Manchester United heldur sigurgöngu sinni áfram Elías Orri Njarðarson skrifar 26. ágúst 2017 18:30 Marcus Rashford var kampakátur eftir að hafa komið United yfir í leiknum í dag visir/epa Manchester United vann öruggan 2-0 sigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikmenn United mættu grimmir til leiks gegn Leicester á Old Trafford og voru betri aðilinn Juan Mata skoraði mark á 18. mínútu leiksins en markið var dæmt af vegna rangstöðu. United menn héldu áfram að þjarma að liði Leicester en leikmenn Leicester vörðust vel og staðan var markalaus þegar blásið var til loka fyrri hálfleiks 0-0. Þegar að átta mínútur voru búnar af seinni hálfleik fengu United menn vítaspyrnu og Romelu Lukaku fór á punktinn en Kasper Schmeichel, markvörður Leicester, varði spyrnuna glæsilega. Á 67. mínútu kom Marcus Rashford inn á völlinn í stað Juan Mata og þremur mínútum eftir að Rashford kom inn á, kom hann United yfir með snyrtilegu marki. Marouane Fellaini kom svo inn á þegar að 15 mínútur voru eftir af leiknum en hann skoraði svo annað mark United á 82. mínútu eftir að hafa stýrt boltanum óvenjulega í netið. Fleiri urðu mörkin ekki og United menn skella sér á toppinn í deildinni með fullt hús stiga eftir 3 leiki. Enski boltinn
Manchester United vann öruggan 2-0 sigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikmenn United mættu grimmir til leiks gegn Leicester á Old Trafford og voru betri aðilinn Juan Mata skoraði mark á 18. mínútu leiksins en markið var dæmt af vegna rangstöðu. United menn héldu áfram að þjarma að liði Leicester en leikmenn Leicester vörðust vel og staðan var markalaus þegar blásið var til loka fyrri hálfleiks 0-0. Þegar að átta mínútur voru búnar af seinni hálfleik fengu United menn vítaspyrnu og Romelu Lukaku fór á punktinn en Kasper Schmeichel, markvörður Leicester, varði spyrnuna glæsilega. Á 67. mínútu kom Marcus Rashford inn á völlinn í stað Juan Mata og þremur mínútum eftir að Rashford kom inn á, kom hann United yfir með snyrtilegu marki. Marouane Fellaini kom svo inn á þegar að 15 mínútur voru eftir af leiknum en hann skoraði svo annað mark United á 82. mínútu eftir að hafa stýrt boltanum óvenjulega í netið. Fleiri urðu mörkin ekki og United menn skella sér á toppinn í deildinni með fullt hús stiga eftir 3 leiki.