Fótbolti og saga Rómaveldis Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2017 10:15 Stella segir að eitt af því sem erlendu gestunum þykir skemmtilegt sé Bókaballið í Iðnó á laugardagskvöld. Mynd/Auðunn Nú er allt að gerast. Fyrsta viðburði hátíðarinnar var að ljúka á Akureyri,“ segir glaðleg rödd Stellu Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra bókmenntahátíðarinnar, í gegnum síma. „Hér er spennandi dagskrá sem Menningarfélag Akureyrar stendur fyrir. Það hefur stefnt saman langt að komnum höfundum og heimamönnum, bæði höfundum og lesendum. Svo er spjallað á sviðinu. Erlendu rithöfundarnir, þær Anne-Cathrine Riebnitzsky, höfundur bókarinnar Stormarnir og stillan sem er að koma út hjá Forlaginu, og Esmeralda Santiago sem gefur út hjá Sölku, eru heppnar að hafa komið hingað. Þetta er góð upplifun,“segir Stella sem hlakkaði til að hlusta á Stefán Pálsson tala við krikkethöfundana í gærkvöldi, eftir flug suður. „Það verður örugglega mjög áhugavert því yrkisefni höfundanna eru margvísleg; bæði fótbolti og saga Rómaveldis.“ Stella hefur starfað fyrir bókmenntahátíðina síðan 2009 og stjórnað henni síðustu árin. Tengsl bókmennta/skáldskapar og samfélags er þemað í ár, enda segir Stella kappkostað að hátíðin höfði til lesenda. „Við erum með höfunda á öllum aldri, skoðum hverjir hafa verið að gefa út spennandi bækur, eða eru með þær á prjónunum. Margir erlendu höfundanna eru að koma út í íslenskum þýðingum eða hafa komið nýlega út,“ segir hún og nefnir Han Kang, Eka Kurniawan og Christine De Luca. „Þeir íslensku eru líka að gefa út, Bubbi er til dæmis með ljóðabók og bæði Jón Kalman og Kristín Eiríksdóttir með skáldsögur. Kristín er þátttakandi í mjög spennandi dagskrá á föstudagskvöldið ásamt Han Kang og Aase Berg, um holdið og valdið.“ Viðburðir hátíðarinnar í borginni eru í Iðnó og Norræna húsinu. Þar segir Stella jafnan góða stemningu. „Svo er líka streymi, þannig að fólk getur fylgst með beint þó það eigi ekki heimangengt. Eitt af því sem erlendu gestunum þykir skemmtilegt er Bókaballið í Iðnó á laugardagskvöld. Við sendum alla þátttakendur á það og svo er það opið öllum eins og aðrir viðburðir hátíðarinnar. Hljómsveitin Royal er ekta ballhljómsveit þannig að það verður stuð.“ Hátíðinni lýkur á sunnudag með dagskrá í Veröld, húsi Vigdísar, sem er helguð þýðendum úr íslensku yfir á önnur mál. „Á föstudaginn afhendum við heiðursverðlaunin Orðstír sem voru fyrst veitt fyrir tveimur árum og verðlaunahafarnir taka þátt í dagskránni á sunnudag, ásamt fleiri þýðendum og rithöfundum. Góðir þýðendur eru eins og sendiherrar íslenskra bókmennta úti í heimi og það er gaman að geta klappað þeim á bakið,“ lýsir Stella. „Þessi stund virkar eins og brú milli bókmenntahátíðarinnar og þýðendaþingsins sem hefst á mánudaginn. Margir þýðendur mæta á hvort tveggja, þeir eru líka að hitta höfundinn sinn og njóta þessara daga.“ Spurð í lokin hvort hún sofi eitthvað þessa sólarhringana svarar Stella því að hún hafi vaknað klukkan fimm síðustu þrjár vikurnar en álagið sé þess virði því hátíðin sé svo skemmtileg. „Þetta er törn en henni lýkur og hún hefst svo aftur að ári liðnu þegar við byrjum að undirbúa næstu bókmenntahátíð, sem verður 2019.“ Bókmenntahátíð Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Nú er allt að gerast. Fyrsta viðburði hátíðarinnar var að ljúka á Akureyri,“ segir glaðleg rödd Stellu Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra bókmenntahátíðarinnar, í gegnum síma. „Hér er spennandi dagskrá sem Menningarfélag Akureyrar stendur fyrir. Það hefur stefnt saman langt að komnum höfundum og heimamönnum, bæði höfundum og lesendum. Svo er spjallað á sviðinu. Erlendu rithöfundarnir, þær Anne-Cathrine Riebnitzsky, höfundur bókarinnar Stormarnir og stillan sem er að koma út hjá Forlaginu, og Esmeralda Santiago sem gefur út hjá Sölku, eru heppnar að hafa komið hingað. Þetta er góð upplifun,“segir Stella sem hlakkaði til að hlusta á Stefán Pálsson tala við krikkethöfundana í gærkvöldi, eftir flug suður. „Það verður örugglega mjög áhugavert því yrkisefni höfundanna eru margvísleg; bæði fótbolti og saga Rómaveldis.“ Stella hefur starfað fyrir bókmenntahátíðina síðan 2009 og stjórnað henni síðustu árin. Tengsl bókmennta/skáldskapar og samfélags er þemað í ár, enda segir Stella kappkostað að hátíðin höfði til lesenda. „Við erum með höfunda á öllum aldri, skoðum hverjir hafa verið að gefa út spennandi bækur, eða eru með þær á prjónunum. Margir erlendu höfundanna eru að koma út í íslenskum þýðingum eða hafa komið nýlega út,“ segir hún og nefnir Han Kang, Eka Kurniawan og Christine De Luca. „Þeir íslensku eru líka að gefa út, Bubbi er til dæmis með ljóðabók og bæði Jón Kalman og Kristín Eiríksdóttir með skáldsögur. Kristín er þátttakandi í mjög spennandi dagskrá á föstudagskvöldið ásamt Han Kang og Aase Berg, um holdið og valdið.“ Viðburðir hátíðarinnar í borginni eru í Iðnó og Norræna húsinu. Þar segir Stella jafnan góða stemningu. „Svo er líka streymi, þannig að fólk getur fylgst með beint þó það eigi ekki heimangengt. Eitt af því sem erlendu gestunum þykir skemmtilegt er Bókaballið í Iðnó á laugardagskvöld. Við sendum alla þátttakendur á það og svo er það opið öllum eins og aðrir viðburðir hátíðarinnar. Hljómsveitin Royal er ekta ballhljómsveit þannig að það verður stuð.“ Hátíðinni lýkur á sunnudag með dagskrá í Veröld, húsi Vigdísar, sem er helguð þýðendum úr íslensku yfir á önnur mál. „Á föstudaginn afhendum við heiðursverðlaunin Orðstír sem voru fyrst veitt fyrir tveimur árum og verðlaunahafarnir taka þátt í dagskránni á sunnudag, ásamt fleiri þýðendum og rithöfundum. Góðir þýðendur eru eins og sendiherrar íslenskra bókmennta úti í heimi og það er gaman að geta klappað þeim á bakið,“ lýsir Stella. „Þessi stund virkar eins og brú milli bókmenntahátíðarinnar og þýðendaþingsins sem hefst á mánudaginn. Margir þýðendur mæta á hvort tveggja, þeir eru líka að hitta höfundinn sinn og njóta þessara daga.“ Spurð í lokin hvort hún sofi eitthvað þessa sólarhringana svarar Stella því að hún hafi vaknað klukkan fimm síðustu þrjár vikurnar en álagið sé þess virði því hátíðin sé svo skemmtileg. „Þetta er törn en henni lýkur og hún hefst svo aftur að ári liðnu þegar við byrjum að undirbúa næstu bókmenntahátíð, sem verður 2019.“
Bókmenntahátíð Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira