Tískuáhuginn alltaf verið til staðar Stefán Þór Hjartarson skrifar 31. ágúst 2017 10:30 Bergur segist stundum fá spurninguna hvort hann sé ekki hommi fyrst hann hafi farið í fatahönnun. Vísir/Anton Brink Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tísku og fötum. Þegar ég var lítill í Englandi, þar sem ég fæddist og ólst upp, þá var ég alltaf að spá í af hverju þessi flík væri svona en ekki hinsegin og var kominn með skoðanir á hvernig þær gætu verið betri – ég vissi hvernig ég vildi klæðast og hvernig fötin ættu að líta út. Þannig að ég var strax í æsku kominn með löngun til að fara í þetta, svona innst inni,“ segir Bergur Guðnason fatahönnuður. Hann var einn af þremur í sínum útskriftarárgangi úr fatahönnun í Listaháskóla Íslands sem voru valdir til að sýna í Designer’s Nest, hönnunarkeppni sem haldin er í Danmörku, og gerði hann það nú í byrjun ágúst.Bergur var með fyrstu sýninguna af þrjátíu úti í Kaupmannahöfn.Mynd/Bergur Guðnason„Ertu nokkuð hommi?" Bergur er sonur Guðna Bergssonar, fyrrverandi atvinnumanns í fótbolta, svo að það liggur auðvitað beinast við að spyrja hvort að það hafi ekki verið mikil pressa á honum á yngri árum að fara í atvinnumennsku í knattspyrnu. „Ég er búinn að vera í fótbolta alla mína tíð náttúrulega. Þegar ég flutti til Íslands 8 ára gamall þá fer ég strax í fótboltann með Víking og er þar upp alla yngri flokkana. Ég er alltaf meðal þeirra bestu en svo er ég alltaf að glíma við meiðsli og þarf að hætta í fótbolta þarna rétt áður en ég geng upp í meistaraflokk. Það var auðvitað mjög leiðinlegt. Ég hef alltaf fundið fyrir pressu óbeint og er stundum spurður „hvernig gengur í boltanum?“ eða „ertu ekki í lögfræði?“ Ég hef nokkrum sinnum verið spurður, eftir að ég segist vera í fatahönnun, „ertu nokkuð hommi?“ Mér finnst það alltaf jafn fyndið. Og svara því að ég eigi kærustu. Ég hef einu sinni tekið upp á því að segja já bara til þess að sjá viðbrögðin. Sá varð vandræðalegur og labbaði í burtu. Það hefur aldrei verið nein pressa frá pabba, hann hefur alltaf sagt mér að gera það sem ég vil og stutt mig í fatahönnuninni og er mjög stoltur af mér. En ég veit alveg hvað synir til dæmis Eiðs Smára eru að fara í gegnum.“Frá sýningu Bergs á Designer's nest.Mynd/Bergur GuðnasonFékk inn hjá JÖR „Ég fór í hagfræði í MS, en vildi alltaf undir niðri fara í þetta nám. Það munaði samt litlu að ég skráði mig bara í viðskiptafræði eins og félagarnir. En ég fékk einhverja trú á mér þannig að ég fór og sótti um í Listaháskólanum og það gekk allt upp,“ segir Bergur en áður en hann skráði sig í Listaháskólann hafði hann enga praktíska þekkingu á fatahönnun né teikningu. „Ég var það heppinn að ég fékk að vera hjá JÖR í þrjá mánuði sem lærlingur – yfirleitt þarf maður að vera byrjaður í náminu til að komast að í svoleiðis en ég kannaðist við Gumma [Jörundsson] og pabbi líka. Við heyrðum aðeins í honum og hann leyfði mér að vera hjá sér. Ég var nemi hjá Dainius sem var „studio manager“ þar en hann er mjög klár. Ég vissi ekki neitt þegar ég kom þangað inn, var alveg „blanco“ – kunni bara að teikna Óla Prik. Það voru allir í bekknum mínum með einhvern grunn: búnir að vera í klæðskeranum eða fatahönnun í FB. Ég held að ég hafi verið sá eini sem hafði aldrei snert saumavél þegar við byrjuðum. Ég þurfti að byrja að teikna þarna – ég hafði ekkert teiknað síðan ég var bara 4 eða 5 ára og hafði aldrei áhuga á teikningu – þarna var ég að byrja aftur að teikna 21 árs og þurfti því alveg að beita mig hörðu til að læra það allt. Þetta var alveg frekar erfitt á tímabili – ég féll í saumaáfanga og svona. En þetta gekk svo allt upp og ég endaði með að fá mjög góðar einkunnir.“Brot úr línu Bergs.Mynd/Bergur GuðnasonUndirskrift afa sem lógó Á útskriftarsýningu sinni úr Listaháskólanum notaðist Bergur við síðustu undirskrift afa síns og alnafna, en hann var lögfræðingur, og notaði sem lógó í gegnum línuna. Sýningin gekk mjög vel og fór svo að Bergur var einn af þremur nemendum sem voru valdir til að sýna á Designer’s Nest úti í Kaupmannahöfn í miðri tískuviku. „Þetta er keppni en auðvitað snýst þetta líka um að vekja athygli og sýna utan landsteinanna. Þetta er allt annað krád. Þetta var sem sagt í tískuvikunni í Kaupmannahöfn svo að það var mjög skemmtilegt og góð reynsla. Ég fékk líka að opna sýninguna – sem er mikill heiður, ég var sá fyrsti af 30. Síðan þurfti að kynna línuna fyrir dómnefnd og það gekk allt mjög vel. Ég kom reyndar ekki heim með nein verðlaun?…“ segir Bergur smá svekktur, „Ég er með þetta helvítis keppnisskap úr boltanum og svona, hugsa allt í medalíum og bikurum. En ég held að það hjálpi bara – að vera með svona „winning mentality“.“Ætlar sér út Bergur er harðákveðinn í að koma sér út og í stöðu hjá góðu tískuhúsi erlendis. Sem hluta af náminu í Listaháskólanum fékk hann aðeins að kynnast bransanum í Evrópu en hann og fleiri nemendur hjálpuðu til á tískuvikunni í París – þar sá hann hvernig málum er háttað bak við tjöldin á stórum sýningum og líkaði vel. „Núna er ég að vinna úr mínum samböndum í London, París og aðeins í Bandaríkjunum. Það er mjög erfitt að komast inn erlendis, en það er það sem ég vil gera. Ég vil endilega fara út og læra meira, komast inn í einhver tískuhús þar. Ég er í raun bara í tölvupóstsambandi alla daga við fólk sem ég þekki úti enda mjög erfitt að komast inn í þennan bransa án þess að hafa sambönd. Það eru þúsundir annarra að kynna möppurnar sínar fyrir öllum þessum fyrirtækjum. En það eru nokkrir hlutir sem eru í gangi hjá mér. Markmiðið er að fara út eftir jól og byrja að djöflast eitthvað og koma mér á framfæri – jafnvel bara byrja á botninum, ná í kaffi eða eitthvað. Ég er tilbúinn til þess því að þetta er það sem ég vil gera.“ Tíska og hönnun Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tísku og fötum. Þegar ég var lítill í Englandi, þar sem ég fæddist og ólst upp, þá var ég alltaf að spá í af hverju þessi flík væri svona en ekki hinsegin og var kominn með skoðanir á hvernig þær gætu verið betri – ég vissi hvernig ég vildi klæðast og hvernig fötin ættu að líta út. Þannig að ég var strax í æsku kominn með löngun til að fara í þetta, svona innst inni,“ segir Bergur Guðnason fatahönnuður. Hann var einn af þremur í sínum útskriftarárgangi úr fatahönnun í Listaháskóla Íslands sem voru valdir til að sýna í Designer’s Nest, hönnunarkeppni sem haldin er í Danmörku, og gerði hann það nú í byrjun ágúst.Bergur var með fyrstu sýninguna af þrjátíu úti í Kaupmannahöfn.Mynd/Bergur Guðnason„Ertu nokkuð hommi?" Bergur er sonur Guðna Bergssonar, fyrrverandi atvinnumanns í fótbolta, svo að það liggur auðvitað beinast við að spyrja hvort að það hafi ekki verið mikil pressa á honum á yngri árum að fara í atvinnumennsku í knattspyrnu. „Ég er búinn að vera í fótbolta alla mína tíð náttúrulega. Þegar ég flutti til Íslands 8 ára gamall þá fer ég strax í fótboltann með Víking og er þar upp alla yngri flokkana. Ég er alltaf meðal þeirra bestu en svo er ég alltaf að glíma við meiðsli og þarf að hætta í fótbolta þarna rétt áður en ég geng upp í meistaraflokk. Það var auðvitað mjög leiðinlegt. Ég hef alltaf fundið fyrir pressu óbeint og er stundum spurður „hvernig gengur í boltanum?“ eða „ertu ekki í lögfræði?“ Ég hef nokkrum sinnum verið spurður, eftir að ég segist vera í fatahönnun, „ertu nokkuð hommi?“ Mér finnst það alltaf jafn fyndið. Og svara því að ég eigi kærustu. Ég hef einu sinni tekið upp á því að segja já bara til þess að sjá viðbrögðin. Sá varð vandræðalegur og labbaði í burtu. Það hefur aldrei verið nein pressa frá pabba, hann hefur alltaf sagt mér að gera það sem ég vil og stutt mig í fatahönnuninni og er mjög stoltur af mér. En ég veit alveg hvað synir til dæmis Eiðs Smára eru að fara í gegnum.“Frá sýningu Bergs á Designer's nest.Mynd/Bergur GuðnasonFékk inn hjá JÖR „Ég fór í hagfræði í MS, en vildi alltaf undir niðri fara í þetta nám. Það munaði samt litlu að ég skráði mig bara í viðskiptafræði eins og félagarnir. En ég fékk einhverja trú á mér þannig að ég fór og sótti um í Listaháskólanum og það gekk allt upp,“ segir Bergur en áður en hann skráði sig í Listaháskólann hafði hann enga praktíska þekkingu á fatahönnun né teikningu. „Ég var það heppinn að ég fékk að vera hjá JÖR í þrjá mánuði sem lærlingur – yfirleitt þarf maður að vera byrjaður í náminu til að komast að í svoleiðis en ég kannaðist við Gumma [Jörundsson] og pabbi líka. Við heyrðum aðeins í honum og hann leyfði mér að vera hjá sér. Ég var nemi hjá Dainius sem var „studio manager“ þar en hann er mjög klár. Ég vissi ekki neitt þegar ég kom þangað inn, var alveg „blanco“ – kunni bara að teikna Óla Prik. Það voru allir í bekknum mínum með einhvern grunn: búnir að vera í klæðskeranum eða fatahönnun í FB. Ég held að ég hafi verið sá eini sem hafði aldrei snert saumavél þegar við byrjuðum. Ég þurfti að byrja að teikna þarna – ég hafði ekkert teiknað síðan ég var bara 4 eða 5 ára og hafði aldrei áhuga á teikningu – þarna var ég að byrja aftur að teikna 21 árs og þurfti því alveg að beita mig hörðu til að læra það allt. Þetta var alveg frekar erfitt á tímabili – ég féll í saumaáfanga og svona. En þetta gekk svo allt upp og ég endaði með að fá mjög góðar einkunnir.“Brot úr línu Bergs.Mynd/Bergur GuðnasonUndirskrift afa sem lógó Á útskriftarsýningu sinni úr Listaháskólanum notaðist Bergur við síðustu undirskrift afa síns og alnafna, en hann var lögfræðingur, og notaði sem lógó í gegnum línuna. Sýningin gekk mjög vel og fór svo að Bergur var einn af þremur nemendum sem voru valdir til að sýna á Designer’s Nest úti í Kaupmannahöfn í miðri tískuviku. „Þetta er keppni en auðvitað snýst þetta líka um að vekja athygli og sýna utan landsteinanna. Þetta er allt annað krád. Þetta var sem sagt í tískuvikunni í Kaupmannahöfn svo að það var mjög skemmtilegt og góð reynsla. Ég fékk líka að opna sýninguna – sem er mikill heiður, ég var sá fyrsti af 30. Síðan þurfti að kynna línuna fyrir dómnefnd og það gekk allt mjög vel. Ég kom reyndar ekki heim með nein verðlaun?…“ segir Bergur smá svekktur, „Ég er með þetta helvítis keppnisskap úr boltanum og svona, hugsa allt í medalíum og bikurum. En ég held að það hjálpi bara – að vera með svona „winning mentality“.“Ætlar sér út Bergur er harðákveðinn í að koma sér út og í stöðu hjá góðu tískuhúsi erlendis. Sem hluta af náminu í Listaháskólanum fékk hann aðeins að kynnast bransanum í Evrópu en hann og fleiri nemendur hjálpuðu til á tískuvikunni í París – þar sá hann hvernig málum er háttað bak við tjöldin á stórum sýningum og líkaði vel. „Núna er ég að vinna úr mínum samböndum í London, París og aðeins í Bandaríkjunum. Það er mjög erfitt að komast inn erlendis, en það er það sem ég vil gera. Ég vil endilega fara út og læra meira, komast inn í einhver tískuhús þar. Ég er í raun bara í tölvupóstsambandi alla daga við fólk sem ég þekki úti enda mjög erfitt að komast inn í þennan bransa án þess að hafa sambönd. Það eru þúsundir annarra að kynna möppurnar sínar fyrir öllum þessum fyrirtækjum. En það eru nokkrir hlutir sem eru í gangi hjá mér. Markmiðið er að fara út eftir jól og byrja að djöflast eitthvað og koma mér á framfæri – jafnvel bara byrja á botninum, ná í kaffi eða eitthvað. Ég er tilbúinn til þess því að þetta er það sem ég vil gera.“
Tíska og hönnun Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira