Forseti borgarstjórnar fordæmir vopnaburð lögreglu Jakob Bjarnar skrifar 13. júní 2017 13:10 Líf segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti VG í Reykjavík, fordæmir vopnaburð sérsveitar ríkislögreglu harðlega í nýrri Facebookfærslu. Og segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá er vopnaburður sérsveitarinnar afar umdeildur en gripið var til þess að hafa vopnaða lögreglumenn á fjöldasamkomum vegna meintrar hryðjuverkaógnar sem tíunduð er í nýju hættumati. Málið er afar umdeilt og skiptast menn í tvö horn. Annars vegar eru þeir sem telja þetta auka öryggi og öryggistilfinningu borgarinnar og svo þeir sem telja þetta þvert á móti ala á ótta. Og sé reyndar fremur til þess fallið að skapa grundvöll fyrir ógn og jafnvel skærum. Líf er í seinni hópnum. „Það er alveg með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní og á tónlistarviðburðinum Secret Solstice (sem borgin veitir leyfi fyrir),“ segir Líf. Hún er líkast til að vísa til fréttar sem var í hádegisfréttum á RÚV þess efnis. „Þó sérlög gildi um lögregluna þá þykir mér eðlilegt að yfirvöld hafi samband við önnur yfirvöld um þessi mál. Ég er þeirrar skoðunar að lögreglan eigi ekki að bera vopn og mér finnst eðlilegt að skoða hvernig borgin geti haft áhrif á það t.d. í gegnum lögreglusamþykkt Reykjavíkur.“ Líf segir seinna á þræði sem myndast hefur undir þessari færslu hennar að það skapi óöryggi að sjá vopnaða lögreglu niðrí bæ, ekki öryggistilfinningu. „Hvaða rugl er það að kalla til vopnaða lögreglu þegar viðbúnaðarstig hefur ekki verið hækkað? Óskiljanlegt.“ Tengdar fréttir Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46 Hanna Katrín segir lögregluna mega þola háð og spott Þingflokksformaður Viðreisnar segir lögregluna eiga betra skilið. 12. júní 2017 11:45 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti VG í Reykjavík, fordæmir vopnaburð sérsveitar ríkislögreglu harðlega í nýrri Facebookfærslu. Og segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá er vopnaburður sérsveitarinnar afar umdeildur en gripið var til þess að hafa vopnaða lögreglumenn á fjöldasamkomum vegna meintrar hryðjuverkaógnar sem tíunduð er í nýju hættumati. Málið er afar umdeilt og skiptast menn í tvö horn. Annars vegar eru þeir sem telja þetta auka öryggi og öryggistilfinningu borgarinnar og svo þeir sem telja þetta þvert á móti ala á ótta. Og sé reyndar fremur til þess fallið að skapa grundvöll fyrir ógn og jafnvel skærum. Líf er í seinni hópnum. „Það er alveg með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní og á tónlistarviðburðinum Secret Solstice (sem borgin veitir leyfi fyrir),“ segir Líf. Hún er líkast til að vísa til fréttar sem var í hádegisfréttum á RÚV þess efnis. „Þó sérlög gildi um lögregluna þá þykir mér eðlilegt að yfirvöld hafi samband við önnur yfirvöld um þessi mál. Ég er þeirrar skoðunar að lögreglan eigi ekki að bera vopn og mér finnst eðlilegt að skoða hvernig borgin geti haft áhrif á það t.d. í gegnum lögreglusamþykkt Reykjavíkur.“ Líf segir seinna á þræði sem myndast hefur undir þessari færslu hennar að það skapi óöryggi að sjá vopnaða lögreglu niðrí bæ, ekki öryggistilfinningu. „Hvaða rugl er það að kalla til vopnaða lögreglu þegar viðbúnaðarstig hefur ekki verið hækkað? Óskiljanlegt.“
Tengdar fréttir Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46 Hanna Katrín segir lögregluna mega þola háð og spott Þingflokksformaður Viðreisnar segir lögregluna eiga betra skilið. 12. júní 2017 11:45 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46
Hanna Katrín segir lögregluna mega þola háð og spott Þingflokksformaður Viðreisnar segir lögregluna eiga betra skilið. 12. júní 2017 11:45