Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. ágúst 2017 20:00 Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin en móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk.Tappinn skaust í auga dóttur Oddnýjar.18 ára dóttir Oddnýjar Sigrúnar lenti í skelfilegu slysi á sunnudaginn þegar hún opnaði plastflösku af Floridana ávaxtasafa. Yfirþrýsingur hafði myndast í flöskunni með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga hennar. „Höggið er það þungt sem tappinn gefur að í dag fjórum dögum eftir slysið þá sér hún ekki neitt,“ segir Oddný. Oddný setti sig í samband við Ölgerðina á þriðjudag sem lét í kjölfarið innkalla umræddar Floridana plastflöskur. „Ég væri ekki hérna í dag ef þeir hefðu brugðist við af einhverri alvöru. Ég er búin að fara í stórmarkaði og sé að þeir hafa staðið sig þar. Ég hef ekki fundið þetta þar. Allavega ekki í þeim verslunum sem ég hef farið í. En aftur á móti hef ég farið inn í olíuverslanir hjá fleiri en einum aðila og hjá báðum þessum aðilum eru þessar flöskur til sölu enn þann dag í dag,“ segir Oddný. Þá þurfti fréttastofa ekki að leita langt því fyrsta búðin sem farið var í í dag var með safann til sölu. „Þessar myndir af dóttur minni hafa komið fram og þá er fólk að benda á að það hafi gert athugasemd við þetta fyrir nokkrum árum síðan. Þannig þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa.“ Oddný segir að ekki sé víst um batahorfur dóttur sinnar sem gæti misst sjónina. „Hún fær blæðingu inn í augað sem þýðir það að það rofnar æð. Allavega læknarnir í dag þeir ábyrgjast ekki neitt,“ segir Oddný.Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra.Svavar Þór Georgsson lenti einnig mjög illa í því í síðustu viku þegar hann opnaði Floridana plastflösku handa eins og hálfs árs gamalli dóttur sinni. „Þetta jaðraði bara við myndalegasta rothögg,“ segir Svavar Þór. Við það fékk hann skurð á augað ásamt því sem það blæddi inn á það. Hann fór í aðgerð í kjölfar slyssins. „Í dag viku seinna þá sé ég lítið sem ekki neitt með auganu. Ég sé rétt svo móta fyrir fólki með auganu.“Svavar Þór Georgsson íhugar að leggja fram kæru á hendur Ölgerðinni.Þegar við hittum Svavar var hann að leggja fram kæru á hendur Ölgerðinni. Þá íhugar fjölskylda Oddnýjar einnig að leita réttar síns. „Það eru alltaf að koma upp einhver tilfelli um að flöskur spingi. Það er þekkt vandamál um allan heim. Við erum að vinna með ferskvöru og ef hún er ekki geymd við réttar aðstæður þá getur hún gerjast á þá myndast yfirþrýsingur,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Andri segir að Ölgerðin harmi málið sem sé í rannsókn og að neytandinn njóti alltaf vafans. „Við hófum innköllum seinni partinn á þriðjudaginn við erum með her manns í þessu en það tekur alltaf einhverja daga að tæma. Það ætti allt að vera komið ef ekki þá ætti það allt að vera komið í fyrramálið. Við erum nú að velta öllum steinum. Við fórum í allsherjarinnköllun og núna erum við að rannasaka. Við erum búin að hafa samband við erlenda umbúðarframleiðendur og við erum að skoða okkar vélbúnað og vonumst til að það komi niðurstaða í það fljótt,“ segir Andri. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin en móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk.Tappinn skaust í auga dóttur Oddnýjar.18 ára dóttir Oddnýjar Sigrúnar lenti í skelfilegu slysi á sunnudaginn þegar hún opnaði plastflösku af Floridana ávaxtasafa. Yfirþrýsingur hafði myndast í flöskunni með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga hennar. „Höggið er það þungt sem tappinn gefur að í dag fjórum dögum eftir slysið þá sér hún ekki neitt,“ segir Oddný. Oddný setti sig í samband við Ölgerðina á þriðjudag sem lét í kjölfarið innkalla umræddar Floridana plastflöskur. „Ég væri ekki hérna í dag ef þeir hefðu brugðist við af einhverri alvöru. Ég er búin að fara í stórmarkaði og sé að þeir hafa staðið sig þar. Ég hef ekki fundið þetta þar. Allavega ekki í þeim verslunum sem ég hef farið í. En aftur á móti hef ég farið inn í olíuverslanir hjá fleiri en einum aðila og hjá báðum þessum aðilum eru þessar flöskur til sölu enn þann dag í dag,“ segir Oddný. Þá þurfti fréttastofa ekki að leita langt því fyrsta búðin sem farið var í í dag var með safann til sölu. „Þessar myndir af dóttur minni hafa komið fram og þá er fólk að benda á að það hafi gert athugasemd við þetta fyrir nokkrum árum síðan. Þannig þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa.“ Oddný segir að ekki sé víst um batahorfur dóttur sinnar sem gæti misst sjónina. „Hún fær blæðingu inn í augað sem þýðir það að það rofnar æð. Allavega læknarnir í dag þeir ábyrgjast ekki neitt,“ segir Oddný.Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra.Svavar Þór Georgsson lenti einnig mjög illa í því í síðustu viku þegar hann opnaði Floridana plastflösku handa eins og hálfs árs gamalli dóttur sinni. „Þetta jaðraði bara við myndalegasta rothögg,“ segir Svavar Þór. Við það fékk hann skurð á augað ásamt því sem það blæddi inn á það. Hann fór í aðgerð í kjölfar slyssins. „Í dag viku seinna þá sé ég lítið sem ekki neitt með auganu. Ég sé rétt svo móta fyrir fólki með auganu.“Svavar Þór Georgsson íhugar að leggja fram kæru á hendur Ölgerðinni.Þegar við hittum Svavar var hann að leggja fram kæru á hendur Ölgerðinni. Þá íhugar fjölskylda Oddnýjar einnig að leita réttar síns. „Það eru alltaf að koma upp einhver tilfelli um að flöskur spingi. Það er þekkt vandamál um allan heim. Við erum að vinna með ferskvöru og ef hún er ekki geymd við réttar aðstæður þá getur hún gerjast á þá myndast yfirþrýsingur,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Andri segir að Ölgerðin harmi málið sem sé í rannsókn og að neytandinn njóti alltaf vafans. „Við hófum innköllum seinni partinn á þriðjudaginn við erum með her manns í þessu en það tekur alltaf einhverja daga að tæma. Það ætti allt að vera komið ef ekki þá ætti það allt að vera komið í fyrramálið. Við erum nú að velta öllum steinum. Við fórum í allsherjarinnköllun og núna erum við að rannasaka. Við erum búin að hafa samband við erlenda umbúðarframleiðendur og við erum að skoða okkar vélbúnað og vonumst til að það komi niðurstaða í það fljótt,“ segir Andri.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira