Íhugar nú að stofna hönnunarfyrirtæki Guðný Hrönn skrifar 21. ágúst 2017 08:00 Alba Mist er 11 ára og hefur vakið athygli fyrir skartgripahönnun sína. Hin 11 ára Alba Mist hefur verið að hanna skartgripi í heil tvö ár þrátt fyrir ungan aldur og opnaði nýlega Instagram-síðuna þar sem hún selur handverk sitt. „Fyrir tæplega tveimur árum fór ég að hanna ýmislegt sjálf í höndunum. Sauma, hekla, prjóna og teikna. Ég hef alltaf föndrað,“ segir Alba. „Ég hef hannað ýmsa skartgripi fyrir mig og mömmu í gegnum árin en núna fyrir viku síðan ákvað ég að prófa að gera „tassle“-eyrnalokka. Ég sýndi mömmu lokkana og hún varð svo ánægð með þá að hún ákvað að setja upp Instagram-síðu fyrir mig. Á örfáum dögum fór síðan allt af stað og það er búið að vera brjálað að gera,“ útskýrir Alba. Hún er himinlifandi með síðuna sem mamma hennar hjálpaði henni að búa til. „Það er svo mikið að gerast á Instagram, flott „instastory“ og svoleiðis. Ég er ekki með eigið Facebook enn þá svo mér finnst skemmtilegt að hafa Instagram,“ segir Alba sem birtir afar fallegar ljósmyndir á Instagram-síðunni sinni. „Að taka fallegar myndir er líka áhugamálið mitt svo ég nýt mín vel í þessu öllu,“ segir Alba sem mælir með að áhugasamir skoði Instagram-síðuna hennar, byalbamist. „Þar er hægt að panta eyrnalokkana mína.“ Fólk er ótrúlega jákvætt,“ segir Alba sem er þakklát fyrir athyglina sem hún hefur fengið og er hálforðlaus. „Ég bjóst alls ekki við þessum viðbrögðum.“En hvað er skemmtilegast við skartgripahönnun? „Að prófa sig áfram með nýja liti og efni. Ég er alltaf með nýjar hugmyndir og núna á næstunni er svo margt í gangi að ég held næstum því að ég verði að stofna fyrirtæki fljótlega,“ segir hin útsjónarsama Alba.Danskir tískubloggarar í uppáhaldi Alba er fædd í Danmörku og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar. Alba kveðst elska danska tísku og fylgjast vel með dönskum tískubloggum. „Ég fylgist svolítið mikið með danskri tísku og hönnun svo danskir bloggarar eru í miklu uppáhaldi.“ Aðspurð út í hvað sé langt síðan að áhuginn á tísku og hönnun hafi kviknað segir Alba:„Ég hef eiginlega haft áhugann allt mitt líf vegna þess að mamma mín er menntuð sem hönnuður.“ Þegar Alba er spurð út í hvað hún ætli sér að verða þegar hún verður fullorðin á hún svolítið erfitt með að svara. „Það er spurning sem ég spyr sjálfa mig oft að en það er kannski erfitt að svara henni í dag. Mér finnst ég hafa hönnuð í blóðinu en hver veit, kannski verð ég bara dýralæknir,“ segir Alba sem er nýflutt og byrjar í Langholtsskóla eftir nokkra daga. „Ég er bæði mjög spennt og kvíðin á sama tíma.“ Krakkar Tíska og hönnun Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Hin 11 ára Alba Mist hefur verið að hanna skartgripi í heil tvö ár þrátt fyrir ungan aldur og opnaði nýlega Instagram-síðuna þar sem hún selur handverk sitt. „Fyrir tæplega tveimur árum fór ég að hanna ýmislegt sjálf í höndunum. Sauma, hekla, prjóna og teikna. Ég hef alltaf föndrað,“ segir Alba. „Ég hef hannað ýmsa skartgripi fyrir mig og mömmu í gegnum árin en núna fyrir viku síðan ákvað ég að prófa að gera „tassle“-eyrnalokka. Ég sýndi mömmu lokkana og hún varð svo ánægð með þá að hún ákvað að setja upp Instagram-síðu fyrir mig. Á örfáum dögum fór síðan allt af stað og það er búið að vera brjálað að gera,“ útskýrir Alba. Hún er himinlifandi með síðuna sem mamma hennar hjálpaði henni að búa til. „Það er svo mikið að gerast á Instagram, flott „instastory“ og svoleiðis. Ég er ekki með eigið Facebook enn þá svo mér finnst skemmtilegt að hafa Instagram,“ segir Alba sem birtir afar fallegar ljósmyndir á Instagram-síðunni sinni. „Að taka fallegar myndir er líka áhugamálið mitt svo ég nýt mín vel í þessu öllu,“ segir Alba sem mælir með að áhugasamir skoði Instagram-síðuna hennar, byalbamist. „Þar er hægt að panta eyrnalokkana mína.“ Fólk er ótrúlega jákvætt,“ segir Alba sem er þakklát fyrir athyglina sem hún hefur fengið og er hálforðlaus. „Ég bjóst alls ekki við þessum viðbrögðum.“En hvað er skemmtilegast við skartgripahönnun? „Að prófa sig áfram með nýja liti og efni. Ég er alltaf með nýjar hugmyndir og núna á næstunni er svo margt í gangi að ég held næstum því að ég verði að stofna fyrirtæki fljótlega,“ segir hin útsjónarsama Alba.Danskir tískubloggarar í uppáhaldi Alba er fædd í Danmörku og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar. Alba kveðst elska danska tísku og fylgjast vel með dönskum tískubloggum. „Ég fylgist svolítið mikið með danskri tísku og hönnun svo danskir bloggarar eru í miklu uppáhaldi.“ Aðspurð út í hvað sé langt síðan að áhuginn á tísku og hönnun hafi kviknað segir Alba:„Ég hef eiginlega haft áhugann allt mitt líf vegna þess að mamma mín er menntuð sem hönnuður.“ Þegar Alba er spurð út í hvað hún ætli sér að verða þegar hún verður fullorðin á hún svolítið erfitt með að svara. „Það er spurning sem ég spyr sjálfa mig oft að en það er kannski erfitt að svara henni í dag. Mér finnst ég hafa hönnuð í blóðinu en hver veit, kannski verð ég bara dýralæknir,“ segir Alba sem er nýflutt og byrjar í Langholtsskóla eftir nokkra daga. „Ég er bæði mjög spennt og kvíðin á sama tíma.“
Krakkar Tíska og hönnun Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira