Yfir 200 tilkynningar til netöryggissveitarinnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. ágúst 2017 07:00 Fyrirtækjum er ekki skylt að tilkynna netöryggisveit um atvik sem varða netöryggi. Vísir/Getty CERT-ÍS netöryggissveitinni bárust alls 208 tilkynningar sem varða netöryggi á árinu 2016. Þetta kemur fram í nýrri árskýrslu. Innlendar tilkynningar voru 35 en 173 tilkynningar frá útlöndum. Innlendu tölurnar segja þó ekki alla söguna enda hafa íslensk fyrirtæki ekki tilkynningaskyldu gagnvart sveitinni og er það töluverður akkillesarhæll, segir Þorleifur Jónasson, forstöðumaður CERT-ÍS. Unnið er að gerð þjónustusamninga við þá geira sem starfa á sviðum mikilvægra innviða samfélagsins. Ákveðið var að fara þessa leið eftir að fallið var frá áformum um að færa CERT-ÍS til Ríkislögreglustjóra, þegar ljóst varð að ekki var unnt að fjármagna starfsemina með skattheimtu hjá helstu geirum. „Við höfum þegar kynnt drög að samningum fyrir aðilum fjármálageirans, orkugeirans og stjórnsýslunnar. Við erum komin vel á veg með samninga við orkugeirann. Svo tökum við þetta bara skref fyrir skref,“ segir Þorleifur. Þjónustusamningarnir yrðu þá grundvöllur fyrir fjármögnun sveitarinnar en þeir eru einnig forsenda þess að sveitin fái nauðsynlega yfirsýn og svokallaða ástandsvitund um internetið. Forsenda ástandsvitundar er að sveitin fái tilkynningar um þau atvik sem upp koma. „Ef árás er til dæmis gerð á orkugeirann, er ekki ólíklegt að sambærileg árás sé í bígerð gagnvart öðrum geirum. Tilkynning til okkar er mikilvæg til þess að við getum greint atvikið og aðvarað aðra geira,“ segir Þorleifur: „Í dag hafa fyrirtæki hvorki skyldu til að tilkynna þessi atvik til okkar né heldur verða við tilmælum sveitarinnar að öðru leyti.“ Aðspurður segir Þorleifur að tilkynningar frá einstaklingum varði yfirleitt ólöglegt athæfi eins og fjárkúgun, miðlun höfundarvarins efnis og sölu fíkniefna. Tilkynna beri öll slík atvik til lögreglu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
CERT-ÍS netöryggissveitinni bárust alls 208 tilkynningar sem varða netöryggi á árinu 2016. Þetta kemur fram í nýrri árskýrslu. Innlendar tilkynningar voru 35 en 173 tilkynningar frá útlöndum. Innlendu tölurnar segja þó ekki alla söguna enda hafa íslensk fyrirtæki ekki tilkynningaskyldu gagnvart sveitinni og er það töluverður akkillesarhæll, segir Þorleifur Jónasson, forstöðumaður CERT-ÍS. Unnið er að gerð þjónustusamninga við þá geira sem starfa á sviðum mikilvægra innviða samfélagsins. Ákveðið var að fara þessa leið eftir að fallið var frá áformum um að færa CERT-ÍS til Ríkislögreglustjóra, þegar ljóst varð að ekki var unnt að fjármagna starfsemina með skattheimtu hjá helstu geirum. „Við höfum þegar kynnt drög að samningum fyrir aðilum fjármálageirans, orkugeirans og stjórnsýslunnar. Við erum komin vel á veg með samninga við orkugeirann. Svo tökum við þetta bara skref fyrir skref,“ segir Þorleifur. Þjónustusamningarnir yrðu þá grundvöllur fyrir fjármögnun sveitarinnar en þeir eru einnig forsenda þess að sveitin fái nauðsynlega yfirsýn og svokallaða ástandsvitund um internetið. Forsenda ástandsvitundar er að sveitin fái tilkynningar um þau atvik sem upp koma. „Ef árás er til dæmis gerð á orkugeirann, er ekki ólíklegt að sambærileg árás sé í bígerð gagnvart öðrum geirum. Tilkynning til okkar er mikilvæg til þess að við getum greint atvikið og aðvarað aðra geira,“ segir Þorleifur: „Í dag hafa fyrirtæki hvorki skyldu til að tilkynna þessi atvik til okkar né heldur verða við tilmælum sveitarinnar að öðru leyti.“ Aðspurður segir Þorleifur að tilkynningar frá einstaklingum varði yfirleitt ólöglegt athæfi eins og fjárkúgun, miðlun höfundarvarins efnis og sölu fíkniefna. Tilkynna beri öll slík atvik til lögreglu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira