Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ná tali af manni sem var ógnað með skammbyssu fyrir utan Ölhúsið við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði föstudaginn 18. ágúst um klukkan 18:15.
Rannsókn lögreglu stendur yfir en að minnsta kosti tveir menn hafa verið handteknir og yfirheyrðir í tengslum við málið.
Maðurinn sem leitað er að ók hvítum smábíl og biður lögreglan hvern þann sem getur upplýst hver viðkomandi er að hafa samband
við rannsóknardeild lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði gegnum netfangið jgs@lrh.is, í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða síma 444-1000.
