Sundurlimaða líkið af Kim Wall Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. ágúst 2017 06:02 Líkið sem fannst í sjónum við Amager var af blaðakonunni Kim Wall. Vísir/EPA Kvenmannslíkið, sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag, er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. Þetta staðfestir lögreglan í samtali DR nú í morgun sem og á Twitter-síðu sinni þar sem hún segir að niðurstöður lífsýnagreiningar hafi leitt þetta í ljós. „DNA-samsvörun milli líksins og Kim Wall. Ekkert frekar,“ skrifar hún í færslu sinni. Dna match mellem torso og Kim Wall. Ikke yderligere #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) August 23, 2017 Fram hefur komið að líkið sem fannst hafi verið sundurlimað og var það án höfuðs, handleggja og fóta. Á blaðamannafundi í gær greindi talsmaður lögreglunnar frá því að limirnir hefðu verið fjarlægðir af ásettu ráði. Mjög ólíklegt þætti að slíkir áverkar hlytust í slysförum. Líkið fannst á því svæði sem leitað hefur verið á að sænsku blaðakonunni Kim Wall sem hvarf í síðustu viku. Segir slys hafa dregið Wall til dauða Peter Madsen, sem er í haldi lögreglu grunaður um aðild að hvarfi Wall, hefur viðurkennt að hafa varpað líki sænsku blaðakonunnar fyrir borð í kafbáti sínum. Hann heldur því fram að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. Síðast sást til hinnar þrítugu Wall fimmtudaginn 10. ágúst en hún var með Madsen í kafbátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Madsen var handtekinn á laugardaginn grunaður um manndráp af gáleysi eftir að kafbáturinn UC3 Nautilus sökk á föstudaginn. Grunur liggur á að Madsen hafi sökkt honum af ásettu ráði. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald, en neitaði til að byrja með að hafa orðið Wall að bana. Lögmaður Madsens, Betina Hald Engmark, sagði í samtali við Jyllands-Posten á dögunum að þau litu ekki svo á að fundur líksins varpaði ljósi á það sem gerðist í kafbátnum. „Við getum ekki séð hvernig þetta hefur nokkuð með okkar mál að gera,“ sagði Engmark. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátnum sökkt af ásettu ráði – Enn leitað að Kim Wall Enn er leitað að sænsku blaðakonunni Kim Wall sem hefur verið saknað frá því á föstudaginn þegar kafbátur Peter Madsen sökk. 13. ágúst 2017 13:27 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Kvenmannslíkið, sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag, er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. Þetta staðfestir lögreglan í samtali DR nú í morgun sem og á Twitter-síðu sinni þar sem hún segir að niðurstöður lífsýnagreiningar hafi leitt þetta í ljós. „DNA-samsvörun milli líksins og Kim Wall. Ekkert frekar,“ skrifar hún í færslu sinni. Dna match mellem torso og Kim Wall. Ikke yderligere #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) August 23, 2017 Fram hefur komið að líkið sem fannst hafi verið sundurlimað og var það án höfuðs, handleggja og fóta. Á blaðamannafundi í gær greindi talsmaður lögreglunnar frá því að limirnir hefðu verið fjarlægðir af ásettu ráði. Mjög ólíklegt þætti að slíkir áverkar hlytust í slysförum. Líkið fannst á því svæði sem leitað hefur verið á að sænsku blaðakonunni Kim Wall sem hvarf í síðustu viku. Segir slys hafa dregið Wall til dauða Peter Madsen, sem er í haldi lögreglu grunaður um aðild að hvarfi Wall, hefur viðurkennt að hafa varpað líki sænsku blaðakonunnar fyrir borð í kafbáti sínum. Hann heldur því fram að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. Síðast sást til hinnar þrítugu Wall fimmtudaginn 10. ágúst en hún var með Madsen í kafbátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Madsen var handtekinn á laugardaginn grunaður um manndráp af gáleysi eftir að kafbáturinn UC3 Nautilus sökk á föstudaginn. Grunur liggur á að Madsen hafi sökkt honum af ásettu ráði. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald, en neitaði til að byrja með að hafa orðið Wall að bana. Lögmaður Madsens, Betina Hald Engmark, sagði í samtali við Jyllands-Posten á dögunum að þau litu ekki svo á að fundur líksins varpaði ljósi á það sem gerðist í kafbátnum. „Við getum ekki séð hvernig þetta hefur nokkuð með okkar mál að gera,“ sagði Engmark.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátnum sökkt af ásettu ráði – Enn leitað að Kim Wall Enn er leitað að sænsku blaðakonunni Kim Wall sem hefur verið saknað frá því á föstudaginn þegar kafbátur Peter Madsen sökk. 13. ágúst 2017 13:27 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Kafbátnum sökkt af ásettu ráði – Enn leitað að Kim Wall Enn er leitað að sænsku blaðakonunni Kim Wall sem hefur verið saknað frá því á föstudaginn þegar kafbátur Peter Madsen sökk. 13. ágúst 2017 13:27
Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30
Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20