Verslun í bígerð í samstarf við tískurisa Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. september 2017 10:00 Þeir Bobby Breiðholt, Steinar Fjeldsted og Ólafur Ingi Stefánsson ásamt Sigrúnu Guðjohnsen vinna nú að því að opna hjólabrettaverslunina Skugga. Þó að verslunin sé ekki komin í húsnæði er ýmislegt að gerast. Vísir/Stefán Hjólabrettabúðin Skuggi verður opnuð von bráðar en forsvarsmenn verslunarinnar eru búnir að landa samvinnuverkefni við fatamerkið X-LARGE, en það er eitt af stærstu götutísku- eða „streetwear“ fatamerkjum heimsins. „Þetta kemur þannig til að við erum í því að finna merki fyrir búðina og ég hef samband við X-LARGE. Þetta merki var risastórt á tíunda áratugnum og Mike D úr Beastie Boys átti meðal annars þátt í að stofna fyrirtækið. Í kjölfar þess að ég hafði samband fórum við að spjalla mikið saman og honum þarna úti fannst kúl hvað ég vissi mikið um sögu merkisins og spurði hvort við ættum ekki bara að gera fatalínu saman. Það er svolítið klikkað að búð sem ekki er búið að opna fái að gera fatalínu með svona stóru fyrirtæki,“ segir Steinar Fjeldsted, einn af teyminu bak við Skugga. X-LARGE hafa meðal annars verið í samstarfi við fyrirtæki eins og PUMA, Adidas og mörg fleiri. Skuggi er því í góðum félagsskap meðal þessara merkja. Í tilefni samstarfsins er fólkið í X-LARGE mætt til landsins og mun aðstoða við að setja upp pop-up búð á Klapparstígnum, við hlið Rosenberg, þar sem afrakstur samstarfsins við Skugga verður til sölu. „Skuggi er hjólabrettaverslun í bígerð – drög að hjólabrettaverslun. Hjólabrettasenan er núna rosa stór og góð hér á landi. Skuggi ætlar að koma inn og þjónusta, loksins, þessa senu á góðan hátt. Það hefur ekki verið „core“ búð í miðbænum – nema Brim sem er hætt – svo við erum að koma inn á réttum tíma.“ Fólkið bak við Skugga er Steinar Fjeldsted, Ólafur Ingi Stefánsson, einn færasti hjólabrettakappi landsins, Sigrún Guðjohnsen og Bobby Breiðholt hönnuður. „Bobby hannaði alla línuna, grafíkina og allt svona í samstarfi við X-LARGE. Þeir gáfu okkur rosalega frjálsar hendur þannig að úr varð geggjað stöff. Við erum að fá svakalega athygli erlendis – X-LARGE eru til dæmis búnir að henda í herferð á samfélagsmiðlunum sínum og svona.“ Skuggateymið stefnir á fleiri pop-up verslanir áður en búðin sjálf verður opnuð en það er ekki komið á hreint hvenær það verður. Steinar segir að Skuggi stefni jafnvel á fleiri samvinnuverkefni við aðrar fatalínur. Pop-up verslunin verður opnuð klukkan fjögur í dag og verður opin alveg til ellefu í kvöld. Fljótandi veigar verða í boði, hjólabrettapallar verða settir upp á götunni fyrir framan búðina, tónlist leikin og alls kyns læti. Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Hjólabrettabúðin Skuggi verður opnuð von bráðar en forsvarsmenn verslunarinnar eru búnir að landa samvinnuverkefni við fatamerkið X-LARGE, en það er eitt af stærstu götutísku- eða „streetwear“ fatamerkjum heimsins. „Þetta kemur þannig til að við erum í því að finna merki fyrir búðina og ég hef samband við X-LARGE. Þetta merki var risastórt á tíunda áratugnum og Mike D úr Beastie Boys átti meðal annars þátt í að stofna fyrirtækið. Í kjölfar þess að ég hafði samband fórum við að spjalla mikið saman og honum þarna úti fannst kúl hvað ég vissi mikið um sögu merkisins og spurði hvort við ættum ekki bara að gera fatalínu saman. Það er svolítið klikkað að búð sem ekki er búið að opna fái að gera fatalínu með svona stóru fyrirtæki,“ segir Steinar Fjeldsted, einn af teyminu bak við Skugga. X-LARGE hafa meðal annars verið í samstarfi við fyrirtæki eins og PUMA, Adidas og mörg fleiri. Skuggi er því í góðum félagsskap meðal þessara merkja. Í tilefni samstarfsins er fólkið í X-LARGE mætt til landsins og mun aðstoða við að setja upp pop-up búð á Klapparstígnum, við hlið Rosenberg, þar sem afrakstur samstarfsins við Skugga verður til sölu. „Skuggi er hjólabrettaverslun í bígerð – drög að hjólabrettaverslun. Hjólabrettasenan er núna rosa stór og góð hér á landi. Skuggi ætlar að koma inn og þjónusta, loksins, þessa senu á góðan hátt. Það hefur ekki verið „core“ búð í miðbænum – nema Brim sem er hætt – svo við erum að koma inn á réttum tíma.“ Fólkið bak við Skugga er Steinar Fjeldsted, Ólafur Ingi Stefánsson, einn færasti hjólabrettakappi landsins, Sigrún Guðjohnsen og Bobby Breiðholt hönnuður. „Bobby hannaði alla línuna, grafíkina og allt svona í samstarfi við X-LARGE. Þeir gáfu okkur rosalega frjálsar hendur þannig að úr varð geggjað stöff. Við erum að fá svakalega athygli erlendis – X-LARGE eru til dæmis búnir að henda í herferð á samfélagsmiðlunum sínum og svona.“ Skuggateymið stefnir á fleiri pop-up verslanir áður en búðin sjálf verður opnuð en það er ekki komið á hreint hvenær það verður. Steinar segir að Skuggi stefni jafnvel á fleiri samvinnuverkefni við aðrar fatalínur. Pop-up verslunin verður opnuð klukkan fjögur í dag og verður opin alveg til ellefu í kvöld. Fljótandi veigar verða í boði, hjólabrettapallar verða settir upp á götunni fyrir framan búðina, tónlist leikin og alls kyns læti.
Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira