Orkustykki í óleyfi í hlíðum Esjunnar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. september 2017 06:00 Undanfarna viku hefur fjallgöngufólk orðið vart við stóran málmkassa sem stendur við Stein í hlíðum Esjunnar. Kassi þessi er merktur Special K orkustykkjum frá Kellogg’s í bak og fyrir og er göngugörpum boðið að fá sér. Um er að ræða auglýsingaherferð sem Nói Síríus, umboðsaðili Kellogg’s á Íslandi, stendur fyrir. Fyrirtækið segist hafa fengið leyfi fyrir uppátækinu en Reykjavíkurborg er á öðru máli og mun fara fram á að kassinn verði fjarlægður. „Við höfðum samband við Reykjavíkurborg, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Skógræktarfélag Kjalarness. Það var vel tekið í þetta af öllum aðilum og þeir veittu leyfi,“ segir Ingi Einar Sigurðsson, vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríusi. Borið hefur á umræðum um sóðaskap vegna umbúðanna en Ingi segir fyrirtækið hafa brýnt fyrir fólki að taka umbúðirnar með sér niður, hvort sem það sé af Special K eða öðru. Reglulegar ferðir séu farnar upp til að skoða aðstæður og tína upp ef eitthvað er. Herferð þessi er líka leikur þar sem göngugarpar geta tekið mynd af sér með orkustykkin og átt möguleika á að vinna árskort í World Class og ársbirgðir af Kellogg’s svo eitthvað nefnt. Frá því að kassinn fór upp 31. ágúst hafa göngugarpar sporðrennt hátt í 3.500 stykkjum og átti kassinn að fá að standa til 13. september. Eitthvað gæti það þó breyst því hjá Reykjavíkurborg fengust þau svör að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir þessari útfærslu á uppátækinu. „Að sögn umsjónarmanns afnotaleyfa létu þeir borgina vita símleiðis að þeir hygðust gefa orkustykki en þeir fengu ekki leyfi til að koma fyrir kassa í borgarlandinu eða auglýsingu á staðnum. Ekki var litið á það sem óleyfilegt athæfi ef um stakan viðburð væri að ræða en að koma þarna fyrir eftirlitslausum kassa, sem er ekkert annað en auglýsing, er óleyfisframkvæmd,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. „Fyrirtækið verður því beðið um að fjarlægja þetta úr Esjuhlíðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Undanfarna viku hefur fjallgöngufólk orðið vart við stóran málmkassa sem stendur við Stein í hlíðum Esjunnar. Kassi þessi er merktur Special K orkustykkjum frá Kellogg’s í bak og fyrir og er göngugörpum boðið að fá sér. Um er að ræða auglýsingaherferð sem Nói Síríus, umboðsaðili Kellogg’s á Íslandi, stendur fyrir. Fyrirtækið segist hafa fengið leyfi fyrir uppátækinu en Reykjavíkurborg er á öðru máli og mun fara fram á að kassinn verði fjarlægður. „Við höfðum samband við Reykjavíkurborg, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Skógræktarfélag Kjalarness. Það var vel tekið í þetta af öllum aðilum og þeir veittu leyfi,“ segir Ingi Einar Sigurðsson, vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríusi. Borið hefur á umræðum um sóðaskap vegna umbúðanna en Ingi segir fyrirtækið hafa brýnt fyrir fólki að taka umbúðirnar með sér niður, hvort sem það sé af Special K eða öðru. Reglulegar ferðir séu farnar upp til að skoða aðstæður og tína upp ef eitthvað er. Herferð þessi er líka leikur þar sem göngugarpar geta tekið mynd af sér með orkustykkin og átt möguleika á að vinna árskort í World Class og ársbirgðir af Kellogg’s svo eitthvað nefnt. Frá því að kassinn fór upp 31. ágúst hafa göngugarpar sporðrennt hátt í 3.500 stykkjum og átti kassinn að fá að standa til 13. september. Eitthvað gæti það þó breyst því hjá Reykjavíkurborg fengust þau svör að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir þessari útfærslu á uppátækinu. „Að sögn umsjónarmanns afnotaleyfa létu þeir borgina vita símleiðis að þeir hygðust gefa orkustykki en þeir fengu ekki leyfi til að koma fyrir kassa í borgarlandinu eða auglýsingu á staðnum. Ekki var litið á það sem óleyfilegt athæfi ef um stakan viðburð væri að ræða en að koma þarna fyrir eftirlitslausum kassa, sem er ekkert annað en auglýsing, er óleyfisframkvæmd,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. „Fyrirtækið verður því beðið um að fjarlægja þetta úr Esjuhlíðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira