Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 5. febrúar 2025 13:00 Yfirstandandi kjaradeila kennara er hörð. Ásakanir ganga manna á milli án þess að lýðurinn viti hvað sveitarfélögin hafa boðið og hverju Kennarasambandið hafnar. Það eru einungis samninganefndir viðræðuaðila sem hafa séð tilboðin og því veit almenningur ekki hverju á að trúa. Forystusauðir KÍ eru sparir á upplýsingar til félagsmanna um tilboð sveitarfélaganna. Kannski er það nauðsynlegt, ekkert má leka út. Lítil sem engin yfirvinna Grunnskólakennarar tala um að þeir hafi ekki möguleika á yfirvinnu eins og aðrar stéttir. Það er ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Forfallakennsla er í boði, en þá kennir grunnskólakennarinn í eyðu sem myndast hefur í stundaskránni. Eyður myndast þegar nemendur fara í tíma hjá sérgreinakennurum, s.s. íþróttir, list- og verkgreinar. Fyrir forfallakennslu fær kennari greidda eina klukkustund í yfirvinnu. Hins vegar hefur myndast sú hefð hjá skólastjórnendum, sem nú berjast með grunnskólakennurum, að nota álagsgreiðslur í stað yfirvinnu. Kjarasamningur grunnskólakennara gefur stjórnendum þennan möguleika ,, Þegar kennara einnar bekkjardeildar/námshóps er falið að bæta við sig kennslu annarrar bekkjardeildar/námshóps samhliða eigin kennslu vegna forfalla annars kennara, skal greiða honum hálfa yfirvinnustund í álag fyrir hverja slíka kennslustund.“ En það bannar ekkert grunnskólakennurum að segja nei. Hvað þýðir þetta, jú kennari sem er í eyðu verður af yfirvinnu af því annar kennari segir já við að bæta á sig hópi gegn vægara gjaldi. Þannig stuðla grunnskólakennara sjálfir að því að minnka möguleika stéttarinnar til yfirvinnu. Síðan er ágætislausn skólastjóra til að spara, gefa nemendum frí í tímum. Jafnvel þó kennarar í skólanum séu á lausu og gætu tekið forfallakennslu. Þar kemur að foreldrum, eru þeir sáttir við að kennsla falli niður vegna sparnaðar stjórnenda? Versnar þegar kemur að teymum Teymi í skólastofunni eru misstór. Í kjarasamningi grunnskólakennara kveður á um að þeir geti skipt með sér ,,forföllum“ sem myndast þegar einn kennari teymisins er veikur. Í kjarasamningnum segir,,… b. í fjögurra kennara teymi ef einn forfallast (og ekki kemur inn afleysing) fá þeir þrír sem eftir standa 33% álag hver. c. Í fimm kennara teymi, ef einn forfallast (og ekki kemur inn afleysing) þá fá þeir fjórir sem eftir standa 25% álag hver.“ Enn og aftur, grunnskólakennarar hafa af öðrum kennurum sem eru í eyðu möguleika á yfirvinnu. Það má því segja að grunnskólakennarar séu stétt sinni verstir. Þegar málin eru rædd segja sumir kennarar; ,,það er miklu betra að gera þetta sjálfur heldur en leiðbeina einhverjum“, sem sagt einhver er grunnskólakennari að mennt. Sérfræðingur í sínu fagi. Álagið eykst Í kjarasamningum segir innan sviga ,,og ekki kemur inn afleysing.“ Miðað við þær fréttir um aukin veikindi, álag og þreytu stéttarinnar má undrast að grunnskólakennara samþykki svona ráðstöfun heilu og hálfu dagana. Hér geta grunnskólakennarar sett niður fótinn og sagt nei takk við auknu álagi sem fylgir því að taka viðbótarhóp eða bekk. Þeir hafa leyfi til þess. Stjórnendur sjá þessa lausn sem heilmikla sparnaðarráðstöfun fyrir skóla, á kostað kennara. Þá er baráttan ekki sameiginleg. Sennilega hefur ákvæðið verið sett inn, á sínum tíma, til að greiða þeim grunnskólakennurum sem gerðu þetta ókeypis áður. Það vill loða við grunnskólakennara að þeir vilja endalaust bjarga heiminum, jafnvel á eigin kostnað. Höfundur er M.Sc. M.Ed. B.Ed. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Yfirstandandi kjaradeila kennara er hörð. Ásakanir ganga manna á milli án þess að lýðurinn viti hvað sveitarfélögin hafa boðið og hverju Kennarasambandið hafnar. Það eru einungis samninganefndir viðræðuaðila sem hafa séð tilboðin og því veit almenningur ekki hverju á að trúa. Forystusauðir KÍ eru sparir á upplýsingar til félagsmanna um tilboð sveitarfélaganna. Kannski er það nauðsynlegt, ekkert má leka út. Lítil sem engin yfirvinna Grunnskólakennarar tala um að þeir hafi ekki möguleika á yfirvinnu eins og aðrar stéttir. Það er ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Forfallakennsla er í boði, en þá kennir grunnskólakennarinn í eyðu sem myndast hefur í stundaskránni. Eyður myndast þegar nemendur fara í tíma hjá sérgreinakennurum, s.s. íþróttir, list- og verkgreinar. Fyrir forfallakennslu fær kennari greidda eina klukkustund í yfirvinnu. Hins vegar hefur myndast sú hefð hjá skólastjórnendum, sem nú berjast með grunnskólakennurum, að nota álagsgreiðslur í stað yfirvinnu. Kjarasamningur grunnskólakennara gefur stjórnendum þennan möguleika ,, Þegar kennara einnar bekkjardeildar/námshóps er falið að bæta við sig kennslu annarrar bekkjardeildar/námshóps samhliða eigin kennslu vegna forfalla annars kennara, skal greiða honum hálfa yfirvinnustund í álag fyrir hverja slíka kennslustund.“ En það bannar ekkert grunnskólakennurum að segja nei. Hvað þýðir þetta, jú kennari sem er í eyðu verður af yfirvinnu af því annar kennari segir já við að bæta á sig hópi gegn vægara gjaldi. Þannig stuðla grunnskólakennara sjálfir að því að minnka möguleika stéttarinnar til yfirvinnu. Síðan er ágætislausn skólastjóra til að spara, gefa nemendum frí í tímum. Jafnvel þó kennarar í skólanum séu á lausu og gætu tekið forfallakennslu. Þar kemur að foreldrum, eru þeir sáttir við að kennsla falli niður vegna sparnaðar stjórnenda? Versnar þegar kemur að teymum Teymi í skólastofunni eru misstór. Í kjarasamningi grunnskólakennara kveður á um að þeir geti skipt með sér ,,forföllum“ sem myndast þegar einn kennari teymisins er veikur. Í kjarasamningnum segir,,… b. í fjögurra kennara teymi ef einn forfallast (og ekki kemur inn afleysing) fá þeir þrír sem eftir standa 33% álag hver. c. Í fimm kennara teymi, ef einn forfallast (og ekki kemur inn afleysing) þá fá þeir fjórir sem eftir standa 25% álag hver.“ Enn og aftur, grunnskólakennarar hafa af öðrum kennurum sem eru í eyðu möguleika á yfirvinnu. Það má því segja að grunnskólakennarar séu stétt sinni verstir. Þegar málin eru rædd segja sumir kennarar; ,,það er miklu betra að gera þetta sjálfur heldur en leiðbeina einhverjum“, sem sagt einhver er grunnskólakennari að mennt. Sérfræðingur í sínu fagi. Álagið eykst Í kjarasamningum segir innan sviga ,,og ekki kemur inn afleysing.“ Miðað við þær fréttir um aukin veikindi, álag og þreytu stéttarinnar má undrast að grunnskólakennara samþykki svona ráðstöfun heilu og hálfu dagana. Hér geta grunnskólakennarar sett niður fótinn og sagt nei takk við auknu álagi sem fylgir því að taka viðbótarhóp eða bekk. Þeir hafa leyfi til þess. Stjórnendur sjá þessa lausn sem heilmikla sparnaðarráðstöfun fyrir skóla, á kostað kennara. Þá er baráttan ekki sameiginleg. Sennilega hefur ákvæðið verið sett inn, á sínum tíma, til að greiða þeim grunnskólakennurum sem gerðu þetta ókeypis áður. Það vill loða við grunnskólakennara að þeir vilja endalaust bjarga heiminum, jafnvel á eigin kostnað. Höfundur er M.Sc. M.Ed. B.Ed.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun