Haustspá Siggu Kling - Steingeitin: Þarft að verðleggja þig miklu hærra 1. september 2017 09:00 Elsku Steingeitin mín, þú ert fædd til að ganga hamingjusaman veg en flækir þig svo oft í viðhorfum til lífsins og þú treystir fáum þó þú eigir stóran vinahóp. Okkar stærstu og merkilegustu leiðtogar eru fæddir í þessu merki en til þess að þú náir að vera sá leiðtogi sem þú vilt vera (og átt að vera) verður þú að læra að treysta, það er lykillinn að því að hamingjan geti búið í þér. Ég á eina ofsalega góða vinkonu sem er búsett í þessu merki og hún sagði einu sinni við mig: "köld eru kvennaráð" en í því var hún bara að meina að ég geri hvað sem ég þarf til að passa upp á þá sem eru fjölskyldan mín og þá sem ég elska. Margir mafíuforingjar eru fæddir í þessu merki og ef náinn vinur þinn myndi biðja þig um að grafa lík í garðinum þínum myndir þú gera það. Þess vegna er svo mikilvægt að vera vinur þinn þó ekkert lík þurfi nú að grafa. Þú hefur átt það til að láta fólk sem hefur ekkert að gefa hindra þig á vegi þínum til vegsemdar. En þegar þú gerir þér grein fyrir hverjir eru sannir vinir þínir, hverjir eru bara þiggjendur að orkunni þinni og hverjum þú vilt verja lífinu með þá brýtur þú af þér alla fjötra. Þú ert svo einlæg en grípur stundum til þess ráðs að vera yfirborðskennd þegar þú ert óörugg. En það fer þér svo illa og fælir frá þér þá sem þú þráir mest að hafa í lífi þínu. Og þessi tilhneiging að skoða hversu langt þú kemst með fólk sem þér líkar í raun illa við mun alltaf valda þér skaða. Þú ert vel liðinn í vinnu og hvers kyns verkefnum því þú skilar þínu og gerir það vel. En þú þarft að vita og skilja að þú þarft að verðleggja þig miklu hærra en þú gerir. Þér er bara svo illa við að biðja um hærra kaup eða betri verkefni því þér finnst eins og þeir sem næst þér standa í verkefnum eigi bara að sjá hversu verðmætur þú ert. En hlutirnir virka ekki alltaf þannig. Þú þarft að muna að rétta upp hönd, minna á þig og vera staðföst í stoltinu þínu. Í ástinni viltu svo innilega að hlutirnir séu uppi á yfirborðinu svo þú þurfir ekki að læðast með fram veggjum. Þú ert svo hreinn og beinn andi að allt pukur mun láta þig kafna. Í ástinni þarftu að hafa hreint og tært hjarta því það mun skila sér eins og stærsti lottóvinningurinn. Þú hefur þann eiginleika að vera mjög gjafmild og höfðingleg þó þú hafir alls ekki efni á því, en þú munt sjá á haustmánuðum að þetta mun skila sér í jákvæðu karma frá einstaklingum sem þú bjóst alls ekki við að myndu styðja þig. Og þegar það gerist þá færðu aflið til að meta þig sjálfa að verðleikum. Setningin þín er: Hamingjan er í þínum höndum - If you‘re happy and you know it clap your handsFrægar Steingeitur: Guðjón Pétur Lýðsson markakóngur, Svava Johansen í Sautján, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, dr. Kristín Ólafsdóttir og Davíð Oddsson, Jón Gnarr, Elvis Presley, Gunnar Þórðarson, Tómas Guðbjartsson læknahetja, Lovísa Tómas, Dorrit Moussaieff forsetafrú, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, Jesús og Simmi á Fabrikkunni, Óttar Proppé, Ingveldur Ægissdóttir módir og kvunndagshetja, Hendrika Waage hönnuður. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Elsku Steingeitin mín, þú ert fædd til að ganga hamingjusaman veg en flækir þig svo oft í viðhorfum til lífsins og þú treystir fáum þó þú eigir stóran vinahóp. Okkar stærstu og merkilegustu leiðtogar eru fæddir í þessu merki en til þess að þú náir að vera sá leiðtogi sem þú vilt vera (og átt að vera) verður þú að læra að treysta, það er lykillinn að því að hamingjan geti búið í þér. Ég á eina ofsalega góða vinkonu sem er búsett í þessu merki og hún sagði einu sinni við mig: "köld eru kvennaráð" en í því var hún bara að meina að ég geri hvað sem ég þarf til að passa upp á þá sem eru fjölskyldan mín og þá sem ég elska. Margir mafíuforingjar eru fæddir í þessu merki og ef náinn vinur þinn myndi biðja þig um að grafa lík í garðinum þínum myndir þú gera það. Þess vegna er svo mikilvægt að vera vinur þinn þó ekkert lík þurfi nú að grafa. Þú hefur átt það til að láta fólk sem hefur ekkert að gefa hindra þig á vegi þínum til vegsemdar. En þegar þú gerir þér grein fyrir hverjir eru sannir vinir þínir, hverjir eru bara þiggjendur að orkunni þinni og hverjum þú vilt verja lífinu með þá brýtur þú af þér alla fjötra. Þú ert svo einlæg en grípur stundum til þess ráðs að vera yfirborðskennd þegar þú ert óörugg. En það fer þér svo illa og fælir frá þér þá sem þú þráir mest að hafa í lífi þínu. Og þessi tilhneiging að skoða hversu langt þú kemst með fólk sem þér líkar í raun illa við mun alltaf valda þér skaða. Þú ert vel liðinn í vinnu og hvers kyns verkefnum því þú skilar þínu og gerir það vel. En þú þarft að vita og skilja að þú þarft að verðleggja þig miklu hærra en þú gerir. Þér er bara svo illa við að biðja um hærra kaup eða betri verkefni því þér finnst eins og þeir sem næst þér standa í verkefnum eigi bara að sjá hversu verðmætur þú ert. En hlutirnir virka ekki alltaf þannig. Þú þarft að muna að rétta upp hönd, minna á þig og vera staðföst í stoltinu þínu. Í ástinni viltu svo innilega að hlutirnir séu uppi á yfirborðinu svo þú þurfir ekki að læðast með fram veggjum. Þú ert svo hreinn og beinn andi að allt pukur mun láta þig kafna. Í ástinni þarftu að hafa hreint og tært hjarta því það mun skila sér eins og stærsti lottóvinningurinn. Þú hefur þann eiginleika að vera mjög gjafmild og höfðingleg þó þú hafir alls ekki efni á því, en þú munt sjá á haustmánuðum að þetta mun skila sér í jákvæðu karma frá einstaklingum sem þú bjóst alls ekki við að myndu styðja þig. Og þegar það gerist þá færðu aflið til að meta þig sjálfa að verðleikum. Setningin þín er: Hamingjan er í þínum höndum - If you‘re happy and you know it clap your handsFrægar Steingeitur: Guðjón Pétur Lýðsson markakóngur, Svava Johansen í Sautján, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, dr. Kristín Ólafsdóttir og Davíð Oddsson, Jón Gnarr, Elvis Presley, Gunnar Þórðarson, Tómas Guðbjartsson læknahetja, Lovísa Tómas, Dorrit Moussaieff forsetafrú, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, Jesús og Simmi á Fabrikkunni, Óttar Proppé, Ingveldur Ægissdóttir módir og kvunndagshetja, Hendrika Waage hönnuður.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira