Tískustraumar sem minna á árið 2000 Guðný Hrönn skrifar 6. september 2017 09:30 Stílistinn Stella Björt Bergmann fer yfir tískustrauma vetrarins. vísir/ernir Stílistinn Stella Björt Bergmann Gunnarsdóttir fer yfir hausttískuna. Hún segir jogginggalla og dragtir verða aðalmálið þennan veturinn. Sömuleiðis támjóa skó, köflóttar flíkur og góða dúnúlpu. Innvíðu buxurnar víkja þá fyrir víðari sniðum og rauður er litur vetrarins.Rauður er litur vetrarins. Af sýningu Jil Sander.NORDICPHOTOS/AFPAðspurð hvernig hún myndi lýsa tískunni sem mun ríkja í haust og vetur segir stílistinn Stella Björt: „Sport í bland við „business bitch“ væri góð leið til að lýsa tískunni í haust og vetur. Svokallaðir „track suits“ verða áberandi, stórar dúnúlpur í anda Vetements og Balenciaga og dragtir í öllum útgáfum verða vinsælar,“ segir Stella. Hún segir smart að vera ýmist í strigaskóm eða pinnahælum við dragt.„Strigaskór eru hvergi nærri dottnir úr tísku og verða sterkari sem aldrei fyrr í vetur.“ „Fyrir þá sem vilja vera ögn meira áberandi eru litaðir feldir, jakkar úr pvc-efni og glimmerskór að koma mjög sterkt inn. Í mynstrum eru köflótt, dökk blómamynstur og hlébarðamynstur þau mest áberandi,“ segir Stella.Fyrirsæta í “double denim” á sýningu Paul & Joe.„Þótt ótrúlegt megi virðast er 2000-tískan að ryðja sér til rúms. Það er eitthvað sem fáir sáu fyrir. Örsmá sólgleraugu í skærum litum, flauelsgallar, „denim on denim“ og támjóir skór með örlitlum hæl,“ tekur Stella sem dæmi.„Klassíska alpahúfan er einnig komin aftur eftir langa pásu.“ Spurð út í vinsæla liti segir Stella: „Rautt er klárlega allsráðandi þetta misseri. Aðrir áberandi litir eru appelsínugulur og kóngablár.“En hvað er að detta úr tísku? „Gallabuxnatískan er að breytast töluvert. Innvíðar gallabuxur eru hægt og rólega að detta út og víðar gallabuxur að taka við. Choker-hálsmen eru einnig farin að sjást mun minna og eru látlausar keðjur orðnar hið nýja „go to“-hálsmen.Alpahúfur úr leðri sáust á tískupallinum hjá Christian Dior.Hvað er svo nauðsynlegt að eiga í fataskápnum í vetur fyrir þá sem vilja tolla í tískunni? „Dragt sem hægt er að klæða upp og niður og góð dúnúlpu.“ Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Stílistinn Stella Björt Bergmann Gunnarsdóttir fer yfir hausttískuna. Hún segir jogginggalla og dragtir verða aðalmálið þennan veturinn. Sömuleiðis támjóa skó, köflóttar flíkur og góða dúnúlpu. Innvíðu buxurnar víkja þá fyrir víðari sniðum og rauður er litur vetrarins.Rauður er litur vetrarins. Af sýningu Jil Sander.NORDICPHOTOS/AFPAðspurð hvernig hún myndi lýsa tískunni sem mun ríkja í haust og vetur segir stílistinn Stella Björt: „Sport í bland við „business bitch“ væri góð leið til að lýsa tískunni í haust og vetur. Svokallaðir „track suits“ verða áberandi, stórar dúnúlpur í anda Vetements og Balenciaga og dragtir í öllum útgáfum verða vinsælar,“ segir Stella. Hún segir smart að vera ýmist í strigaskóm eða pinnahælum við dragt.„Strigaskór eru hvergi nærri dottnir úr tísku og verða sterkari sem aldrei fyrr í vetur.“ „Fyrir þá sem vilja vera ögn meira áberandi eru litaðir feldir, jakkar úr pvc-efni og glimmerskór að koma mjög sterkt inn. Í mynstrum eru köflótt, dökk blómamynstur og hlébarðamynstur þau mest áberandi,“ segir Stella.Fyrirsæta í “double denim” á sýningu Paul & Joe.„Þótt ótrúlegt megi virðast er 2000-tískan að ryðja sér til rúms. Það er eitthvað sem fáir sáu fyrir. Örsmá sólgleraugu í skærum litum, flauelsgallar, „denim on denim“ og támjóir skór með örlitlum hæl,“ tekur Stella sem dæmi.„Klassíska alpahúfan er einnig komin aftur eftir langa pásu.“ Spurð út í vinsæla liti segir Stella: „Rautt er klárlega allsráðandi þetta misseri. Aðrir áberandi litir eru appelsínugulur og kóngablár.“En hvað er að detta úr tísku? „Gallabuxnatískan er að breytast töluvert. Innvíðar gallabuxur eru hægt og rólega að detta út og víðar gallabuxur að taka við. Choker-hálsmen eru einnig farin að sjást mun minna og eru látlausar keðjur orðnar hið nýja „go to“-hálsmen.Alpahúfur úr leðri sáust á tískupallinum hjá Christian Dior.Hvað er svo nauðsynlegt að eiga í fataskápnum í vetur fyrir þá sem vilja tolla í tískunni? „Dragt sem hægt er að klæða upp og niður og góð dúnúlpu.“
Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira