Viðreisn eini flokkurinn sem fékk tvöfalt hámarksframlag Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. ágúst 2017 06:00 Ráðherrar Viðreisnar, Benedikt, Þorgerður og Þorsteinn. vísir/eyþór Viðreisn er fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem látið hefur reyna á ákvæði sem heimilar flokkum að þiggja tvöfalda hámarksfjárhæð í framlög frá einstaklingum og lögaðilum með því að skilgreina þau sem stofnframlög. Ákvæði um að framlög frá einstaklingum og lögaðilum, sem veitt eru í beinum tengslum við stofnun stjórnmálasamtaka, megi að hámarki nema sem svarar tvöföldu hámarksframlagi, eða 800 þúsund krónum, var sett inn í lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda árið 2010. Enginn flokkur sem stofnaður hefur verið síðan þá hefur nýtt sér þessa grein, þar til Viðreisn gerði það í fyrra. Líkt og Fréttablaðið greindi fyrst fjölmiðla frá gáfu fimm einstaklingar og tveir lögaðilar 800 þúsund krónur hver til Viðreisnar á stofnárinu 2016, alls 5,6 milljónir króna eða ríflega 20% af þeim 26,7 milljónum sem flokkurinn fékk frá fyrirtækjum og einstaklingum í fyrra. Umfjöllun Fréttablaðsins um að fjárfestirinn Helgi Magnússon hefði gefið alls 2,4 milljónir persónulega og í gegnum félög sem honum tengjast hefur vakið mikla athygli og spurningar um lögmæti með tilliti til hámarksframlaga tengdra aðila. Sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun sagði í blaðinu í gær að skilgreiningin á tengdum aðilum væri flókin og Sveinn Arason ríkisendurskoðandi lét hafa eftir sér á RÚV að hann teldi tilefni til að skoða hvort lög um fjármál stjórnmálasamtaka væru nógu skýr er þetta varðar. Á vef Ríkisendurskoðunar er að finna útdrætti úr ársreikningum stjórnmálasamtaka sem boðið hafa fram til Alþingis og á sveitarstjórnarstigi. Síðan breytingar voru gerðar á lögunum hafa þó nokkrir flokkar komið fram. Fréttablaðið skoðaði sérstaklega fyrstu reikninga þeirra sjö stjórnmálaflokka sem stofnaðir hafa verið frá 2010 og hafa boðið fram til Alþingis síðan og leiddi það í ljós að enginn þeirra, nema Viðreisn, þáði framlög umfram 400 þúsund krónur. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir styrkina til Viðreisnar vera í samræmi við lög og reglur Framkvæmdastjóri Viðreisnar fullyrðir að flokkurinn hafi fylgt lögum þegar hann þáði styrk frá Helga Magnússyni fjárfesti í aðdraganda síðustu kosninga. 23. ágúst 2017 07:00 Viðreisn fékk milljónir frá Helga Helgi Magnússon og félög honum tengd styrktu flokkinn um 2,4 milljónir á stofnári hans. Fjárfestirinn var stærsti einstaki bakhjarl flokksins. Fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar styrkti Viðreisn. 22. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Viðreisn er fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem látið hefur reyna á ákvæði sem heimilar flokkum að þiggja tvöfalda hámarksfjárhæð í framlög frá einstaklingum og lögaðilum með því að skilgreina þau sem stofnframlög. Ákvæði um að framlög frá einstaklingum og lögaðilum, sem veitt eru í beinum tengslum við stofnun stjórnmálasamtaka, megi að hámarki nema sem svarar tvöföldu hámarksframlagi, eða 800 þúsund krónum, var sett inn í lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda árið 2010. Enginn flokkur sem stofnaður hefur verið síðan þá hefur nýtt sér þessa grein, þar til Viðreisn gerði það í fyrra. Líkt og Fréttablaðið greindi fyrst fjölmiðla frá gáfu fimm einstaklingar og tveir lögaðilar 800 þúsund krónur hver til Viðreisnar á stofnárinu 2016, alls 5,6 milljónir króna eða ríflega 20% af þeim 26,7 milljónum sem flokkurinn fékk frá fyrirtækjum og einstaklingum í fyrra. Umfjöllun Fréttablaðsins um að fjárfestirinn Helgi Magnússon hefði gefið alls 2,4 milljónir persónulega og í gegnum félög sem honum tengjast hefur vakið mikla athygli og spurningar um lögmæti með tilliti til hámarksframlaga tengdra aðila. Sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun sagði í blaðinu í gær að skilgreiningin á tengdum aðilum væri flókin og Sveinn Arason ríkisendurskoðandi lét hafa eftir sér á RÚV að hann teldi tilefni til að skoða hvort lög um fjármál stjórnmálasamtaka væru nógu skýr er þetta varðar. Á vef Ríkisendurskoðunar er að finna útdrætti úr ársreikningum stjórnmálasamtaka sem boðið hafa fram til Alþingis og á sveitarstjórnarstigi. Síðan breytingar voru gerðar á lögunum hafa þó nokkrir flokkar komið fram. Fréttablaðið skoðaði sérstaklega fyrstu reikninga þeirra sjö stjórnmálaflokka sem stofnaðir hafa verið frá 2010 og hafa boðið fram til Alþingis síðan og leiddi það í ljós að enginn þeirra, nema Viðreisn, þáði framlög umfram 400 þúsund krónur.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir styrkina til Viðreisnar vera í samræmi við lög og reglur Framkvæmdastjóri Viðreisnar fullyrðir að flokkurinn hafi fylgt lögum þegar hann þáði styrk frá Helga Magnússyni fjárfesti í aðdraganda síðustu kosninga. 23. ágúst 2017 07:00 Viðreisn fékk milljónir frá Helga Helgi Magnússon og félög honum tengd styrktu flokkinn um 2,4 milljónir á stofnári hans. Fjárfestirinn var stærsti einstaki bakhjarl flokksins. Fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar styrkti Viðreisn. 22. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Segir styrkina til Viðreisnar vera í samræmi við lög og reglur Framkvæmdastjóri Viðreisnar fullyrðir að flokkurinn hafi fylgt lögum þegar hann þáði styrk frá Helga Magnússyni fjárfesti í aðdraganda síðustu kosninga. 23. ágúst 2017 07:00
Viðreisn fékk milljónir frá Helga Helgi Magnússon og félög honum tengd styrktu flokkinn um 2,4 milljónir á stofnári hans. Fjárfestirinn var stærsti einstaki bakhjarl flokksins. Fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar styrkti Viðreisn. 22. ágúst 2017 07:00