N1 fer fram á lægra kaupverð fyrir Festi vegna samdráttar hjá Krónunni Hörður Ægisson skrifar 6. september 2017 07:00 Festi rekur meðal annars sautján verslanir undir merkjum Krónunnar. Vísir/Ernir Olíufélagið N1 fer fram á að greiða lægra verð en tæplega 38 milljarða króna fyrir allt hlutafé Festar, næst stærsta smásölufélags landsins sem rekur meðal annars sautján verslanir undir merkjum Krónunnar, eins og gert var ráð fyrir í kaupsamkomulagi sem var undirritað í júní. Þar vegur þyngst að afkoma Krónunnar á undanförnum mánuðum hefur verið nokkuð undir áætlunum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stjórnendur N1 vísa til þess, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála, að í samningunum séu leiðréttingarákvæði sem kveði á um að kaupverðið skuli taka breytingum reynist afkoma félaganna ekki í samræmi við helstu skilmála kaupsamkomulagsins. Ekki fást upplýsingar um hversu mikinn afslátt N1 hyggst fara fram á af áður umsömdu kaupverði í viðræðum sínum við Festi. Tillögur N1 að lægra kaupverði hafa enn ekki verið formlega ræddar á fundum stjórnenda félaganna. Samkvæmt heimildum Markaðarins er nú búist við því að hagnaður verslana í rekstri Festar fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) verði í kringum tíu prósentum lægri á yfirstandandi rekstrarári en spár höfðu áður gert ráð fyrir. Þegar tilkynnt var um kaup N1 á öllu hlutafé Festar fyrir um þremur mánuðum kom fram að 37,9 milljarða króna heildarvirði Festar grundvallaðist meðal annars á áætlunum um að EBITDA rekstrarfélaganna – Krónunnar, Elko, Nóatúns og Kjarvals – yrði 2.125 milljónir. Minni EBITDA er sögð endurspegla sölusamdrátt hjá Krónunni eftir að Costco opnaði heildsöluverslun sína í lok maímánaðar en á móti kemur að rekstur raftækjaverslunarinnar Elko, sem einnig er í eigu Festar, hefur gengið betur en vonir stóðu til. Fyrirhuguð kaup N1 á Festi innihalda einnig á kaup á samtals 17 fasteignum félagsins sem eru samtals um 71.500 fermetrar að stærð.Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður Festa og einn stærsti hluthafi félagsins.Viðræður um endanlegan kaupsamning milli N1 og Festar standa enn yfir og er gert ráð fyrir niðurstöðu á þriðja ársfjórðungi. Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður Festar og einn stærsti hluthafi félagsins, segist í samtali við Markaðinn ekkert geta tjáð sig um viðræðurnar. Unnið sé að því að ljúka kaupsamningi. Þá vísar Hreggviður til þess að í skilmálum samkomulagsins, sem tilkynnt hafi verið um í byrjun júní, hafi verið gert ráð fyrir ákveðnu kaupverði og að það gæti orðið hærra – allt að einum milljarði – ef afkoma rekstrarfélaga Festar reynist umfram áætlanir. Ekki standi til að gera breytingar á þeim skilmálum af hálfu Festar.Ekki varhluta af innkomu Costco Þegar tilkynnt var um fyrirhuguð kaup N1 á Festi þann 9. júní síðastliðinn hækkuðu hlutabréf í olíufélaginu um nærri tíu prósent í verði. Var gengi bréfanna við lok markaðar þann dag 124 krónur á hlut. Gert er ráð fyrir að kaupverðið á Festi verði greitt með hlutum í N1 á genginu 115, jafnvirði 8.750 milljóna króna, og hins vegar með yfirtöku skulda og lántöku. Gengi bréfa N1 standa nú í 111,5 krónum á hlut en hlutabréfaverð félagsins hefur lækkað nokkuð síðustu vikur og mánuði. Afkoma N1 á fyrri árshelmingi olli vonbrigðum en EBITDA félagsins lækkaði um 30 prósent á milli ára. Stjórnendur gera hins vegar eftir sem áður ráð fyrir óbreyttri EBITDA á þessu ári og að hún verði á bilinu 3.500 til 3.600 milljónir króna. Lakari afkoma af rekstri Krónunnar er til marks um að verslunarkeðjan, rétt eins og smásölurisinn Hagar, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss og Hagkaups, hefur ekki farið varhluta af innkomu Costco á íslenskan dagvörumarkað. Hlutabréfaverð Haga hefur lækkað í verði um þriðjung frá opnun Costco og hefur félagið í tvígang sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram hefur komið að sölusamdráttur hafi orðið í júní og júlí og vísað til þess að breytt samkeppnisumhverfi hafi haft áhrif á rekstur og markaðsstöðu félagsins. Gert er ráð fyrir því að EBITDA Haga verði um 20 prósentum lægri á öðrum ársfjórðungi rekstrarársins en á sama tíma fyrir ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Olíufélagið N1 fer fram á að greiða lægra verð en tæplega 38 milljarða króna fyrir allt hlutafé Festar, næst stærsta smásölufélags landsins sem rekur meðal annars sautján verslanir undir merkjum Krónunnar, eins og gert var ráð fyrir í kaupsamkomulagi sem var undirritað í júní. Þar vegur þyngst að afkoma Krónunnar á undanförnum mánuðum hefur verið nokkuð undir áætlunum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stjórnendur N1 vísa til þess, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála, að í samningunum séu leiðréttingarákvæði sem kveði á um að kaupverðið skuli taka breytingum reynist afkoma félaganna ekki í samræmi við helstu skilmála kaupsamkomulagsins. Ekki fást upplýsingar um hversu mikinn afslátt N1 hyggst fara fram á af áður umsömdu kaupverði í viðræðum sínum við Festi. Tillögur N1 að lægra kaupverði hafa enn ekki verið formlega ræddar á fundum stjórnenda félaganna. Samkvæmt heimildum Markaðarins er nú búist við því að hagnaður verslana í rekstri Festar fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) verði í kringum tíu prósentum lægri á yfirstandandi rekstrarári en spár höfðu áður gert ráð fyrir. Þegar tilkynnt var um kaup N1 á öllu hlutafé Festar fyrir um þremur mánuðum kom fram að 37,9 milljarða króna heildarvirði Festar grundvallaðist meðal annars á áætlunum um að EBITDA rekstrarfélaganna – Krónunnar, Elko, Nóatúns og Kjarvals – yrði 2.125 milljónir. Minni EBITDA er sögð endurspegla sölusamdrátt hjá Krónunni eftir að Costco opnaði heildsöluverslun sína í lok maímánaðar en á móti kemur að rekstur raftækjaverslunarinnar Elko, sem einnig er í eigu Festar, hefur gengið betur en vonir stóðu til. Fyrirhuguð kaup N1 á Festi innihalda einnig á kaup á samtals 17 fasteignum félagsins sem eru samtals um 71.500 fermetrar að stærð.Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður Festa og einn stærsti hluthafi félagsins.Viðræður um endanlegan kaupsamning milli N1 og Festar standa enn yfir og er gert ráð fyrir niðurstöðu á þriðja ársfjórðungi. Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður Festar og einn stærsti hluthafi félagsins, segist í samtali við Markaðinn ekkert geta tjáð sig um viðræðurnar. Unnið sé að því að ljúka kaupsamningi. Þá vísar Hreggviður til þess að í skilmálum samkomulagsins, sem tilkynnt hafi verið um í byrjun júní, hafi verið gert ráð fyrir ákveðnu kaupverði og að það gæti orðið hærra – allt að einum milljarði – ef afkoma rekstrarfélaga Festar reynist umfram áætlanir. Ekki standi til að gera breytingar á þeim skilmálum af hálfu Festar.Ekki varhluta af innkomu Costco Þegar tilkynnt var um fyrirhuguð kaup N1 á Festi þann 9. júní síðastliðinn hækkuðu hlutabréf í olíufélaginu um nærri tíu prósent í verði. Var gengi bréfanna við lok markaðar þann dag 124 krónur á hlut. Gert er ráð fyrir að kaupverðið á Festi verði greitt með hlutum í N1 á genginu 115, jafnvirði 8.750 milljóna króna, og hins vegar með yfirtöku skulda og lántöku. Gengi bréfa N1 standa nú í 111,5 krónum á hlut en hlutabréfaverð félagsins hefur lækkað nokkuð síðustu vikur og mánuði. Afkoma N1 á fyrri árshelmingi olli vonbrigðum en EBITDA félagsins lækkaði um 30 prósent á milli ára. Stjórnendur gera hins vegar eftir sem áður ráð fyrir óbreyttri EBITDA á þessu ári og að hún verði á bilinu 3.500 til 3.600 milljónir króna. Lakari afkoma af rekstri Krónunnar er til marks um að verslunarkeðjan, rétt eins og smásölurisinn Hagar, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss og Hagkaups, hefur ekki farið varhluta af innkomu Costco á íslenskan dagvörumarkað. Hlutabréfaverð Haga hefur lækkað í verði um þriðjung frá opnun Costco og hefur félagið í tvígang sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram hefur komið að sölusamdráttur hafi orðið í júní og júlí og vísað til þess að breytt samkeppnisumhverfi hafi haft áhrif á rekstur og markaðsstöðu félagsins. Gert er ráð fyrir því að EBITDA Haga verði um 20 prósentum lægri á öðrum ársfjórðungi rekstrarársins en á sama tíma fyrir ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira