Í beinni: Aðalmeðferð í Birnumálinu heldur áfram Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 07:00 Páll Rúnar M. Kristjánsson (t.v), verjandi Thomasar, sat íhugull á meðan dómtúlkur (t.h) þýddi framburð skjólstæðings hans yfir á íslensku. Thomas Möller, annar frá hægri, muldraði frásögn sína ofan í bringu sér og var hinn rólegasti. Vísir/Halldór Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar síðastliðinn. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq þann 18. janúar. Thomas, sem er grænlenskur, var skipverji á togaranum sem hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Thomas Møller gaf sjálfur skýrslu fyrir dómi í gær og breytti þar framburði sínum töluvert frá því sem var hjá lögreglu þegar hann svaraði spurningum saksóknara og verjanda í gærmorgun. Í dag stendur til að taka skýrslur af 20 vitnum í málinu. Þar á meðal eru bræðurnir tveir sem fundu skó Birnu þegar leitin að henni stóð sem hæst, átta fulltrúar lögreglu og réttarmeinafræðingur og matsmaður í málinu.Vísir mun fylgjast með öllu sem fram fer í dómsal og flytja lesendum stöðugar fregnir í vaktinni hér að neðan sem uppfærist jafnóðum.
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar síðastliðinn. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq þann 18. janúar. Thomas, sem er grænlenskur, var skipverji á togaranum sem hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Thomas Møller gaf sjálfur skýrslu fyrir dómi í gær og breytti þar framburði sínum töluvert frá því sem var hjá lögreglu þegar hann svaraði spurningum saksóknara og verjanda í gærmorgun. Í dag stendur til að taka skýrslur af 20 vitnum í málinu. Þar á meðal eru bræðurnir tveir sem fundu skó Birnu þegar leitin að henni stóð sem hæst, átta fulltrúar lögreglu og réttarmeinafræðingur og matsmaður í málinu.Vísir mun fylgjast með öllu sem fram fer í dómsal og flytja lesendum stöðugar fregnir í vaktinni hér að neðan sem uppfærist jafnóðum.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Sjá meira