Örn á lokaholunni skaut Ólafíu upp í þriðja sætið Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. september 2017 19:15 Ólafía Þórunn er á níu höggum undir pari fyrir lokahringinn. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á fjórum höggum undir pari á hringnum og alls ellefu höggum undir pari á lokadegi Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu. Er þetta lang besti árangur hennar á LPGA-mótaröðinni en þar áður var besti árangur hennar þrettánda sæti á Opna skoska meistaramótinu. Fékk hún þrjá fugla, einn örn og einn skolla í dag ásamt þrettán pörum á lokadegi mótsins. Mun þetta styrkja stöðu hennar á peningarlistanum all verulega en hún er í baráttu um að halda keppnisrétt sínum á LPGA-mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims, á næsta ári. Ólafía hóf daginn á níu höggum undir pari í 7-12. sæti eftir tvo frábæra hringi þar sem hún fékk ellefu fugla, tvo skolla og 23 pör og var hún ekki lengi að láta til sín taka á lokadeginum. Eftir pör á fyrstu tveimur holum dagsins fékk hún fugl á þriðju holu dagsins og var komin undir parið. Skolli á áttundu braut kom henni aftur á parið á deginum en hún fékk sjö pör á fyrri níu holum dagsins og hélt sér við toppinn. Tveir fuglar á fyrstu fimm holunum á seinni níu þýddi að hún hélt áfram að halda í við næstu kylfinga en hún átti heldur betur eftir að toppa sig þegar hún setti niður innáhöggið fyrir erni á lokaholunni. Skaut það henni upp í 3. sætið í bili ásamt þremur öðrum kylfingum en það eiga enn nokkrir kylfingar eftir að klára.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á fjórum höggum undir pari á hringnum og alls ellefu höggum undir pari á lokadegi Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu. Er þetta lang besti árangur hennar á LPGA-mótaröðinni en þar áður var besti árangur hennar þrettánda sæti á Opna skoska meistaramótinu. Fékk hún þrjá fugla, einn örn og einn skolla í dag ásamt þrettán pörum á lokadegi mótsins. Mun þetta styrkja stöðu hennar á peningarlistanum all verulega en hún er í baráttu um að halda keppnisrétt sínum á LPGA-mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims, á næsta ári. Ólafía hóf daginn á níu höggum undir pari í 7-12. sæti eftir tvo frábæra hringi þar sem hún fékk ellefu fugla, tvo skolla og 23 pör og var hún ekki lengi að láta til sín taka á lokadeginum. Eftir pör á fyrstu tveimur holum dagsins fékk hún fugl á þriðju holu dagsins og var komin undir parið. Skolli á áttundu braut kom henni aftur á parið á deginum en hún fékk sjö pör á fyrri níu holum dagsins og hélt sér við toppinn. Tveir fuglar á fyrstu fimm holunum á seinni níu þýddi að hún hélt áfram að halda í við næstu kylfinga en hún átti heldur betur eftir að toppa sig þegar hún setti niður innáhöggið fyrir erni á lokaholunni. Skaut það henni upp í 3. sætið í bili ásamt þremur öðrum kylfingum en það eiga enn nokkrir kylfingar eftir að klára.
Golf Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira