Innlent

Hakkarar komust yfir upplýsingar 140 milljóna viðskiptavina Equifax

Birgir Olgeirsson skrifar
Þetta tölvuinnbrot er sagt það stærsta sem tilkynnt hefur verið um í Bandaríkjunum.
Þetta tölvuinnbrot er sagt það stærsta sem tilkynnt hefur verið um í Bandaríkjunum. Vísir/Getty
Upplýsingar 143 milljóna bandarískra viðskiptavina ráðgjafafyrirtækisins Equifax komust í hendur tölvuhakkarar eftir að þeir náðu að brjótast í gegnum netvarnir fyrirtækisins.

Greint er frá málinu á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC en þar er vitnað í tilkynningu frá Equifax sem segir tölvuhakkarana hafa komist yfir  kennitölur, fæðingardaga og heimilisföng viðskiptavina.

BBC segir að upplýsingar breskra og kanadískra viðskiptavina hafa einnig fallið í hendur tölvuhakkaranna.

Equifax veitir mat á lánshæfi einstaklinga en fyrirtækið segir tölvuhakkarana ekki hafa komist yfir lánshæfismat einstaklinga.

Fyrirtækið segir innbrotið hafa átt sér einhvern tímann frá miðjum maí til júlí í ár.

Hakkararnir eru sagðir hafa komist yfir kreditkortanúmer 209 þúsund viðskiptavina.

Equifax segist ætla að starfa með stjórnvöldum í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada í næstu skrefum málsins. Það hefur einnig boðið viðskiptavinum sínum upp á ókeypis eftirliti með reikningsstöðu þeirra og einnig vörn í heilt ár vegna mögulegrar misnotkunar á persónuupplýsingum.

Þetta tölvuinnbrot er sagt það stærsta sem tilkynnt hefur verið um í Bandaríkjunum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×