Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2017 11:29 Robert Mueller (t.h.) með James Comey sem Trump rak. Það varð kveikjan að því að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. Vísir/AFP Robert Mueller, sérstakur rannsakandi meints samráðs forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, vinnur nú með ríkissaksóknara New York-ríkis að rannsókn á fyrrverandi kosningastjóra Trump. Samstarfið er talið geta slegið vopn úr höndum forsetans. Rannsóknin beinist að fjármálagjörningum Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, að sögn bandaríska blaðsins Politico. Starfsmenn Mueller og Erics Schneiderman, æðsta lögfræðilega embættismanns New York-ríkis, eru sagðir hafa skipst á gögnum og rætt málin ítrekað síðustu vikurnar. Á meðal þess sem á að hafa komið á daginn í rannsókn beggja hópa eru vísbendingar um fjárglæpi Manafort, þar á meðal hugsanlegt peningaþvætti. Engar ákvarðanir hafa þó enn verið teknar um ákærur. Manafort hætti sem kosningastjóri Trump í ágúst í fyrra þegar hann var sakaður um að hafa þegið fé frá aðilum sem tengjast rússneskum yfirvöldum í Úkraínu. Hann hefur neitað öllum ásökunum á hendur honum.Húsleit var gerð hjá Manafort vegna rannsóknarinnar í lok júlí. Manafort hefur starfað sem málafylgjumaður í Washington um árabil, meðal annars fyrir erlendar ríkisstjórnir.Hringurinn í kringum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, virðist farinn að þrengjast.Vísir/AFPForsetinn getur aðeins náðað menn af alríkisglæpumSamstarf Mueller og Schneiderman er sagt setja aukinn þrýsting á Manafort og gefa rannsakendunum tak á honum og Trump sjálfum. Rannsakendur dómsmálaráðuneytisins og New York-ríkis eru sagðir hafa áhyggjur af því að það geti dregið úr samstarfsvilja Manafort að hann reiði sig á að Trump náði hann fyrir alla mögulega glæpi sem hann yrði sakfelldur fyrir. Með aðkomu dómsmálayfirvalda í New York-ríki væri náðunarvopnið hins vegar slegið úr höndum Trump. Hann hefur aðeins vald til þess að náða menn sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi gegn alríkisstjórninni, ekki þá sem hljóta dóma innan einstakra ríkja Bandaríkjanna. Trump hefur ekki sagt opinberlega að hann hafi í hyggju að náða Manafort eða nokkurn annan sem hefur verið nefndur í tengslum við rannsóknina á meintu samráði við Rússa. Hann er hins vegar sagður hafa spurt ráðgjafa sína um völd sín til að náða einstaklinga. Fyrr í þessum mánuði náðaði Trump umdeildan sýslumann í Arizona sem hafði hlotið dóm fyrir að virða tilskipun alríkisdómstóls að vettugi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump gagnrýndur fyrir náðun umdeilds fógeta Háttsettir repúblikanar eru á meðal þeirra sem fordæma náðun Trump á umdeildum fógeta frá Arizona. Sá hefur lengi verið sakaður um ómannúðlega meðferð á föngum, ofsóknir gegn innflytjendum og önnur embættisbrot í gegnum tíðina. 27. ágúst 2017 08:39 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Kosningastjóri Trump rekur lögmenn sína Sérstakur rannsakandi á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum hefur stefnt erlendum bönkum til að afhenda gögn um fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Sá hefur nú rekið lögmennina sem hafa komið fram fyrir hans hönd í rannsókninni fram að þessu. 11. ágúst 2017 11:41 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Robert Mueller, sérstakur rannsakandi meints samráðs forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, vinnur nú með ríkissaksóknara New York-ríkis að rannsókn á fyrrverandi kosningastjóra Trump. Samstarfið er talið geta slegið vopn úr höndum forsetans. Rannsóknin beinist að fjármálagjörningum Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, að sögn bandaríska blaðsins Politico. Starfsmenn Mueller og Erics Schneiderman, æðsta lögfræðilega embættismanns New York-ríkis, eru sagðir hafa skipst á gögnum og rætt málin ítrekað síðustu vikurnar. Á meðal þess sem á að hafa komið á daginn í rannsókn beggja hópa eru vísbendingar um fjárglæpi Manafort, þar á meðal hugsanlegt peningaþvætti. Engar ákvarðanir hafa þó enn verið teknar um ákærur. Manafort hætti sem kosningastjóri Trump í ágúst í fyrra þegar hann var sakaður um að hafa þegið fé frá aðilum sem tengjast rússneskum yfirvöldum í Úkraínu. Hann hefur neitað öllum ásökunum á hendur honum.Húsleit var gerð hjá Manafort vegna rannsóknarinnar í lok júlí. Manafort hefur starfað sem málafylgjumaður í Washington um árabil, meðal annars fyrir erlendar ríkisstjórnir.Hringurinn í kringum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, virðist farinn að þrengjast.Vísir/AFPForsetinn getur aðeins náðað menn af alríkisglæpumSamstarf Mueller og Schneiderman er sagt setja aukinn þrýsting á Manafort og gefa rannsakendunum tak á honum og Trump sjálfum. Rannsakendur dómsmálaráðuneytisins og New York-ríkis eru sagðir hafa áhyggjur af því að það geti dregið úr samstarfsvilja Manafort að hann reiði sig á að Trump náði hann fyrir alla mögulega glæpi sem hann yrði sakfelldur fyrir. Með aðkomu dómsmálayfirvalda í New York-ríki væri náðunarvopnið hins vegar slegið úr höndum Trump. Hann hefur aðeins vald til þess að náða menn sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi gegn alríkisstjórninni, ekki þá sem hljóta dóma innan einstakra ríkja Bandaríkjanna. Trump hefur ekki sagt opinberlega að hann hafi í hyggju að náða Manafort eða nokkurn annan sem hefur verið nefndur í tengslum við rannsóknina á meintu samráði við Rússa. Hann er hins vegar sagður hafa spurt ráðgjafa sína um völd sín til að náða einstaklinga. Fyrr í þessum mánuði náðaði Trump umdeildan sýslumann í Arizona sem hafði hlotið dóm fyrir að virða tilskipun alríkisdómstóls að vettugi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump gagnrýndur fyrir náðun umdeilds fógeta Háttsettir repúblikanar eru á meðal þeirra sem fordæma náðun Trump á umdeildum fógeta frá Arizona. Sá hefur lengi verið sakaður um ómannúðlega meðferð á föngum, ofsóknir gegn innflytjendum og önnur embættisbrot í gegnum tíðina. 27. ágúst 2017 08:39 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Kosningastjóri Trump rekur lögmenn sína Sérstakur rannsakandi á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum hefur stefnt erlendum bönkum til að afhenda gögn um fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Sá hefur nú rekið lögmennina sem hafa komið fram fyrir hans hönd í rannsókninni fram að þessu. 11. ágúst 2017 11:41 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Trump gagnrýndur fyrir náðun umdeilds fógeta Háttsettir repúblikanar eru á meðal þeirra sem fordæma náðun Trump á umdeildum fógeta frá Arizona. Sá hefur lengi verið sakaður um ómannúðlega meðferð á föngum, ofsóknir gegn innflytjendum og önnur embættisbrot í gegnum tíðina. 27. ágúst 2017 08:39
Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00
Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27
Kosningastjóri Trump rekur lögmenn sína Sérstakur rannsakandi á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum hefur stefnt erlendum bönkum til að afhenda gögn um fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Sá hefur nú rekið lögmennina sem hafa komið fram fyrir hans hönd í rannsókninni fram að þessu. 11. ágúst 2017 11:41