Fótbolti

Sakar landsliðsþjálfarann um kynþáttafordóma

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aluko í landsleik.
Aluko í landsleik. vísir/getty
Þjálfari enska kvennalandsliðsins, Mark Sampson, gæti verið í vondum málum eftir að einn af leikmönnum landsliðsins sakaði hann um kynþáttafordóma.

Sú heitir Eni Aluko og hún spilar með Chelsea. Hún er fædd í Nígeríu en flutti til Englands aðeins eins árs gömul. Hún á marga ættingja í Nígeríu sem koma stundum í heimsókn.

Er nokkrir þeirra ætluðu að koma á landsleik Englands á Wembley þá sagði Sampson henni að passa upp á að ættingjar hennar kæmu ekki með ebólu-vírusinn á Wembley.

Aluko heldur því fram að enska knattspyrnusambandið hafi vitað af þessum ummælum þjálfarans síðan í nóvember árið 2016 en kosið að aðhafast ekkert.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sampson er sakaður um kynþáttafordóma en hann spurði einu sinni leikmann liðsins sem var dökk á hörund hversu oft hún hefði verið handtekin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×