Að slátra mjólkurkúnni Guðrún Sigurjónsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 07:00 Það er með ólíkindum að lesa og heyra af því hvernig menn telja sjókvíaeldi einkamál þeirra sem hafa atvinnu af því. Við veiðiréttareigendur sem höfum bent á leiðir til að stunda laxeldi betur en nú er gert þykjum óskaplega afskiptasöm. Kannski ekki að ástæðulausu. Við vitum hvaða afleiðingar það getur haft fyrir lífsviðurværi okkar ef hrun verður í villta laxastofninum en tekjur af starfsemi veiðifélaga skipta sköpum fyrir margar fjölskyldur í sveitum landsins. Allt hjálpast þetta að, þó hrun verði í einni starfsemi hjá okkur þá bætir annað það upp því eggin eru ekki öll í sömu körfunni. Hér á bæ hafa veiðileigutekjur oftsinnis bjargað miklu þegar illa hefur gengið annaðhvort í mjólkurframleiðslunni til dæmis þegar kvótinn var settur á eða þegar samdráttur er í lambakjötinu. Jörðin komst í eigu afa og ömmu árið 1927, ári eftir að Veiðifélag Norðurár var stofnað en það var einmitt stofnað því veiðiréttareigendur sáu að þannig væri hagsmunum þeirra og árinnar best borgið, til heilla og framfara. Að þurfa að sjá á eftir veiðileigutekjum er svolítið eins og þurfa að slátra bestu mjólkurkúnni. Það gerir maður ekki ótilneyddur. Fiskeldi er komið til að vera. Stór hluti daglegrar fisksneyslu er eldisfiskur. Það eru til þekktar leiðir til að vanda sig í fiskeldi til dæmis með því að stunda það á landi. Ekki er hægt að segja að hér á Íslandi hefi verið staðið almennilega að því að móta þessa nýju atvinnugrein. Það þarf að móta rekstrarumhverfið áður en farið er af stað svo allir sem vilja starfa í greininni viti að hverju þeir ganga. Í umfjöllun um sjókvíaeldið hefur margoft verið bent á hættuna sem steðjar að lífríkinu vegna þess og hvers lags ógn sjókvíaeldið er við náttúrulega laxastofninn. Hvaða tryggingar eru settar fram fyrir þeim skaða sem við, sem höfum tekjur af villta laxinum, gætum orðið fyrir? Hann gæti orðið verulegur. Skaðinn lendir á veiðifélögunum. Hver er tilbúinn að ábyrgjast tjónið? Það er hreinasta hörmung að upplifa það aftur og aftur að engin virðing sé borin fyrir náttúrulegu lífríki. Skammtímahagsmunir þeirra sem vilja græða aðeins meiri pening vega þyngra. Höfundur er bóndi á Glitstöðum í Norðurárdal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að lesa og heyra af því hvernig menn telja sjókvíaeldi einkamál þeirra sem hafa atvinnu af því. Við veiðiréttareigendur sem höfum bent á leiðir til að stunda laxeldi betur en nú er gert þykjum óskaplega afskiptasöm. Kannski ekki að ástæðulausu. Við vitum hvaða afleiðingar það getur haft fyrir lífsviðurværi okkar ef hrun verður í villta laxastofninum en tekjur af starfsemi veiðifélaga skipta sköpum fyrir margar fjölskyldur í sveitum landsins. Allt hjálpast þetta að, þó hrun verði í einni starfsemi hjá okkur þá bætir annað það upp því eggin eru ekki öll í sömu körfunni. Hér á bæ hafa veiðileigutekjur oftsinnis bjargað miklu þegar illa hefur gengið annaðhvort í mjólkurframleiðslunni til dæmis þegar kvótinn var settur á eða þegar samdráttur er í lambakjötinu. Jörðin komst í eigu afa og ömmu árið 1927, ári eftir að Veiðifélag Norðurár var stofnað en það var einmitt stofnað því veiðiréttareigendur sáu að þannig væri hagsmunum þeirra og árinnar best borgið, til heilla og framfara. Að þurfa að sjá á eftir veiðileigutekjum er svolítið eins og þurfa að slátra bestu mjólkurkúnni. Það gerir maður ekki ótilneyddur. Fiskeldi er komið til að vera. Stór hluti daglegrar fisksneyslu er eldisfiskur. Það eru til þekktar leiðir til að vanda sig í fiskeldi til dæmis með því að stunda það á landi. Ekki er hægt að segja að hér á Íslandi hefi verið staðið almennilega að því að móta þessa nýju atvinnugrein. Það þarf að móta rekstrarumhverfið áður en farið er af stað svo allir sem vilja starfa í greininni viti að hverju þeir ganga. Í umfjöllun um sjókvíaeldið hefur margoft verið bent á hættuna sem steðjar að lífríkinu vegna þess og hvers lags ógn sjókvíaeldið er við náttúrulega laxastofninn. Hvaða tryggingar eru settar fram fyrir þeim skaða sem við, sem höfum tekjur af villta laxinum, gætum orðið fyrir? Hann gæti orðið verulegur. Skaðinn lendir á veiðifélögunum. Hver er tilbúinn að ábyrgjast tjónið? Það er hreinasta hörmung að upplifa það aftur og aftur að engin virðing sé borin fyrir náttúrulegu lífríki. Skammtímahagsmunir þeirra sem vilja græða aðeins meiri pening vega þyngra. Höfundur er bóndi á Glitstöðum í Norðurárdal.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar