Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Kristinn Ingi Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 08:00 Eigendur Dalsins eru þeir Róbert Wessmann, Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson og Jóhann G. Jóhannsson, en hver um sig á tuttugu prósenta hlut í félaginu Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Félög í eigu Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda Pressunnar, og Arnars Ægissonar, framkvæmdastjóra félagsins, eiga um ellefu prósenta hlut í félaginu. Eigendur Dalsins eru þeir Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson, Jóhann G. Jóhannsson og Róbert Wessmann, en hver um sig á tuttugu prósenta hlut í félaginu. Fyrr í sumar keyptu þeir allt hlutafé í Birtíngi, sem gefur meðal annars út Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Í apríl var tilkynnt að sex fjárfestahópar, þar á meðal Dalurinn, hefðu ákveðið að leggja Pressunni til fé. Var gert ráð fyrir að hlutafé yrði aukið um 300 milljónir. Áformin um hlutafjáraukninguna gengu hins vegar ekki eftir. Halldór Kristmannsson, einn af forsvarsmönnum Dalsins, segir í samtali við Markaðinn að félagið hafi lagt Vefpressunni til umtalsverða fjármuni í tengslum við fyrirhugaða hlutafjárhækkun í vor. „Hún gekk hins vegar ekki eftir og aðrir fjárfestar drógu sig út. Dalurinn lagði til fjármuni sem nýttust við greiðslu opinberra gjalda og vegna vanskila á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum starfsmanna.“ Þá útskýrir Halldór að félagið hafi ekki lagt aukið fé til rekstrarins frá því að tilkynnt var um að ekkert yrði af boðaðri 300 milljóna hlutfjáraukningu. „Staða Vefpressunnar og dótturfélaga er þung og stjórnendur hafa óskað eftir svigrúmi í sumar til að leita nýrra hluthafa til að bjarga rekstrinum en það hefur ekki gengið eftir,“ segir Halldór. Á meðal þeirra fjárfesta sem drógu sig út úr hlutafjáraukningunni var félagið Gufupressan í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem er oftast kenndur við Subway, og byggingarfélagið Eykt. Dalurinn er þannig orðinn langsamlega stærsti eigandi Pressunnar með 88,38 prósenta hlut. Þar á eftir kemur félagið Kringlueignir ehf., í eigu Björns Inga, með 5,28 prósenta hlut og AB11 ehf., í jafnri eigu Björns Inga og Arnars Ægissonar, með 4,18 prósenta hlut. Fyrir umræddar breytingar áttu félög í eigu þeirra tveggja 82 prósenta hlut í Pressunni. Auk þess átti Steinn Kári Ragnarsson, framkvæmdastjóri DV, tíu prósenta hlut og Jakob Hrafnsson, bróðir Björns Inga, átta prósenta hlut. Þeir eru báðir farnir úr hluthafahópnum. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa skuldir Vefpressunnar og DV aukist undanfarna mánuði og nema heildarskuldir Pressusamstæðunnar nú rúmlega 700 milljónum króna. Eru vanskil við tollstjóra vegna opinberra gjalda og eins ógreidd gjöld í lífeyrissjóði og stéttarfélög yfir 400 milljónir króna. Tollstjórinn hefur lagt fram gjaldþrotabeiðni á hendur Vefpressunni sem verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði. Heimildir Markaðarins herma að stjórnendur Vefpressunnar hafi ítrekað reynt að fresta úrskurðinum án árangurs og mun ekkert samkomulag vera í gildi um greiðslu ógreiddra gjalda. Að óbreyttu mun héraðsdómur því taka beiðni tollstjórans fyrir og úrskurða um hvort félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.Fréttin birtist fyrst á Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Félög í eigu Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda Pressunnar, og Arnars Ægissonar, framkvæmdastjóra félagsins, eiga um ellefu prósenta hlut í félaginu. Eigendur Dalsins eru þeir Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson, Jóhann G. Jóhannsson og Róbert Wessmann, en hver um sig á tuttugu prósenta hlut í félaginu. Fyrr í sumar keyptu þeir allt hlutafé í Birtíngi, sem gefur meðal annars út Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Í apríl var tilkynnt að sex fjárfestahópar, þar á meðal Dalurinn, hefðu ákveðið að leggja Pressunni til fé. Var gert ráð fyrir að hlutafé yrði aukið um 300 milljónir. Áformin um hlutafjáraukninguna gengu hins vegar ekki eftir. Halldór Kristmannsson, einn af forsvarsmönnum Dalsins, segir í samtali við Markaðinn að félagið hafi lagt Vefpressunni til umtalsverða fjármuni í tengslum við fyrirhugaða hlutafjárhækkun í vor. „Hún gekk hins vegar ekki eftir og aðrir fjárfestar drógu sig út. Dalurinn lagði til fjármuni sem nýttust við greiðslu opinberra gjalda og vegna vanskila á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum starfsmanna.“ Þá útskýrir Halldór að félagið hafi ekki lagt aukið fé til rekstrarins frá því að tilkynnt var um að ekkert yrði af boðaðri 300 milljóna hlutfjáraukningu. „Staða Vefpressunnar og dótturfélaga er þung og stjórnendur hafa óskað eftir svigrúmi í sumar til að leita nýrra hluthafa til að bjarga rekstrinum en það hefur ekki gengið eftir,“ segir Halldór. Á meðal þeirra fjárfesta sem drógu sig út úr hlutafjáraukningunni var félagið Gufupressan í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem er oftast kenndur við Subway, og byggingarfélagið Eykt. Dalurinn er þannig orðinn langsamlega stærsti eigandi Pressunnar með 88,38 prósenta hlut. Þar á eftir kemur félagið Kringlueignir ehf., í eigu Björns Inga, með 5,28 prósenta hlut og AB11 ehf., í jafnri eigu Björns Inga og Arnars Ægissonar, með 4,18 prósenta hlut. Fyrir umræddar breytingar áttu félög í eigu þeirra tveggja 82 prósenta hlut í Pressunni. Auk þess átti Steinn Kári Ragnarsson, framkvæmdastjóri DV, tíu prósenta hlut og Jakob Hrafnsson, bróðir Björns Inga, átta prósenta hlut. Þeir eru báðir farnir úr hluthafahópnum. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa skuldir Vefpressunnar og DV aukist undanfarna mánuði og nema heildarskuldir Pressusamstæðunnar nú rúmlega 700 milljónum króna. Eru vanskil við tollstjóra vegna opinberra gjalda og eins ógreidd gjöld í lífeyrissjóði og stéttarfélög yfir 400 milljónir króna. Tollstjórinn hefur lagt fram gjaldþrotabeiðni á hendur Vefpressunni sem verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði. Heimildir Markaðarins herma að stjórnendur Vefpressunnar hafi ítrekað reynt að fresta úrskurðinum án árangurs og mun ekkert samkomulag vera í gildi um greiðslu ógreiddra gjalda. Að óbreyttu mun héraðsdómur því taka beiðni tollstjórans fyrir og úrskurða um hvort félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.Fréttin birtist fyrst á Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira