Fótbolti

Emil í banni gegn Tyrkjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil fékk gult spjald eftir aðeins tvær mínútur gegn Úkraínu.
Emil fékk gult spjald eftir aðeins tvær mínútur gegn Úkraínu. vísir/eyþór
Emil Hallfreðsson verður í leikbanni þegar Ísland sækir Tyrkland heim í undankeppni HM 6. október næstkomandi.

Það tók Emil aðeins tvær mínútur að næla sér í gult spjald í leiknum gegn Úkraínu sem nú stendur yfir.

Hann braut þá á Viktor Kovalenko og skoski dómarinn, William Collum, sýndi enga miskunn og lyfti gula spjaldinu.

Emil fékk einnig gult spjald í leiknum gegn Finnlandi á laugardaginn og er því kominn í bann.

Fylgjast má með beinni textalýsingu frá leik Íslands og Úkraínu með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Í beinni: Ísland - Úkraína | Úrslitaleikur í Laugardalnum

Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×