Beðið í ofvæni eftir almyrkva Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 07:43 Aubrey Gemignani, ljósmyndari hjá NASA, prófaði búnað sinn í gær. Hún hyggst fanga almyrkvann á filmu í dag. Vísir/afp Bandaríkjamenn bíða nú í ofvæni eftir almyrkva á sólu sem verður sjáanlegur frá Bandaríkjunum í dag. Almyrkvinn mun ganga þvert yfir Bandaríkin, frá Oregon í vestri klukkan 10:15 að staðartíma og til Suður-Karólínu í austri þar sem honum lýkur um 90 mínútum síðar, að því er fram kemur á Stjörnufræðivefnum. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1918 sem tunglið gengur í veg fyrir sólu og veldur almyrkva af þessu tagi þvert yfir Bandaríkin. Síðast sást almyrkvi frá meginlandi Bandaríkjanna árið 1979. Gert er ráð fyrir að allt að átta milljónir manna leggi leið sína að slóð almyrkvans. Þá verður umferðin að öllum líkindum einna verst í Suður-Karólínu þar sem er þéttbýlast. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur og ritstjóri Stjörnufræðivefsins, er staddur í bænum Casper í Wyoming og mun fylgjast með almyrkvanum sem hefst þar klukkan 11:42 að staðartíma og mun standa yfir í 2 mínútur og 26 sekúndur. Í frétt BBC segir að þeir sem hyggist fylgjast með almyrkvanum séu beðnir um að sýna nærgætni en hættulegt getur verið að horfa beint í sólina berum augum, jafnvel þó tunglið skyggi á hana eins og í dag. Þá telja sérfræðingar að almyrkvinn í dag muni hljóta mesta umfjöllun allra slíkra atburða í mannkynssögunni. Frá Íslandi mun sjást lítilsháttar deildarmyrkvi. Hann hefst klukkan 18:21, verður í hámarki 18:44 og lýkur 19:05 Tengdar fréttir Stórkostlegt sjónarspil þegar almyrkvi gengur yfir Bandaríkin Eitt stórkostlegasta sjónarspil náttúrunnar mun gleðja milljónir manna í Bandaríkjunum í ágúst þegar almyrkvi gengur yfir landið. Næsti almyrkvi sem sést frá Íslandi verður eftir níu ár - Stjörnu-Sævar ætlar ekki að bíða eftir því og heldur vestanhafs á næstu dögum. 7. júlí 2017 20:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Bandaríkjamenn bíða nú í ofvæni eftir almyrkva á sólu sem verður sjáanlegur frá Bandaríkjunum í dag. Almyrkvinn mun ganga þvert yfir Bandaríkin, frá Oregon í vestri klukkan 10:15 að staðartíma og til Suður-Karólínu í austri þar sem honum lýkur um 90 mínútum síðar, að því er fram kemur á Stjörnufræðivefnum. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1918 sem tunglið gengur í veg fyrir sólu og veldur almyrkva af þessu tagi þvert yfir Bandaríkin. Síðast sást almyrkvi frá meginlandi Bandaríkjanna árið 1979. Gert er ráð fyrir að allt að átta milljónir manna leggi leið sína að slóð almyrkvans. Þá verður umferðin að öllum líkindum einna verst í Suður-Karólínu þar sem er þéttbýlast. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur og ritstjóri Stjörnufræðivefsins, er staddur í bænum Casper í Wyoming og mun fylgjast með almyrkvanum sem hefst þar klukkan 11:42 að staðartíma og mun standa yfir í 2 mínútur og 26 sekúndur. Í frétt BBC segir að þeir sem hyggist fylgjast með almyrkvanum séu beðnir um að sýna nærgætni en hættulegt getur verið að horfa beint í sólina berum augum, jafnvel þó tunglið skyggi á hana eins og í dag. Þá telja sérfræðingar að almyrkvinn í dag muni hljóta mesta umfjöllun allra slíkra atburða í mannkynssögunni. Frá Íslandi mun sjást lítilsháttar deildarmyrkvi. Hann hefst klukkan 18:21, verður í hámarki 18:44 og lýkur 19:05
Tengdar fréttir Stórkostlegt sjónarspil þegar almyrkvi gengur yfir Bandaríkin Eitt stórkostlegasta sjónarspil náttúrunnar mun gleðja milljónir manna í Bandaríkjunum í ágúst þegar almyrkvi gengur yfir landið. Næsti almyrkvi sem sést frá Íslandi verður eftir níu ár - Stjörnu-Sævar ætlar ekki að bíða eftir því og heldur vestanhafs á næstu dögum. 7. júlí 2017 20:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Stórkostlegt sjónarspil þegar almyrkvi gengur yfir Bandaríkin Eitt stórkostlegasta sjónarspil náttúrunnar mun gleðja milljónir manna í Bandaríkjunum í ágúst þegar almyrkvi gengur yfir landið. Næsti almyrkvi sem sést frá Íslandi verður eftir níu ár - Stjörnu-Sævar ætlar ekki að bíða eftir því og heldur vestanhafs á næstu dögum. 7. júlí 2017 20:00