Viðskipti innlent

Hlutabréf í N1 taka dýfu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gengi hlutabréfa í olíufélaginu N1 hefur lækkað um 5,81 prósent í 242 milljóna viðskiptum það sem af er degi.
Gengi hlutabréfa í olíufélaginu N1 hefur lækkað um 5,81 prósent í 242 milljóna viðskiptum það sem af er degi. VÍSIR/VILHELM
Gengi hlutabréfa í olíufélaginu N1 hefur lækkað um 5,81 prósent í 242 milljóna viðskiptum það sem af er degi.

Líklega má rekja lækkunina til afkomu félagsins sem greint var frá í gær. En hagnaður N1 nam 831 milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 19,9 prósent á milli ára.

Dróst EBITDA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði – saman um 12,7 prósent og nam 1.478 milljónum króna. Segja stjórnendur félagsins samdráttinn skýrast af óhagstæðri þróun á heimsmarkaðsverði á olíu, en bensínverð lækkaði um 9,8 prósent á öðrum fjórðungi ársins, sem og hærri launakostnaði, en hann hækkaði um 11 prósent á tímabilinu.

Engu að síður er afkomuspá félagsins óbreytt fyrir árið. Gera stjórnendur N1 ráð fyrir að EBITDA verði á bilinu 3.500 til 3.600 milljónir að undanskildum kostnaði við fyrirhuguð kaup félagsins á Festi.

Almennt hafa hlutabréf verið að hækka í Kauphöll Íslands í dag, en úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,1 prósent það sem af er degi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×