga. Breitling styrkti endurnýjun vélarinnar fyrir tæpum áratug og hefur hún síðan tekið þátt í flugsýningum víða um heim.Hnattflug Breitling hófst í Genf í mars og er ráðgert að ljúka heimsreisunni eftir þrjár vikur. Vélin flaug fyrst til landa á Balkanskaganum, síðan um Miðausturlönd og Asíu. Síðustu vikur hefur leiðin legið yfir Ameríku. Íslendingar eiga eina slíka flughæfa vél, sem er Páll Sveinsson, áður Gljáfaxi. Áformað er að íslenski þristurinn heiðri heimsreisu þessarar systurvélar sinnar og er ráðgert að þær fljúgi saman yfir Reykjavík og nágrenni á sunnudag, ef veður leyfir. Íslenski þristurinn Páll Sveinsson.Frá Íslandi er áætlað að Breitling-þristurinn fljúgi á mánudag til Kataness í Skotlandi. Síðan er ráðgert að fljúga suður yfir Bretland með viðkomu í Edinburgh og Manchester og lenda á Farnborough-flugvelli við London þann 2. september. Vélinni verður síðan flogið milli helstu borga Evrópu, og komið við í París, Frankfurt, Mílanó og Genf áður en heimsreisunni lýkur í Sviss á Breitling Sion-flugsýningunni þann 13. september. Þristurinn þykir ein markverðasta flugvél flugsögunnar og olli þáttaskilum í farþegaflugi, þar á meðal á Íslandi. Alls voru framleidd um 16 þúsund eintök af DC-3 og hernaðarútgáfunni C-47. Margar vélanna eru enn í notkun í atvinnuskyni, 82 árum eftir að fyrstu eintökin voru smíðuð.
Tengdar fréttir Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45