Nýliðarnir fara á toppinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tom Ince, leikmaður Huddersfield.
Tom Ince, leikmaður Huddersfield. vísir/getty
Southampton batt enda á sigurgöngu nýliða Huddersfield í dag, en liðin skildu jöfn 0-0 á John Smith's leikvanginum í Huddersfield í dag. Þrátt fyrir jafnteflið setjast nýliðarnir á topp ensku úrvalsdeildarinnar, allavega um stundarsakir.

Swansea náði í sinn fyrsta sigur þegar liðið lagði Crystal Palace 0-2 á útivelli. Tammy Abraham og Jordan Ayew skoruðu mörk Swanesa sitt hvoru megin við hálfleikinn.

Newcastle United náði í sín fyrstu stig á tímabilinu með 3-0 sigri á West Ham. Joselu kom Newcastle yfir á 36. mínútu og Ciaran Clark bætti öðru marki við á 72. mínútu. Aleksandar Mitrovic innsiglað svo sigur Newcastle á 88. mínútu.

Watford gerði 0-0 jafntefli við nýliða Brighton á heimavelli. Miguel Britos var rekinn á velli eftir 24. mínútur með beint rautt spjald eftir tæklingu á Anthony Knockaert.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira