Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Kolbeinn Tumi Daðason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 31. ágúst 2017 16:04 Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. Sveinn Gestur var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem gæsluvarðhald yfir honum var framlengt til 28. september. Þetta staðfestir verjandi hans, Þorgils Þorgilsson, við Vísi. Sveinn Gestur hefur verið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tólf vikur grunaður um að hafa ráðið Arnari Jónssyni Aspar bana þann 7. júní síðastliðinn. Hann er einn ákærður í málinu en upphaflega voru sex handteknir. Þá var Jón Trausti Lúthersson í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur en ekki þykir ástæða til að ákæra hann fyrir aðild að málinu.218. grein almennra hegningarlaga.Málið var rannsakað sem manndrápsmál og hefur komið fram í gæsluvarðhaldsúrskurðum að brot gests hafi varðað 211. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. Héraðssaksóknari ákveður hins vegar að ákæra Svein Gest fyrir brot á 218. grein laganna sem fjallar um stórfellda líkamsárás. Brotið getur varðað allt að sextán ára fangelsi þegar bani hlýst af árásinni.Frá vettvangi í Mosfellsdal í júní.vísir/eyþórMatarboð í Mosfellsdal Sérsveit ríkislögreglustjóra, ásamt lögreglu, slökkviliði og sjúkraflutningamönnum var kölluð að Æsustöðum í Mosfellsdal, að kvöldi 7. júní vegna alvarlegrar líkamsárásar sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða. Matarboð stóð yfir á heimili Arnars umrætt kvöld og unnustu hans þegar sex manns bar að garði. Þar voru auk þeirra tveggja tíu daga gömul dóttir þeirra og hjartveikur afi unnustunnar sem flytja þurfti á sjúkrahús seinna um kvöldið, í áfalli eftir það sem gerst hafði.Fimm karlmenn og ein kona voru handtekinn skömmu eftir árásina, þar með talið Sveinn Gestur og Jón Trausti. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir einstaklingunum sex en fljótlega var öllum sleppt úr haldi nema Sveini Gesti og Jón Trausta.Heldur því fram að hinn látni hafi verið í „sturlunarástandi“ Eins og áður segir er Sveinn Gestur einn ákærður fyrir líkamsárásina. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að andlát Arnars sé rakið til nokkurra samverkandi þátta en „en þvinguð frambeygð staða sem brotaþola hafi verið haldið í, með hendur fyrir aftan bak, meðan kærði hafi þrýst með líkama sínum á brjósthol brotaþola og hálstakið sem kærði hafi haldið brotaþola í, samkvæmt framburði vitna, sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem að lokum hafi leitt til köfnunar brotaþola.“ Þá hefur komið fram að samkvæmt krufningskýrslu réttarmeinafræðings sé einnig talið að svokallað æsingsóráðsheilkenni hafi dregið Arnar til dauða, en um afar sjaldgæft heilkenni er að ræða. Heilkennið kemur almennt fram við handtökur en það var talsvert til umfjöllunar árið 2007 þegar Jón Helgason lést í kjölfar handtöku árinu áður. Sveinn Gestur neitar alfarið sök og í yfirlýsingu frá lögmanni hann sem send var fjölmiðlum fyrr í mánuðinum var því haldið fram að Sveinn Gestur hafi aldrei veist að hinum látna „heldur var umbjóðandi minn ásamt öðrum sakborningum í málinu að verjast áras frá hinum látna.“ Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Ósáttur við umfjöllun og segir hið sanna munu koma í ljós Sveinn Gestur Tryggvason, sem grunaður er um að hafa ráðið manni bana í Mosfellsdal í júní, neitar því alfarið að hafa slegið til hins látna eða tekið hann hálstaki. 4. ágúst 2017 12:55 Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi. 26. júlí 2017 11:45 Æsingsóráðsheilkenni talið ein ástæða andlátsins Æsingsóráðsheilkenni er talið vera það sem dró Arnar Jónsson Aspar til dauða þegar hópur manna veittist að honum við heimili hans í Mosfellsdal í júní, samkvæmt krufningsskýrslu réttarmeinafræðings. 3. ágúst 2017 18:36 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. Sveinn Gestur var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem gæsluvarðhald yfir honum var framlengt til 28. september. Þetta staðfestir verjandi hans, Þorgils Þorgilsson, við Vísi. Sveinn Gestur hefur verið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tólf vikur grunaður um að hafa ráðið Arnari Jónssyni Aspar bana þann 7. júní síðastliðinn. Hann er einn ákærður í málinu en upphaflega voru sex handteknir. Þá var Jón Trausti Lúthersson í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur en ekki þykir ástæða til að ákæra hann fyrir aðild að málinu.218. grein almennra hegningarlaga.Málið var rannsakað sem manndrápsmál og hefur komið fram í gæsluvarðhaldsúrskurðum að brot gests hafi varðað 211. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. Héraðssaksóknari ákveður hins vegar að ákæra Svein Gest fyrir brot á 218. grein laganna sem fjallar um stórfellda líkamsárás. Brotið getur varðað allt að sextán ára fangelsi þegar bani hlýst af árásinni.Frá vettvangi í Mosfellsdal í júní.vísir/eyþórMatarboð í Mosfellsdal Sérsveit ríkislögreglustjóra, ásamt lögreglu, slökkviliði og sjúkraflutningamönnum var kölluð að Æsustöðum í Mosfellsdal, að kvöldi 7. júní vegna alvarlegrar líkamsárásar sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða. Matarboð stóð yfir á heimili Arnars umrætt kvöld og unnustu hans þegar sex manns bar að garði. Þar voru auk þeirra tveggja tíu daga gömul dóttir þeirra og hjartveikur afi unnustunnar sem flytja þurfti á sjúkrahús seinna um kvöldið, í áfalli eftir það sem gerst hafði.Fimm karlmenn og ein kona voru handtekinn skömmu eftir árásina, þar með talið Sveinn Gestur og Jón Trausti. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir einstaklingunum sex en fljótlega var öllum sleppt úr haldi nema Sveini Gesti og Jón Trausta.Heldur því fram að hinn látni hafi verið í „sturlunarástandi“ Eins og áður segir er Sveinn Gestur einn ákærður fyrir líkamsárásina. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að andlát Arnars sé rakið til nokkurra samverkandi þátta en „en þvinguð frambeygð staða sem brotaþola hafi verið haldið í, með hendur fyrir aftan bak, meðan kærði hafi þrýst með líkama sínum á brjósthol brotaþola og hálstakið sem kærði hafi haldið brotaþola í, samkvæmt framburði vitna, sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem að lokum hafi leitt til köfnunar brotaþola.“ Þá hefur komið fram að samkvæmt krufningskýrslu réttarmeinafræðings sé einnig talið að svokallað æsingsóráðsheilkenni hafi dregið Arnar til dauða, en um afar sjaldgæft heilkenni er að ræða. Heilkennið kemur almennt fram við handtökur en það var talsvert til umfjöllunar árið 2007 þegar Jón Helgason lést í kjölfar handtöku árinu áður. Sveinn Gestur neitar alfarið sök og í yfirlýsingu frá lögmanni hann sem send var fjölmiðlum fyrr í mánuðinum var því haldið fram að Sveinn Gestur hafi aldrei veist að hinum látna „heldur var umbjóðandi minn ásamt öðrum sakborningum í málinu að verjast áras frá hinum látna.“
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Ósáttur við umfjöllun og segir hið sanna munu koma í ljós Sveinn Gestur Tryggvason, sem grunaður er um að hafa ráðið manni bana í Mosfellsdal í júní, neitar því alfarið að hafa slegið til hins látna eða tekið hann hálstaki. 4. ágúst 2017 12:55 Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi. 26. júlí 2017 11:45 Æsingsóráðsheilkenni talið ein ástæða andlátsins Æsingsóráðsheilkenni er talið vera það sem dró Arnar Jónsson Aspar til dauða þegar hópur manna veittist að honum við heimili hans í Mosfellsdal í júní, samkvæmt krufningsskýrslu réttarmeinafræðings. 3. ágúst 2017 18:36 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28
Ósáttur við umfjöllun og segir hið sanna munu koma í ljós Sveinn Gestur Tryggvason, sem grunaður er um að hafa ráðið manni bana í Mosfellsdal í júní, neitar því alfarið að hafa slegið til hins látna eða tekið hann hálstaki. 4. ágúst 2017 12:55
Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi. 26. júlí 2017 11:45
Æsingsóráðsheilkenni talið ein ástæða andlátsins Æsingsóráðsheilkenni er talið vera það sem dró Arnar Jónsson Aspar til dauða þegar hópur manna veittist að honum við heimili hans í Mosfellsdal í júní, samkvæmt krufningsskýrslu réttarmeinafræðings. 3. ágúst 2017 18:36